Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 38
38 Bókasafnið 40. árg – 2016
Skyggnst yfi r pollinn
– Bókasöfn í Svíþjóð og Danmörku sótt heim
Auður M. Aðalsteinsdóttir
Bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands 2005.
Bókasafnsfræðingur í Kvennaskólanum í Reykjavík frá
árinu 2006.
Ása Þorkelsdóttir
Bókasafns og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands 1989.
Forstöðumaður bókasafns Borgarholtsskóla frá 2013.
Ásdís H. Hafstað
Bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands 1983.
Forstöðumaður bókasafns Menntaskólans við Hamrahlíð.
Ásgerður Sveinsdóttir
Íslenskufræðingur og Master í ritstjórn og útgáfu frá Háskóla
Íslands 2011.
Bókavörður og vefstjóri í Tækniskólanum frá 2010
Bókasafns- og upplýsingafræðingar í framhalds-skólunum, sem eru félagar í SBF (Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum), hittast
reglulega yfi r vetrartímann og ræða starfi ð í skólunum.
Hópurinn var lengi búinn að gæla við þá hugmynd að fara
saman í fræðsluferð til Norðurlandanna. Slík ferð var farin
til Skotlands haustið 2007 (til Glasgow og Edinborgar) og
löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Ákveðið var
að sækja um Erasmus+ styrk til Rannís til að fj ármagna
ferðina. Reglur varðandi styrkumsókn eru þannig að ein-
staklingar geta ekki sótt um styrk heldur þarf hver skóli að
gera það fyrir sína starfsmenn. Ekki eru alþjóðafulltrúar í
öllum skólum svo í nokkrum tilfellum þurftu félagsmenn
að sjá um þetta sjálfi r. Allt gekk að óskum og allir skólar
sem sóttu um styrk fyrir sitt fólk fengu jákvætt svar. Þátt-
takendur í ferðinni voru eftirfarandi 13 starfsmenn frá sjö
skólum á höfuðborgarsvæðinu sem standa sameiginlega
að greininni: Auður M. Aðalsteinsdóttir og Svanhildur
Agnarsdóttir, Kvennaskólinn, Ása Þorkelsdóttir, Borgar-
holtsskóli, Ásdís Hafstað og Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir,
Menntaskólinn við Hamrahlíð, Ásgerður Sveinsdóttir,
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, María Bjarkadóttir og Sigurlaug
Rósa Guðjónsdóttir, Tækniskólinn, Ingibjörg Jónsdóttir,
Menntaskólinn í Kópavogi, Kristín Björgvinsdóttir og Þóra
Kristín Sigvaldadóttir, Fjölbrautarskólinn við Ármúla og
Þórdís T. Þórarinsdóttir, Menntaskólinn við Sund.
Að mörgu er að hyggja þegar sótt er um styrk í Erasmus+.
Í fyrsta lagi þarf að ákveða hvert á að fara, hvað á að kynna
sér og hver á að vera ávinningur ferðarinnar. Hópurinn
skoðaði vefi ýmissa skóla í Malmö og Kaupmannahöfn
og síðan var haft samband við þá sem voru áhugaverðastir
og athugað hvort þeir vildu taka á móti okkur. Móttöku-
skólar hópsins voru þrír í Malmö og einn í Kaupmanna-
höfn. Einnig var haft samband við almenningsbókasafnið í
Malmö og það heimsótt ásamt aðalsafninu í Kaupmanna-
höfn, Svarta demantinum og Árnastofnun.
Þegar styrkurinn var í höfn og allir móttökuskólar búnir að
bjóða okkur velkomnar var okkur ekkert að vanbúnaði. Flug
og hótel voru pöntuð og allir gátu farið að hlakka til. Ferðin
var skipulögð 17. – 23. maí 2015.
Värnhemsskolan – brúar bilið á milli skóla
og atvinnulífs
Fyrsti skólinn sem við heimsóttum var Värnhemsskolan
í Malmö. Skólinn er verkmenntaskóli þar sem bæði eru
kenndar ýmsar starfs- og iðngreinar og hefðbundnar grein-
ar til stúdentsprófs. Einkunnarorð skólans eru „Värnhems-
skolan – brúar bilið á milli skóla og atvinnulífs”.
Skólinn á sér langa sögu en hann var stofnaður árið 1831
sem sunnudagaskóli þar sem fátækir lærlingar fengu til-
sögn í lestri, skrift og reikningi en ekki þótti við hæfi að
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
MPA frá Háskóla Íslands 2007
Forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Tækniskólans
Kristín Björgvinsdóttir MSc
Forstöðumaður bókasafns Fjölbrautaskólans við Ármúla
Þórdís T. Þórarinsdóttir MLS
Forstöðumaður Bókasafns
og upplýsingamiðstöðvar Menntaskólans við Sund