Bókasafnið - 01.06.2016, Page 10
10 Bókasafnið 40. árg – 2016
Útdráttur
Fjallað er um þjónustukönnun fyrir bókasafn Menntavís-
indasviðs Háskóla Íslands. Markmiðið var að komast að því
hversu ánægðir nemendur sviðsins eru með þjónustu safns-
ins. Notuð var megindleg aðferðafræði og var rafræn könn-
un send til allra nemenda á sviðinu. Alls bárust 375 svör.
Almennt voru notendur safnsins ánægðir með þjónustu
þess. Mest var ánægjan með upplýsingaþjónustu og viðmót
starfsfólks og safnkost en minnst með aðstöðuna á safninu.
Konur voru ánægðari en karlar með netviðmót og safnkost
safnsins. Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild var
óánægðari með safnkostinn en Uppeldis- og menntunar-
fræðideild og Kennaradeild. Einnig er Íþrótta-, tómstunda-
og þroskaþjálfadeild óánægðari en Kennaradeild með af-
greiðslutíma. Uppeldis- og menntunarfræðideild er
ánægðari með netviðmót safnsins en Íþrótta-, tómstunda-
og þroskaþjálfadeild. Nemendur í framhaldsnámi eru
ánægðari með aðstöðu en grunnnemendur og hér mælist
einnig munur á heildarskori ánægju þar sem framhaldsnem-
ar eru ánægðari.
Inngangur
Greinin fjallar um rannsókn sem unnin var sem lokaverk-
efni í MLIS námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Há-
skóla Íslands. Gerð var þjónustukönnun fyrir bókasafn
Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem lögð var fyrir
nemendur sviðsins. Þótt safnið sé starfrækt á tveimur starfs-
stöðvum, Stakkahlíð og Laugarvatni er hér lögð áhersla á
Stakkahlíð þar sem mjög lítill hluti þátttakenda í rannsókn-
inni svaraði könnuninni út frá því að þeirra aðalsafn væri á
Laugarvatni.
Að ná til notenda
Aukið framboð á upplýsingaveitum, einkum þegar kemur að
internetinu, gerir það að verkum að auðveldara er fyrir fólk
að leita annað en til bókasafna eftir upplýsingum. Það er því
nauðsynlegt fyrir háskólabókasöfn að viðskiptavinir þeirra
séu ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá þar, að öðrum
kosti er hætt við að þeir láti hjá líða að nota hana. Upp úr
1990 hafa bókasöfn brugðist við með því að horfa til þeirra
aðferða sem eru við lýði í þjónustumiðuðum fyrirtækjum til
að bæta þjónustu sína (Alire og Evans, 2010).
Markaður fyrir bókasöfn hefur breyst umtalsvert og kröfur
notenda samfara því. Með aukinni tækni og netvæðingu
hafa rannsakendur í vaxandi mæli kosið að birta niðurstöður
sínar á samfélagslega tengdum miðlum. Ein af afleiðingum
þess er sú að bókasöfn hafa fengið samkeppni um hlutverk
sitt sem upplýsingaveita. Þessi þróun hefur gert það að
verkum að námsmönnum og fræðimönnum er gert kleift að
sneiða hjá bókasöfnum þegar kemur að öflun upplýsinga og
heimilda (Ross og Sennyey, 2008). Sem dæmi má nefna að
könnun við háskólabókasafn Háskólans á Möltu, sem fram-
kvæmd var á árunum 2003 til 2004, leiddi í ljós að starfsfólk
háskólans hafði aðgang að upplýsingaveitum sem þóttu
skilvirkari en háskólabókasafnið. Háskólabókasafnið var því
ekki lengur miðlæg upplýsingamiðstöð fyrir háskólasamfé-
lagið (Broady-Preston og Felice, 2006) en það hlýtur að
vera staða sem öll háskólabókasöfn vilja forðast.
Kennsla í upplýsingalæsi er sérstaklega mikilvægur þáttur í
starfsemi háskólabókasafna. Vegna þess að nemendur eru
almennt vel kunnugir tölvutækni og internetinu telja þeir
sig gjarnan vera vel færa í upplýsingalæsi. Sú er samt sem
áður ekki endilega raunin og því er kennsla á þessu sviði
nauðsynleg (Chen og Lin, 2011). Þegar kemur að því að
velja upplýsingaveitur eru kröfur gerðar um skilvirkni, ein-
faldleika og gagnsæi og helst með grípandi og snjallri
markaðssetningu. Þessar kröfur gera það að verkum að oft
eru rafrænar heimildir, sem auðvelt er að nálgast, teknar
fram yfir prentaðar heimildir af betri gæðum. Aðgengi er
sett í fyrsta sæti á kostnað gæða (Ross og Sennyey, 2008).
Þetta ætti ekki aðeins að vera áhyggjuefni fyrir bókasöfn
heldur einnig fyrir háskólana sem starfrækja þau, því gæði
þeirra heimilda sem nemendur nota hafa áhrif á og endur-
spegla námið.
Bókasafn Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands – Þjónustukönnun
Eyrún Sigurðardóttir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, MA gráðu í auglýsingagerð (MA of
Advertising) frá Queensland University of Technology og MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá
Háskóla Íslands. Hún starfar nú sem sérfræðingur hjá Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands).
Ágústa Pálsdóttir er með doktorsgráðu í upplýsingafræði frá Åbo Akademi University í Finnlandi.
Hún starfar sem prófessor við námsbraut í upplýsingafræði við Háskóla Íslands.