Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 13
Bókasafnið 40. árg – 2016 13
Athugasemd við töflu: Meðaltöl eru breiðletruð þar sem marktækur munur kom fram við p <0,05.
Þegar ánægja er skoðuð út frá deildum (sjá í töflu 3) sést
að munur er á ánægju á þremur þáttum, afgreiðslutíma
F(2,252)=3,954, p <0,05, netviðmóti F(2,185)=3,334, p<0,05
og safnkosti F(2,271)=4,481, p <0,05. Hvað varðar af-
greiðslutíma er marktækur munur milli Íþrótta-, tómstunda-
og þroskaþjálfadeildar og Kennaradeildar þar sem nemendur
Kennaradeildar eru ánægðari. Þegar kemur að netviðmóti er
munur á milli Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar og
Uppeldis- og menntunarfræðideildar en þar er Uppeldis- og
menntunarfræðideild ánægðari. Í tilfelli safnkosts er munur á
milli Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar og Upp-
eldis- og menntunarfræðideildar, og Íþrótta-, tómstunda- og
þroskaþjálfadeildar og Kennaradeildar en ekki á milli Upp-
eldis- og menntunarfræðideildar og Kennaradeildar. Þar sem
munurinn liggur er það í báðum tilfellum Íþrótta-, tóm-
stunda- og þroskaþjálfadeild sem er óánægðari með safn-
kostinn en hinar tvær deildirnar. Ekki er marktækur munur
milli deilda þegar heildarskor ánægju er skoðað. Í töflu 3 má
sjá meðaltal og staðalfrávik ánægju eftir deild.
Tafla 3. Ánægja nemenda með þjónustusvið safnsins eftir deild.
Athugasemd við töflu: Meðaltöl eru breiðletruð þar sem
marktækur munur kom fram við p <0,05.
Ef borin er saman ánægja á þjónustusviðunum eftir náms-
stigi, grunnstigi og framhaldsstigi (sjá í töflu 4), kemur í ljós
að aðeins er marktækur munur á ánægju með aðstöðu
t(236)= -3,505, p <0,05. Ef litið er til þessara hópa á heildar-
skori ánægju er munurinn einnig marktækur t(303)=-2,738,
p <0,05. Þeir sem eru í framhaldsnámi eru ánægðari með að-
stöðu safnsins en þeir sem eru í grunnnámi.
Karlar Konur
Fjöldi M SF Fjöldi M SF
Þjónustusvið
Afgreiðslutími 43 3,69 0,86 215 3,71 0,88
Netviðmót 31 3,50 0,77 155 3,91 0,76
Safnkostur 37 3,60 0,63 234 4,04 0,79
Aðstaða 38 3,72 0,71 195 3,65 0,80
Upplýsingaþjónusta og viðmót starfsfólks 28 4,05 1,05 165 4,19 0,89
Aðgangur að safnkosti 21 3,86 0,64 109 3,77 0,71
Meðalskor allra þjónustuþátta 48 3,80 0,69 255 3,94 0,65
Ánægja almennt (sp 12) 54 4,32 0,67 269 4,42 0,66
Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Kennaradeild
Uppeldis- og
menntunarfræðideild
Fjöldi M SF Fjöldi M SF Fjöldi M SF
Þjónustusvið
Afgreiðslutími 53 3,39 0,77 127 3,78 0,88 75 3,72 0,86
Netviðmót 44 3,59 0,77 91 3,85 0,80 54 3,99 0,70
Safnkostur 60 3,70 0,82 135 4,05 0,77 80 4,04 0,77
Aðstaða 63 3,50 0,85 111 3,67 0,81 67 3,74 0,75
Upplýsingaþjónusta og viðmót starfsfólks 44 4,03 0,81 94 4,21 0,91 59 4,22 0,93
Aðgangur að safnkosti 35 3,80 0,83 61 3,78 0,61 37 3,78 0,76
Meðalskor allra þjónustuþátta 71 3,78 0,56 152 3,95 0,66 86 3,96 0,70
Ánægja almennt (sp 12) 74 4,43 0,65 164 4,40 0,67 88 4,43 0,64
Tafla 2. Ánægja nemenda með þjónustusvið safnsins eftir kyni.