Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 22

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 22
22 Bókasafnið 40. árg – 2016 Síðustu mánuði hefur verið unnið að gerð nýs vefvið-móts fyrir gegnir.is hjá Landskerfi bókasafna hf. Það leit dagsins ljós 15. febrúar 2016. Notendum sem fara inn á slóðina gegnir.is er nú vísað áfram yfi r í nýja viðmótið sem er sjálfstæður hluti af leitir.is. Slóðin fyrir nýja vefi nn er leitir.is/gegnir. Auðvelt er að ferðast á milli vefviðmóta nýs gegnir.is og leitir.is og leita ýmist aðeins í Gegni eða í öllum þeim fj ölbreytta safnkosti sem er í leitir.is. Rétt er að taka fram að breytingin á einungis við um vef- viðmót Gegnis, það er gegnir.is, og tekur ekki til starfs- mannaaðgangs Gegnis. Markmið með nýjum vef Markmiðið með því að skipta um vefviðmót Gegnis er að bjóða upp á öfl ugan og nútímalegan vef. Gamli gegnir. is sem fylgdi með í kaupunum á bókasafnskerfi nu Gegni (Aleph) var barn síns tíma og hafði ekki verið þróaður í mörg ár. Landskerfi hafði af því nokkrar áhyggjur að sú staða gæti komið upp að vefurinn yrði ónothæfur í kjölfar uppfærslna á Gegni og taldi heppilegra að stýra því hvenær vefurinn færi úr almennri notkun. Þess ber einnig að geta að við kaup á hugbúnaðnum sem liggur að baki leitir.is (Primo) var hugsunin sú að sá vefur kæmi í stað gegnir.is og væri fyrsta skref í áttina að kaupum á nýju bókasafnskerfi framtíðarinnar. Vefumsjónarkerfi ð að baki leitir.is byggir á tækni sem býður upp á fj ölþætta leitar- og umsýslumögu- leika. Leitir.is var opnaður síðla árs 2011 og síðan þá hafa leitir.is og gegnir.is keyrt samhliða með tilheyrandi óhag- ræði varðandi reksturinn. Í kjölfar ábendinga frá notendum um að Gegnisgögnin myndu „týnast“ innan um erlendu gagnasöfnin í leitir.is var ákveðið að bjóða upp á leið til þess að leita einungis í gögnum bókasafnanna (Gegnir) ásamt því að bjóða upp á samleit í öllum gagnasöfnunum í leitir. is. Réttlætingin fyrir því að setja upp sérstakt vefviðmót í leitir.is fyrir Gegnisgögnin er að önnur íslensk gagnasöfn sem eru í leitir.is eiga einnig sína eigin vefi , dæmi um slíkt eru sarpur.is og Ljósmyndasafn Akraness. Því var nærtækast að gegnir.is yrði sjálfstæður hluti af leitir.is. Vegferðinni við þetta ferli verður lýst nánar hér á eftir. Framkvæmdin Verkefnið um nýtt vefviðmót á gegnir.is stóð yfi r í um níu mánuði eða frá júní 2015 fram til febrúar 2016. Það teygði anga sína víða og margir komu að vinnunni auk Lands- kerfi s bókasafna svo sem bókasöfnin sjálf, vefhönnuður og forritari auk kerfi sstjóra hjá hýsingarfyrirtæki. Upphafl ega hugmyndin var að bjóða upp á aðgang að Gegni í gegnum samleit í leitir.is. Þegar lengra leið kom fram hugmynd um að bjóða einnig upp á möguleikann á að leita aðeins í Gegnisgögnum. Nokkrar hugmyndir urðu til um útfærslu en eftir samráð við Alefl i og aðra sérfræðinga varð niður- staðan sú að gera það í gegnum sérstakan fl ipa í leitir.is. Með því að smella á fl ipann „Leit í Gegni“ í leitir.is getur notandi fært sig yfi r á Gegnishluta síðunnar sem hefur eigið útlit og er auðkennd með bláum lit. Vilji notandi leita samtímis í öllum þeim fj ölbreytta safnkosti sem er í leitir.is smellir hann á „Leit í leitir.is“ fl ipann. Græni liturinn verður áfram auðkennislitur leitir.is hlutans. Notaðir eru mis- munandi litir á vefhlutana til auðvelda notendum að átta sig á hvar þeir eru staddir. Þegar ákvörðun um leiðarkerfi lá fyrir var næsta skref að einangra Gegnisgögnin frá öðrum gagnasöfnum í leitir.is þannig að hægt væri að leita eingöngu í þeim. Í því sam- bandi þurfti að taka ýmsar ákvarðanir um útlit og aðgengi að upplýsingunum. Búa þurfti til undirsíður og skilaboð sem hentuðu nýju leitinni. Breyta þurfti reglum og still- ingum til samræmis við þessa nýju leit og sem dæmi má nefna að bjóða einungis upp á þær efnistegundir sem er að fi nna í Gegnisgögnunum í ítarlegu leitinni í stað allra efnis- tegundanna fyrir leit í öllu efni í leitir.is. Þrátt fyrir að gamli vefurinn sé ekki lengur aðgengilegur lifa áfram sértækar síður vegna skráningarumhverfi s Gegnis. Starfsfólk í skrán- ingu þarf til dæmis að hafa aðgang að fullri færslu í gegnum biðlara MARC-færslu (úr fullri færslu í leitir.is) ásamt Nýtt vefviðmót á Gegni – gegnir.is og leitir.is í eina sæng Sveinbjörg Sveinsdóttir er menntuð sem rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands (CS) og Technische Hochschule Darmstadt (Dipl. Ing.). Hún er vottaður IPMA verkefnastjóri (B-vottun) og hefur lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún starfar sem framkvæmdastjóri Landskerfi s bókasafna hf. og jafnframt framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Sarps. Telma Rós Sigfúsdóttir er menntuð sem bókasafns- og upplýsingafræðingur (BA og Bibliotekar DB) frá Danmarks Biblioteksskole í Kaupmannahöfn og kennari (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Hún starfar sem vefstjóri hjá Landskerfi bókasafna hf. og hefur umsjón með safnagáttinni leitir.is.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.