Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 54 vindáttarbreytinguna við breytingu á loftþrýstisviðinu yfir landinu og hafinu umhverfis landið. Það er með öðrum orðum lægðagangur sem veldur vindáttarbreytingunni. Í öllum þessum tilvikum mátti ráða vindáttarbreytingu af veðurspám sem gefnar voru út fyrir almenning. Þau 4 tilvik þar sem vindur snýst án þess að því hafi verið spáð eru forvitnileg. Þau eiga það öll sameiginlegt að vindur í fjallahæð stendur annaðhvort af Hofsjökli eða Langjökli. Í einu tilviki ruggar vindátt milli NA og SA, svo sem ráða má af veðurspákorti sjónvarps fyrir þann dag á 1. mynd. Svo virðist sem vindrastir sem eiga rætur að rekja norðan og sunnan Hofsjökuls skiptist á að blása yfir Hveravelli og er hugsanlegt að aðeins örlítil breyting á vindátt eða vindstyrk yfir landinu ráði því hvor röstin hefur yfirhöndina. Í hinum þremur tilvikunum varir vindáttarbreytingin aðeins skamma stund, eða innan við tvær klukkustundir. Almennt gildir að breytileiki vinds, bæði í tíma og rúmi, er með meira móti þar sem vindur í lofti stendur af fjöllum. Ekki verður það rætt nánar að sinni, en fjallað hefur verið um sitthvað í tengslum við vindrastir og skjól af Fjórar rauðar línur hafa verið dregnar á 3. mynd og vísa þær til breytingar á vindátt sem nemur 90˚. Ef vindátt breytist um nákvæmlega 90˚ á einni klukkustund mundi sá punktur með öðrum orðum lenda á einni af rauðu línunum. Grænir kassar eru dregnir um svæði punkta sem tákna að vindur blási úr gagnstæðri átt miðað við það sem var klukkustund fyrr. Sjá má að í 11 tilvikum hefur vindur snúist um 90˚ eða meira (11 punktar eru „utan“ við rauðu línurnar). Oftast er snúningurinn aðeins lítið eitt yfir 90˚. Engir punktar eru í grænu kössunum. Vindur hefur sem sagt aldrei haldist í 8,0 m/s og snúist til gagnstæðrar áttar á innan við klukkustund. Sé miðað við vind yfir 6,0 m/s fjölgar tilvikum upp í um 42.400, sem er tæplega helmingur allra mælinganna. Þá snýst vindur um meira en 90˚ 47 sinnum (sem er um 0,1% tilvika) og tvisvar snýst vindur til gagnstæðrar áttar. Þegar vindurinn snýst Lítum nánar á þau 11 tilvik þar sem vindur snerist um meira en 90˚ og vindhraði hélst yfir 8,0 m/s. Í 7 tilvikum má tengja fjöllum víða um heim í allmörgum greinum, þar á meðal í fyrrgreindum greinum í Náttúrufræðingnum.1,2 Mengun frá eldstöð Almennt má reikna með að vindátt flökti meira niðri við jörð en í háloftum þar sem viðnáms við jörð gætir lítið og minni truflun er af landslagi. Er reynslan sú að flutningur sýnilegra gosefna frá nýliðnum eldgosum hefur jafnan verið nokkuð stöðugur klukkustundum og jafnvel dögum saman. Ekki er sjálfgefið að vindur við jörð ráði ferð efnanna og raunar ná þau oftar en ekki upp í loftlög þar sem vindstyrkur og vindátt eru að einhverju marki ólík því sem er við yfirborð jarðar. Slíkar aðstæður sjást á 4. mynd. Þegar hún var tekin lagði gosmökk frá eldstöðinni í Holuhrauni í NNA undan SSV-átt í nokkur hundruð metra hæð yfir jörðu. Við yfirborð jarðar blés á sama tíma tandurhreint loft úr VSV. Sá sem ráða vill í ferðalag gosefna við aðstæður sem þessar hlýtur að einbeita sér að vindaspám í þeim lögum lofthjúpsins sem líklegt er að gosefnin berist í. Spár af því tagi eru aðgengilegar á vefnum. 3. mynd. Vindátt á Hveravöllum þegar vindstyrkur er yfir 8,0 m/s. Á láréttum ás er vindátt og á lóðréttum ás er vindátt klukkustund síðar. Austur er 90˚, suður er 180˚, vestur er 270˚ og norður er 360˚. – Wind direction at Hveravellir (East is 90˚, South is 180 ˚ etc.) as a function of the wind direction one hour earlier. The figure shows only cases when the wind speed is greater than 8,0 m/s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.