Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 20
20 Bókasafnið 40. árg – 2016
Flestir leiðarvísanna sem komnir eru á netið tengjast ein-
stökum námsbrautum Háskóla Íslands, svipað og í „Fræði-
greinin þín“ sem verið hefur á aðalvef safnsins um árabil.
Þar er að fi nna almennar upplýsingar um safnið, hvernig
fi nna má bækur og tímarit, tímaritsgreinar og gagnasöfn,
uppsláttarrit og spennandi vefi sem tengjast viðkomandi
fagi og einnig síður um heimildaskráningu, ritun, forrit og
staðla. Þessir leiðarvísar eða áttavitar eru einnig hugsaðir
sem stuðningur við safnkynningar svo og staður til að rifj a
upp það sem þar fór fram, sem upplýsingagátt um heim-
ildaleit og verkefnavinnu og jafnvel leið til sjálfsnáms í
upplýsingalæsi.
Aðrir leiðarvísar eru t.d. um Alþingistíðindi, millisafnalán
og landsaðgang að rafrænum áskriftum og enn aðrir um
þjónustu og gagnasöfn einstakra stofnana sem við erum í
tengslum við s.s. OECD, ILO, Alþjóðavinnumálastofn-
unina, og fl eiri eru í undirbúningi. Frekari þróun viðmóts
og mótun stefnu út frá fenginni reynslu er einnig í fullum
gangi.
Meginmarkmið Áttavitans er að bæta sýnileika safnkosts
og auka notkun mikilvægra gagna sem aðgangur er að. Í
nýlega sameinuðu þjónustuborði útlána og upplýsinga-
þjónustu og í návígi við nýbyrjaða þjónustu ritvera háskól-
ans í Þjóðarbókhlöðu bindum, við vonir við að geta gert
Áttavitann að öfl ugum upphafsstað fyrir upplýsingaöfl un
og verkefnavinnu.
Tilgangurinn með þessum pistli er að vekja athygli á Áttavitanum, nýlegum safnfræðsluvef Lands-bókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Kynningar og safnfræðsla eiga sér um fj ögurra áratuga
langa sögu í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
og fyrrum Háskólabókasafni. Í fyrstu voru kynningarnar í
formi skoðunarferða og fyrirlestra, leiðarvísa og bæklinga,
að talskyggnunum ógleymdum. Síðan kom kennsla með
verkefnagerð, myndböndum, glærukynningum, svo og
fræðsluefni á vefj um safnsins eftir að Internetið kom til
sögunnar auk kynninga og frétta með tölvupósti og á sam-
félagsmiðlum. Rauði þráður kynningarstarfsins hefur ávallt
verið að miðla, vekja athygli og áhuga á því sem safnið
hefur upp á að bjóða, auk þess að leiða notendur í átt að
upplýsingalæsi og til sjálfstæðis í öfl un þekkingar.
Í hringiðu tækniþróunar síðustu áratuga og með auknu
aðgengi að hvers konar gögnum á rafrænu formi, öfl ugum
leitarvélum og aragrúa samskiptaleiða, hefur þörf notenda
fyrir leiðsögn og bókasafna fyrir vettvang sem gerir safn-
kostinn sýnilegri, kannski aldrei verið meiri.
Árið 2007 kom nýtt vefumsjónarkerfi , LibGuides, fram á
sjónarsviðið í Bandaríkjunum. Það var sérstaklega þróað
fyrir bókasöfn með það fyrir augum að gera starfsmönnum
þeirra kleift að halda utan um og útbúa kynningarefni á
einfaldan hátt. LibGuides náði á skömmum tíma mikilli
útbreiðslu, einkum í Bandaríkjunum, en er nú notað í um
4700 bókasöfnum í 78 löndum. Vorið 2014 var ákveðið að
slást í hópinn og nota LibGuides til að færa safnfræðslu-
efni, sem fyrir var á vef safnsins og í bæklingum, í nýjan
búning og gera það aðgengilegt á einum stað. Síðan höfum
við verið, og erum enn, að kynnast möguleikum kerfi sins
og gera tilraunir með útlit og framsetningu efnis. Þótt
uppbygging leiðarvísanna sé einföld eru möguleikar varð-
andi bæði útlit og innihald ómældir.
Fyrstu leiðarvísar safnsins fóru í loftið í september 2014
samhliða safnkynningum á haustmisseri og er þá að fi nna
undir fyrirsögninni „Áttavitinn“ sem er á áberandi stað á
heimasíðu safnsins. Áttavitinn opnast síðan á nýjum vef
sem sýnir bæði heildarlista útgefi nna leiðarvísa, sem eru
um 50 talsins þegar þetta er skrifað, og yfi rlit yfi r efnis-
fl okkana. Þeir helstu eru: þjónusta, félagsvísindi, heil-
brigðisvísindi, heimildaleit og skráning, hugvísindi, lög og
stjórnsýsla, rafræn gögn, stofnanir, verkfræði og náttúru-
vísindi, ásamt nokkrum leiðarvísum á ensku.
Áttavitinn
Halldóra Þorsteinsdóttir lauk námi í bókasafnsfræði frá l’École nationale supérieure
de bibliothécaires (ENSB) í Lyon, Frakklandi. Hún starfar sem deildarstjóri í
Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.