Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 25
Bókasafnið 40. árg – 2016 25
Þar sem margbreytileikinn lifir
Menningarmót – fljúgandi teppi er þverfagleg kennsluað-
ferð sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á styrkleika
og fjölbreytta menningarheima þátttakenda. Menningar-
mót má útfæra með mörgum námsgreinum og námssviðum
og oft tengjast þau vinnu með sjálfsmynd barna, skapandi
greinar, lífsleikni og íslensku- og tungumálakennslu. Verk-
efnið höfðar einnig til ungmenna og fullorðinna. Lykilatriði
við útfærslu Menningarmóts, sem og í öðrum fjölmenn-
ingarlegum verkefnum Borgarbókasafnsins, er að litið sé
á hugtakið fjölmenningu í víðum skilningi – eitthvað sem
varðar alla, ekki einungis ákveðna hópa. Áhersla er lögð á að
hver og einn kynni sín áhugamál og menningu og þarf ekki
endilega að tengjast þjóðmenningu. Menningarmótin hafa
verið notuð með góðum árangri í kennslu bæði í Danmörku
og á Íslandi undanfarin 12-15 ár og eru sjö skólar í Reykja-
vík orðnir formlegir Menningarmótsskólar. Verkefnastjóri
fjölmenningar á Borgarbókasafni er höfundur verkefnisins
og hefur útbúið heimasíðu með leiðbeiningum fyrir kennara
og aðra áhugasama: www.menningarmot.is
Verkefnið er, eins og Café Lingua – lifandi tungumál, dæmi
um starfsemi sem nær út fyrir veggi bókasafnanna og hvetur
til þverfaglegs samstarfs. Tvær ritgerðir fjalla um verkefnið:
„Þar sem margbreytileikinn lifir“, MS ritgerð eftir Hildi
Hrönn Oddsdóttur og „Gagnrýni og von“, lokaverkefni
Oddnýjar Sturludóttur til B.Ed.-prófs.
Sögum fjölgar á Íslandskortinu
Til viðbótar við ofangreind verkefni má nefna Söguhring
kvenna sem er öflugt samstarf Borgarbókasafnsins við
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögu-
hringurinn var stofnaður í nóvember 2008 og er ætlaður
öllum konum sem hafa áhuga á notalegri samveru sem
byggir meðal annars á því að deila menningarlegum bak-
grunni sínum með öðrum. Markmið Söguhringsins er að
skapa vettvang þar sem konur af erlendum og íslenskum
uppruna skiptast á sögum og reynslu. Starfsemin felst
meðal annars í skapandi vinnu og að skapa tengsl milli
menningarheima og þekkingarsviða. Söguhringur kvenna
hefur útbúið þrjú listaverk; „Tölum saman“ skapað úr tölum
og hangir í Borgarbókasafninu Grófinni, „dot.com“ sem er
breytt og litríkt Reykjavíkurkort sem hangir í Ráðhúsinu og
er tákn borgarinnar um fjölmenningu og loks „Íslandskort
Söguhrings kvenna“, málverk sem sýnir persónuleg tákn 35
kvenna frá 18 löndum, búsettum á Íslandi. Verkið er unnið
með aðferð frumbyggja Ástrala sem byggir meðal annars á
því að margir vinni í sameiningu að því að skapa listaverk.
Myndin er hönnuð fyrir fyrirtækið Kaffitár sem hafði sam-
band við safnið til að fá listaverk skapað af Söguhringnum
til notkunar á kaffihúsum, kaffiumbúðum og annarri kynn-
ingu fyrirtækisins. Það má segja að þátttakendur hafi bók-
staflega sett sín spor á íslenskt landslag – og sporin ratað
víða um landið.
Launin sem Söguhringurinn fékk fyrir þessa listsköpun
hafa meðal annars farið í að halda opin leiklistarnámskeið
undir handleiðslu Helgu Arnalds og Aude Busson sem lauk
með tveimur leiklistargjörningum í Reykjavík. Starfið felst
ýmist í að hittast yfir kaffibolla í notalegu umhverfi bóka-
safnsins eða fara í vettvangsferðir, ýmist til að taka þátt í
skapandi smiðjum og námskeiðum eins og til dæmis núna á
vorönn 2016 þar sem trúðatækni og grunnatriði í teikningu
og myndbyggingu er í boði.
Gátt inn í samfélagið
Almenningsbókasöfn eru öllum opin og öllum er velkomið
að njóta þess sem þau hafa upp á að bjóða. Gestir geta
fengið tónlist, bækur og annað efni að láni frá öllum heims-
hornum eða notið þess á staðnum, lesið fréttir á netinu, litið
í dagblöðin sem liggja frammi, leitað að uppáhaldshöfund-
inum sínum og sest niður í næsta stól eða sófa, hvort sem
er einir með sjálfum sér eða með öðrum. Bókasöfnin eru
einstök gátt inn í samfélagið og þar blómstrar menning og
mannlíf. Með því að kynna söfnin vel fyrir til dæmis ís-
lenskunemendum, bjóða uppá heimanámsaðstoð (sjá www.
heilahristingur.is), efla þátttökumenningu, viðburði og fasta
liði í starfinu, sem skapa vettvang fyrir upplifun og samveru,
opnum við fjársjóð bókasafnsins fyrir sem flesta. Lykillinn
að fjölmenningarstarfi Borgarbókasafns er samstarf .
Sjá nánar www.borgarbokasafn.is