Bókasafnið - 01.06.2016, Page 6
6 Bókasafnið 40. árg – 2016
Að beiðni ritnefndar Bókasafnsins fór ég að rifj a upp hvernig það bar að höndum að út var gefi ð tímarit með þessu nafni og ritstjórnarár mín 1973 til
1975. Aðdragandinn var sá að bókafulltrúi ríkisins Stefán
Júlíusson hafði gefi ð út eitt hefti undir nafninu Bókasafns-
tíðindi fyrir sitt fólk og Kristín H. Pétursdóttir hafði gefi ð
út blað um sama efni en hún var þá orðin atkvæðamikil
meðal bókavarða. Þá var mikill áhugi fyrir því að efl a
bókasöfn í landinu og talsverður metingur milla manna og
hagsmunahópa.
Ég hafði nýlega hafi ð störf sem lausamaður við Háskóla-
bókasafnið og var í góðu vinfengi við ýmsa þeirra sem
létu sig þessi mál varða, meðal annars Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur og Guðrúnu Karlsdóttur. Það hefur kannski
verið þess vegna að þeir Ólafur Pálmason og Einar Sigurðs-
son komu að máli við mig og báðu mig að ritstýra blaði sem
þeir vildu hleypa af stokkunum. Höfðu þeir fengið bóka-
fulltrúa ríkisins til að fallast á tillöguna en Ólafur Pálmason
var formaður Bókavarðafélags Íslands. Ég hafði nokkurn
áhuga á því þá strax að vinna að ritstörfum og svo hélt ég að
þetta yrði mér til framdráttar ef vel tækist til svo ég féllst á
tilmælin.
Ég leit svo á að þetta væri samstarfsverkefni bókafulltrúa,
bókavarðafélagsins og Háskóla- og Landsbókasafns svo
að þetta ætti að geta gengið en þegar til kom var áhugi á
málinu lítill. Ritnefnd var þó sett á laggirnar en hún var
aðgerðalítil. Við fórum nú samt að hanna blaðið og fengum
Torfa Jónsson myndlistamann til að teikna forsíðu. Hún
var svolítið frumleg en hefði mátt útfæra hana betur. Prent-
smiðjan Hólar prentaði blaðið.
Fyrsta hefti kom út 1974 og var þá heilmikil bókavarðaráð-
stefna svo blaðið fékk nokkra kynningu. Í sjálfu sér tókst
það ekki illa miðað við að ég kunni lítið og fékk litla hjálp
frá ritnefnd. Það er heimild um ýmislegt sem var að gerast
á þessu sviði og hugvekjur um bókasöfn. Þarna er skýrt
frá því að Ólafur Pálmason léti af formennsku bókavarða-
félagsins en Þórdís Þorvaldsdóttir var kosin í hans stað. Var
óheppilegt fyrir blaðið að Ólafur skyldi hætta því hann átti
hugmyndina að því að gefa það út. Í lítilli frétt er sagt frá
því að stofnað hefði verið Félag bóksafnsfræðinga þ. 10.
nóvember 1973. Hefði verið upphafl ega gert ráð fyrir að
það yrði deild inna Bókavarðafélags Íslands en frá því horf-
ið. Stofnendur hefðu verið 15 en félagsmenn væru nú 18.
Annað hefti kom út síðar á árinu og var það að fl estra áliti
ágætt. Elfa Björk Gunnarsdóttir hjálpaði til við blaðið. Í
því var skemmtilegt viðtal við Björn Sigfússon og frásagnir
af ýmsum nýjungum. Þar var viðtal við bókasafnsfræðing
nokkurn, D.J. Foskett um hvernig ætti að haga því námi
hér á landi. Var því miður ekki farið eftir tillögum hans. Í
þessu hefti var töluvert um fréttir og er því heimild um það
sem var á gerast á þessu sviði 1974-75. Nú fór að brydda á
verulegum fj árhagserfi ðleikum þar sem útgefendurnir vildu
ekki standa við loforð sín. Þá vildu bókaverðir og bókasöfn
ekki kaupa blaðið. Varð ég sjálfur að skrifa upp á víxla til
að standa í skilum við prentsmiðjuna svo það hlaut að líða
undir lok.
Þó kom út eitt hefti í viðbót 1975. Var það síðra en heftið á
undan. Þó var skemmtilegt viðtal við Stefaníu Eiríksdóttur
á Akranesi og fréttir um skráningarmiðstöð bókasafna og
fl eira. Þegar hér var komið sögu sá ég að ekki var grund-
völlur fyrir þessari starfsemi og sagði bókvarðafélaginu það.
Prentkostnaður hafði hækkað svo fj ármálin voru enn erfi ð-
ari en áður. Held ég að það sé fátítt að ritstjóri slíks blaðs sé
látinn bera ábyrgð á fj ármálunum.
Þegar ég lít til baka verð ég að viðurkenna að ég lærði
ýmislegt af þessu sem kom mér síðar vel en ég fór að leggja
fyrir mig ritstörf og útgáfu bóka og tímarita. Ég fékk að
vinna þetta í vinnutímanum en ég var lausráðinn svo ég
man ekki hvort það skipti máli. Ég taldi að þeir sem réðu
mig til starfa hefðu brugðist mér og fer ég ekki ofan af því
þegar ég lít til baka.
Hvernig tímaritið
Bókasafnið hljóp af
stokkunum
Páll Skúlason er lögfræðingur og fyrrverandi bókavörður.