Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 50
Náttúrufræðingurinn 50 Hvert skal stefnt? Ljóst er að uppfyllingar á strand- lengju Fossvogs hafa lítið að - dráttar afl fyrir fugla. Helstu ástæðurnar eru að kantar upp- fyllinganna eru brattir og grófir og fer því saman lítið flatarmál og einsleitt umhverfi hefur lítið upp á að bjóða, a.m.k. sem fæðustöðvar fyrir sjó- og fjörufugla. Að sama skapi er ljóst að Fossvogsleira og lítt röskuð norðurströnd Fossvogs (9. mynd) skipta allnokkru máli fyrir fuglalíf svæðisins. Þangað sækja tegundir á borð við heiðlóu í stórum hópum á haustin og rauðbrystingar nýta leiruna á vorin til að fylla á tankinn fyrir farflug sitt til hánorrænna varpstöðva. Jafnframt nýta tjaldar þessi svæði yfir vetrartímann. Eins og fram hefur komið getur verið sterkt samband milli fjölda fugla og flatarmáls fjörusvæða. Því má ljóst vera að athafnir sem þrengja að fjörusvæðum geta haft bein áhrif á fjölda fugla sem nýta viðkomandi svæði. Komi til frekari framkvæmda, svo sem uppfyllinga, frekari þrengingar eða brúargerðar yfir Fossvog, er afar nauðsynlegt að fram fari vandað mat á áhrifum framkvæmdanna á strauma og sjóskipti í Fossvogi. Breytingar á straumum og sjóskiptum geta haft mikil áhrif á búsvæði hryggleysingja í voginum og þar með á fæðu- framboð fyrir fugla. Fossvogur innan bæjarmarka Kópavogs nýtur búsvæðaverndar samkvæmt aug- lýsingu umhverfisráðherra frá 2012 og er nauðsynlegt að skoða allar framkvæmdir í því ljósi.13 Meta þarf magn ferskvatns sem rennur í Fossvog og er það sérlega mikilvægt ef fyrirsjáanlegar eru breytingar á straumum eða sjóskiptum. Lækki selta að einhverju marki getur það m.a. haft áhrif á ísmyndun að vetri. Brúargerð dregur jafnframt úr getu Fossvogs til að losa sig við ís með sjávarföllum og vindi, sér í lagi ef brúin verður stutt. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem ísilagður vogur getur valdið fuglum í fæðuleit. Ekki er vitað til þess að til séu birtar athuganir á fuglalífi Fossvogs áður en byrjað var að fylla upp í fjörurnar og því er varla hægt að segja til um áhrif uppfyllinganna fram til þessa. Í þessu sambandi má benda á að samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram umhverfismat vegna uppfyllinga í sjó sem eru yfir 5 hektarar að flatarmáli.14 Núverandi fylling við vesturenda Kársness er þegar orðin um 20 hektarar og nýleg fylling við Naustvör er um 4 hektarar. Gera má ráð fyrir að flestir þeirra fugla sem sjást í Fossvogi séu hluti af stofnum sem nýta Skerjafjarðarsvæðið í heild sinni. Því má ætla að allar breytingar sem valda neikvæðum áhrifum innan þess, svo sem á fuglalíf í Fossvogi, valdi samhliða álagi á fuglalíf og mögulega annað lífríki Skerjafjarðarsvæðisins í heild. Náttúran virðir ekki sveitar- félagamörk og því er ekki hægt að skoða áhrif framkvæmda eða breytinga á búsvæðum í Fossvogi sem staðbundin heldur verður að athuga voginn sem hluta af Skerjafirðinum öllum. Í þessu sambandi er vert að benda á orðalag auglýsingar nr. 190 frá 30. janúar 2012 í Stjórnartíðindum þar sem friðlýsing í Fossvogi og Kópavogi er skilgreind sem „búsvæðavernd í Skerjafirði innan bæjarmarka Kópavogs“.13 summary Number and distribution of birds in Fossvogur Skerjafjörður is a sheltered and shallow coastal area with a high conservation value, especially in relation to birdlife. Despite this, some areas have been changed with landfills and further changes are considered. These construc- tions are likely to affect environmental factors in Fossvogur such as currents but effects on birdlife are less obvious. The aim of this study was to gather in- formation regarding present habitat quality for birds in Fossvogur. A total of 40 bird species were seen with the grand total of 10,047 birds in 44 counts over a period of three and a half year in 2008–2011. The twelve most common species counted for 92% of the total. A great difference in number of birds was detected between areas. This was strongly related to area size but dif- ferent species also showed preferences towards certain habitats. Landfills had low average counting numbers (5–11 birds per counting tour) and low species 9. mynd. Horft inn eftir Fossvogi að norðanverðu. – Northern part of Fossvogur. Ljósm./ Photo: Náttúrufræðistofa Kópavogs.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.