Bókasafnið - 01.06.2016, Side 26
26 Bókasafnið 40. árg – 2016
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, SBU, er sérstakt stéttarfélag þeirra sem lokið hafa grunn- eða framhaldsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði eða
sambærilegu námi frá erlendum háskólum. Félagið býður
einnig upp á nemaaðild fyrir einstaklinga sem lokið hafa
að minnsta kosti 60 einingum (ECTS) í upplýsingafræði.
Þótt bókasafns- og upplýsingafræðingar starfi á breiðu sviði
og eigi aðild að mörgum ólíkum stéttarfélögum er SBU
það stéttarfélag sem hefur fl esta bókasafns- og upplýsinga-
fræðinga innanborðs. Félagið hefur frá stofnun verið hluti af
Bandalagi háskólamanna, BHM, og tekur virkan þátt í starfi
samtakanna.
Hverjir eru í SBU?
Félagið var stofnað árið 1999 eftir að Félag bókasafns-
fræðinga og Bókavarðafélag Íslands voru sameinuð og
sú ákvörðun tekin að gera starfsemi Kjaradeildar Félags
bókasafnsfræðinga að sérstöku og sjálfstæðu stéttarfélagi.
Félagafj öldi SBU var þá um 100 manns. Félagið hefur vaxið
talsvert síðan þá, en árið 2007 voru félagsmenn 186 og í
janúar 2016 voru þeir orðnir 268.
Bókasafns- og upplýsingafræðingar hafa lengi tilheyrt þeim
hópi stétta sem teljast kvennastéttir og það endurspeglast í
tölum um félagsmenn SBU. Mikill meirihluti félagsmanna
eru konur, og karlar telja innan við 10%. Þetta hlutfall
hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár en þó hefur körlum
fj ölgað lítillega. Þeir voru um 7,5% félagsmanna árið 2007
og tæp 9% í janúar 2016.
Virkir félagsmenn eru á aldrinum 25-70 ára og er meðal-
aldur félagsmanna heldur hærri en fyrir BHM-félaga í
heild. Meðalaldur fer þó lækkandi. Hann var árið 2007
54,9 ár, en mældist 50,5 ár í janúar 2016. Ef menntun
félags manna er skoðuð kemur í ljós að um 75% félagsmanna
hafa bakkalárpróf eða sambærilega menntun og 25% eru
með meistaraprófsgráðu eða sambærilega menntun.
Stærstur hluti félagsmanna SBU er starfandi hjá ríki (35%),
Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum (47%) og um
18% félagsmanna er við störf hjá einkafyrirtækjum, sjálfs-
eignarstofnunum, félagasamtökum eða öðrum vinnuveit-
endum. Árið 2007 störfuðu um 38% félagsmanna hjá ríki,
53% hjá borg og sveitarfélögum og innan við 9% hjá öðrum
vinnuveitendum.
Stór hluti félagsmanna gegnir lögverndaða starfsheitinu í
starfi og kallar sig bókasafns- og upplýsingafræðing (28%),
bókasafnsfræðing (4%) eða upplýsingafræðing (6%). Ýmis
önnur starfsheiti eiga við um félagsmenn, svo sem for-
stöðumaður, sérfræðingur, skjalastjóri, deildarstjóri og
verkefnastjóri. Þessi fj ölbreytni í starfsheitafl órunni er von-
andi vísbending um að menntun í upplýsingafræði skili sér í
fj ölbreyttum möguleikum á vinnumarkaði.
Samkvæmt rannsóknum félagsins er ekki kynbundinn
launamunur innan stéttarinnar. SBU er hins vegar eitt
þeirra aðildarfélaga BHM sem ítrekað mælist með einna
lægstu launin, en kjarakannanir hafa sýnt fram á að meðal-
laun stéttarfélaga innan BHM fara lækkandi eftir því sem
hlutfall kvenna er hærra innan þeirra. Þetta endurspeglast
í niðurstöðum kjarakönnunar BHM 2015 þar sem aðeins
15% félagamanna SBU sögðust vera ánægðir með þau laun
Stéttarfélag bókasafns- og
upplýsingafræðinga
Hallfríður Kristjánsdóttir er MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði. Hún starfar sem
fagstjóri (íslenskrar skráningar og bókfræðistjórnar) á Landsbókasafni Íslands – Háskóla-
bókasafni. Auk þess situr hún í stjórn Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga.