Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 15

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 15
Bókasafnið 40. árg – 2016 15 Þegar spurt var út í almenna ánægju með safnið var útkom- an mjög jákvæð þar sem langflestir voru ánægðir með safnið og aðeins þrír þátttakendur voru óánægðir. Það er að sjálf- sögðu góð niðurstaða fyrir bókasafnið að svo margir séu ánægðir með þjónustu þess almennt. Hins vegar ætti kannski að taka þessum jákvæðu niðurstöðum með fyrir- vara. Svörun getur haft áhrif á niðurstöðurnar, til dæmis gæti verið að þeir sem eru ánægðir séu líklegri til að svara könnuninni en aðrir. Einnig væri áhugavert að fá frekari svör frá þeim sem voru óánægðir um það hvers vegna þeir eru óánægðir með þjón- ustu safnsins. Þegar ánægja er skoðuð út frá hinum sex þjónustusviðum sem tekin voru saman kemur í ljós að að- staða fær lægst skor, afgreiðslutími næst lægst en upplýs- ingaþjónusta og viðmót starfsfólks fær hæst skor. Í ljós kom að konur eru ánægðari en karlar með netviðmót safnsins og safnkostinn en ekki var munur á meðalskori allra þjónustuþátta. Erfitt er að átta sig á hvað gerir það að verkum að konur eru ánægðari með þessi þjónustusvið en karlar. Á þremur þjónustusviðum er munur á milli deilda og athyglisvert er að í öllum tilfellum er það Íþrótta-, tóm- stunda- og þroskaþjálfadeild sem er óánægðari en önnur eða báðar hinar deildirnar. Munur mældist á afgreiðslutíma, netviðmóti og safnkosti. Þrátt fyrir þetta kom ekki fram munur á meðalskori allra þjónustuþátta. Athyglisvert væri að komast að því hvað gerir það að verkum að nemar Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar eru óánægðari en aðrar deildir með þessi þjónustusvið. Gæti verið að þjón- usta við þessa deild sé hreinlega slakari á þessum sviðum en við hinar deildirnar? Eða er eitthvað annað sem getur skýrt þennan mun? Ef ánægja nemenda er skoðuð eftir námsstigi eru þeir sem eru á framhaldsstigi í námi ánægðari með safnið en þeir sem eru á grunnstigi. Þetta er ekki í samræmi við rannsókn Balog og Plascak (2012) þar sem ánægja nemenda á grunn- og framhaldsstigi var svipuð. Hvað liggur að baki því að ánægjan er mismunandi á milli þessara hópa hér er ekki gott að segja og þarfnast frekari rannsóknar ef botn á að fást í það. Þótt almennt hafi ánægja nemenda verið frekar mikil er samt sem áður mikilvægt að kafa dýpra í málið en varasamt getur verið að láta staðar numið og segja að engra breytinga eða úrbóta sé þörf. Halda ætti áfram að kanna þjónustu safnsins til að hægt sé að fylgja eftir breytingum í umhverf- inu og kröfum sem gerðar eru. Umhverfi bókasafna er sí- breytilegt þar sem aukin samkeppni og fjölbreyttari miðlar, einkum og sér í lagi í rafrænu umhverfi upplýsinga, hafa áhrif á kröfur viðskiptavina. Ekki ætti að vanmeta mikilvægi ánægju viðskiptavina því óánægðir viðskiptavinir leita annað eftir þeirri þjónustu sem þeir hafa þörf fyrir (Hernon o.fl., 1999) jafnvel þegar um bókasafn er að ræða. Heimildir Alire, C. A. og Evans, G. E. (2010). Academic librarianship. New York: Neal-Schuman Publishers. Ársskýrsla bókasafns Menntavísindasviðs 2013. Háskóli Íslands. Sótt 15. nóvember 2014 af http://bokasafn.hi.is/sites/bokasafn.hi.is/ files/skjol/Ymislegt/arsskyrsla2013_bokasafnmvs_vefur.pdf Babalhavaeji, F., Isfandyari-Moghaddam, A., Seyed Vahid, A. og Shakooii, A. (2010). Quality assessment of academic libraries› per- formance with a special reference to information technology-based services. The Electronic Library, 28(4), 592-621. doi:10.1108/02640471011065409 Balog, K. P. og Plascak, B. (2012). Customer satisfaction at the Fa- culty of Philosophy Library in Osijek, Croatia. Performance Measure- ment and Metrics, 13(2), 74-91. doi:10.1108/14678041211241305 Bókasafn. (2012). Bókasafn Menntavísindasviðs. Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands: Notendafræðsla. (2014, 2. júlí). Sótt 15. nóvember 2014 af http://bokasafn.hi.is/not- endafraedsla Bókasafnalög nr. 150/2012. Broady-Preston, J. og Felice, J. (2006). Customers, relationships and libraries: University of Malta - a case study. Aslib Proceedings, 58(6), 525-536. doi:10.1108/00012530610713605 Chen, K., & Pei-chun, L. (2011). Information literacy in university library user education. Aslib Proceedings, 63(4), 399-418. doi:10.1108/00012531111148967 Citti, A., Politi, A., Sabattini, F. og Semenzato, C. (2012). User sat- isfaction surveys as decision making resources at the University of Bo- logna. Library Management, 33(3), 142-150. doi:10.1108/01435121211217027 Condic, K. (2004). Student preferences for purchase given limited library budgets. Collection Building, 23(1), 5-12. doi:10.1108/01604950410514686 Gunnhildur Kr. Björnsdóttir. (2011). Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Skíma, 34(1). Sótt 28. október 2013 af http://www. modurmal.is/skima/19/67-bokasafn-menntavisindasvies-haskola-is- lands Hakala, U. og Nygrén, U. (2010). Customer satisfaction and the strategic role of university libraries. International Journal of Consumer Studies, 34(2), 204-211. doi:10.1111/j.1470-6431.2009.00834.x Hernon, P., Nitecki, D. A. og Altman, E. (1999). Service quality and customer satisfaction: An assessment and future directions. The Journal of Academic Librarianship, 25(1), 9-17. doi:10.1016/S0099- 1333(99)80170-0 Information Literacy Competency Standards for Higher Education. (2000). Sótt 17. nóvember 2014 af http://www.ala.org/acrl/standards/ informationliteracycompetency Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. (2013). Bókasafnalög 2012 - eitt bókasafnakerfi. Bókasafnið, 37, 15-17. Nejati, M. og Nejati, M. (2008). Service quality at University of Te- hran Central Library. Library Management, 29(6/7), 571-582. doi:10.1108/01435120810894563 Ross, L. og Sennyey, P. (2008). The library is dead, long live the li- brary! The practice of academic librarianship and the digital revolu- tion. The Journal of Academic Librarianship, 34(2), 145-152. doi:10.1016/j.acalib.2007.12.006 Sackers, N., Secomb, B. og Hulett, H. (2008). How well do you know your clients?: International students’ preferences for learning about library services. Australian Academic & Research Libraries, 39(1), 38-55. doi:10.1080/00048623.2008.10721323 Þórhildur S. Sigurðardóttir. (2009). Um bókasafn Menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands. Bókasafnið, 33, 38-40. Van House, N. A., Weil, B. T. og McClure, C. R. (1990). Measuring academic library performance : a practical approach. Chicago ; London: American Library Association.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.