Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 17

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 17
Bókasafnið 40. árg – 2016 17 Þekkingarveita í allra þágu • Hvar.is • Íslensk útgáfuskrá – þjóðbókaskrá • Ritstjórn bókfræðigrunns Gegnis • Handbók skrásetjara Gegnis • Lykilskrá – íslensk efnisorð og mannanöfn • Landsáskrift að Vef-Dewey • Millisafnalán • Ráðgjöf og samstarf Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er forystusafn íslenskra bókasafna og skal stuðla að samstarfi, samræmingu og þróun starfshátta þeirra og veita þeim faglega ráðgjöf. Árið 2013 hlaut Ljóðaslammið sérstaka viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu og var það mikið fagnaðarefni. Allt starf á bókasafninu miðar auðvitað að því að rækta bóklestur og hvetja til hans á allsslags hátt og halda með því tungu- málinu lifandi og spræku. Þessi viðurkenning var ótvíræð hvatning fyrir þann einlæga brotavilja starfsfólks að gera allt sem hægt er til að opna augu ungs fólks fyrir möguleikum tungumálsins og þeirri gleði sem felst í því að finna orðum sínum farveg. Ljóðaslammið hefur verið árviss viðburður síðan 2008 og er jafnframt einn af stærstu og viðamestu viðburðum safnsins. Allt frá upphafi hefur slammið einkennst af gleði og metn- aði ungra þátttakenda og aðstandenda þeirra og við höfum sömuleiðis lagt allan okkar metnað í að gera þetta sem best úr garði. Borgarbókasafnið er fullkominn staður fyrir viðburði af þessu tagi, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka menntun og hæfileika og saman hefur þetta fólk smíðað umgjörð sem ætluð er tilraunastarfsemi og leikgleði. Það er fagnaðarefni að sjá að margir af þátttakendum okkar hafa haldið áfram á braut ljóðs og lista, meðal þeirra má nefna ungu skáldkonuna Ástu Fanneyju og tónlistar/gjörn- ingahópana NYIÞ og Kæluna miklu.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.