Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 24
24 Bókasafnið 40. árg – 2016
Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur síðastliðin 8 ár starfað með yfi rlýsta stefnu IFLA/UNESCO um fj ölmenningarleg bókasöfn að leiðar-
ljósi. Í starfi nu er lögð sérstök áhersla á að
samspil milli fj ölbreyttra menningarheima og
tungumála auðgi mannlíf borgarinnar. Allir
eiga sér sína sögu hvaðan sem þeir koma. Í
fj ölmenningarlegu samfélagi er það sameig-
inlegt verkefni að fl étta saman þessar sögur
og búa til nýjar í sameiningu. Bókasöfn eru
miðstöðvar mannlífs og menningar og þess
vegna augljós vettvangur fyrir starfsemi sem
sameinar fólk. Meðal fj ölmenningarlegra verk-
efna Borgarbókasafnsins eru Café Lingua – lif-
andi tungumál, Menningarmót, Söguhringur kvenna
og Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafninu.
Fjölbreytt tungumál
Eitt af þeim atriðum sem er að fi nna í stefnu IFLA á sviði
fj ölmenningarlegra bókasafna tengist mikilvægi þess að bera
virðingu fyrir fj ölbreyttum móðurmálum og leiða saman
menningarheima.
Það má segja að tungumál gefi okkur rætur og vængi,
hvort sem um er að ræða móðurmál eða önnur mál sem við
tileinkum okkur. Í móðurmálinu fi nnum við rætur sjálfs-
myndarinnar og þau erlendu mál sem við lærum gefa okkur
vængi og skapa meðal annars tengsl okkar og samskipti
við umheiminn. En svo er líka hægt að hugsa þetta á hinn
veginn, að ný tungumál gefi okkur nýjar rætur á meðan góð
tök á móðurmálinu setji hugann á fl ug. Tungumálin eru því
lífl ína okkar allra og tengsl við umheiminn. Nokkrir
fastir dagskrárliðir í fj ölmenningarstarfi okkar á
bókasafninu eru Evrópski tungumáladagurinn í
september og Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
sem við höldum hátíðlegan í febrúar á ári
hverju. Slíkir hátíðisdagar veita kærkomið
tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi
tungumála ásamt tungumálaforða fj öl-
tyngdra borgarbúa. Það er stefna Borgar-
bókasafnsins að hlúa ekki aðeins að fj öl-
breyttum tungumálum borgarbúa á hinum
alþjóðlegu dögum heldur vinna markvisst að
því í samstarfi við ýmsa aðila að varpa ljósi á ríki-
dæmi fj öltyngis og mikilvægi þess í almennu starfi
safnsins. Bókasöfnin og menntakerfi ð geta auðveldlega
unnið saman að því verkefni og eru Café Lingua – lifandi
tungumál og Menningarmót nokkur dæmi um það.
Café Lingua – lifandi tungumál
Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á
vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í sam-
félaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau
tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva
að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja for-
vitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua
er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima
og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efl a tungumála-
kunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu
tungumálum.
Café Lingua fer fram víða um borgina og er meðal annars
unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur, Norræna húsið, Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO, félög og einstaklinga. Verkefnið fór af stað árið
2012 og hafa fj ölmörg tungumál verið kynnt í gegnum tón-
list, bókmenntir, frásagnir og skapandi miðlun. Stundum er
eitt tungumál á dagskrá – á öðrum tímum, eins og á hinum
svokölluðu tungumálastefnumótum er hægt að kynna sér
mörg tungumál í einu. Hægt er að fylgjast með í hópnum
Café Lingua – lifandi tungumál á Facebook, þar sem hátt í
þúsund manns hafa nú þegar skráð sig.
Rætur og vængir
– Fjölmenningarlegt starf á Borgarbókasafninu
Markmið fj ölmenningarstarfs Borgarbókasafns:
• stuðla að gagnkvæmri félagslegri aðlögun,
skilningi og virðingu
• skapa vettvang fyrir menningar – og tungumála-
miðlun
• auka færni innfl ytjenda í íslensku
• nota menningu og listir til að efl a tengsl milli allra
Reykvíkinga
• að bókasafnsheimsókn verði mikilvægur þáttur í
daglegu lífi innfl ytjenda
• rjúfa einangrun og efl a samhygð með náunganum
Kristín R. Vilhjálmsdóttir er með kennaramenntun frá Silkeborg Seminarium 1998 og stundar MA-nám í hagnýtri
menningarmiðlun. Hún starfar sem verkefnastjóri fj ölmenningar hjá Borgarbókasafninu.