Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 4

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 4
4 Bókasafnið 40. árg – 2016 Á síðum Bókasafnsins hafa undanfarin ár verið fj öldi ritrýndra greina. Á þessu verður nú breyting, því á haustdögum var ritnefnd bent á að árangur af útgáfu þeirra væri ekki sá sem sóst var eftir. Háskóli Íslands metur rit eins og Bókasafnið í vinnumatskerfi sínu, þar sem útgefnar greinar í íslenskum fræðitímaritum eru metnar til stiga, mismargra eftir því hversu ritið þykir gott sem vísindarit. Það er skemmst frá því að segja að greinar í Bókasafninu eru ekki lengur metnar til neinna stiga, og ljóst að einhverja breytingu þurfti að gera. Um útgáfu á ritrýndum greinum hefur verið fj allað á síðum Bókasafnsins, og má benda á grein Önnu Maríu Sverrisdóttur árið 2013. Þar eru talin upp skilyrði þess að fræðilegt tímarit teljist bært að gefa út ritrýndar greinar. Ljóst er að ýmislegt vantar upp á að Bókasafnið nái að uppfylla þessi skilyrði, þar á meðal um samsetningu ritstjórnar. Ritnefnd fór yfi r hvaða kostir voru til í stöðunni og lagði að lokum til að stofnað yrði nýtt rit sem yrði gefi ð út sjálfstætt eða í samvinnu við Bókasafnið. Með þessu gæfi st kostur á að byrja með hreint borð og velja útgáfuform og -tíðni eftir því sem hentaði slíku blaði. Miklu máli skipti tvennt. Annars vegar yrði ritstjórn að nýju blaði að hafa fullkomið ritstjórnarlegt sjálfstæði og þar af leiðandi móta nýtt blað. Hins vegar yrði hægt að afmarka betur hlutverk Bókasafnsins að birta almennar greinar um viðburði á fagsviðinu og framgang þess. Við töldum það skipta miklu máli að áfram yrði gefi ð út blað sem höfð- aði til félagsmanna Upplýsingar almennt. Þessar ákvarðanir settu strax mark sitt á efnistök í þessu blaði og verða lesendur að hafa það í huga þegar það er borið saman við tölublöð undanfarinna ára. Um leið hyggur Bókasafnið á samvinnu við nýtt blað og hefur fundað með ritstjóra þess í því augnamiði. Við svona breytingar þarf að gæta að því að grundvöllur verði fyrir útgáfu tveggja rita á sama eða svipuðu fagsviði. Við vonumst eftir að félagsmenn Upplýsingar komist að sömu niðurstöðu og við gerðum, að það væri mikilvægt að til væri vett- vangur fyrir ritrýndar greinar á sviði upplýsingafræði og tengdra fræða, sérstaklega þeirra sem hafa beina skírskotun til fag- stéttarinnar á Íslandi. Í þessu riti kennir þó margra grasa. Í tilefni 40. árgangs blaðsins er viðtal við Pál Skúlason lögfræðing, sem átti stóran hlut í fyrstu tölublöðum Bókasafnsins. Þá taka við þrjú viðtöl um framtíð starfs okkar. Ritnefnd leitaði eftir greinum um niður- stöður meistaraverkefna og birtist ein slík hér um þjónustukönnun í bókasafni M enntavísindasviðs H.Í. Nokkrar breytingar eru að verða á hlutverki almennningsbókasafna og hér eru fi mm greinar um slíkar breytingar, fj órar um breytingar og ný- mæli í Borgarbókasafni og ein um Ljósmyndasafn Akraness. Breytingar urðu á Gegni og leitir.is, sem gerð eru skil. Af vett- vangi kjarabaráttu eru greinar um dóm er varðar starfsréttindi og grein um starfsemi SBU. Horft er til mögulegrar framtíð- ar með grein um starfsemi í sýndarveruleika. Þá er grein um blogg á sviði upplýsingafræði. Sex greinar fj alla um ráðstefnur og heimsóknir, ein um stóra alþjóðlega ráðstefnu sem var haldin hér á landi á sviði skjalastjórnunar og fi mm um ráðstefnur á Norðulöndunum og heimsóknir þangað. Að lokum er minningargrein um Helgu Jónsdóttur, sem starfaði í MK. Finnist einhverjum vanta umfj öllun um ákveðin svið er fátt að gera nema að setja sig í samband við ritnefnd og senda inn grein. Bókasafnið, 40. árgangur

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.