Bókasafnið - 01.06.2016, Side 40
40 Bókasafnið 40. árg – 2016
lesefni á lesbretti og þetta greiðir hið opinbera. Einnig
eru keypt tímarit sem tengjast kennslugreinum skólans og
tímarit sem höfða sérstaklega til ungmenna.
Á bókasafninu er samstarfið mest við kennara í félagsfræði,
sögu og móðurmáli (sænsku) eins og algengt er á skóla-
bókasöfnum. Bókasafnið í Värnhemsskolan er rúmgott og
bjart og búið fallegum og þægilegum húsgögnum. Ekki
væsir um gesti við vinnu í slíku umhverfi enda er safnið
mikið notað, bæði af kennurum og nemendum.
Almenningsbókasafnið - Stadsbiblioteket Malmö
Eftir hádegi þennan fyrsta dag var aðalsafn almennings-
bókasafnsins í Malmö heimsótt. Safnið er staðsett í ein-
staklega fallegri byggingu og er gott dæmi um hvernig hægt
er að byggja myndarlega við gamalt hús þannig að bæði
nýbygging og eldri bygging njóta sín.
Pauliskolan Malmö – traust þekking og
metnaðarfull kennsla
Næst var haldið í Pauliskolan. Skólinn á sér 160 ára sögu,
í byrjun sem fyrsti tækni/gagnfræða- og menntaskóli Sví-
þjóðar en er í dag talinn nútímalegasti menntaskóli lands-
ins. Einkunnarorð skólans, „traust þekking og metnaðarfull
kennsla“, hafa borið ávöxt í námsárangri nemenda sem
hefur batnað á hverju ári. Pauliskólinn hefur hlotið margar
viðurkenningar fyrir kennslu og lögð er áhersla á ein-
staklingsmiðað nám þar sem horft er á færni nemandans í
sköpun, læsi og sjálfbærni. Um 1000 nemendur stunda nám
við skólann. Af þeim eru 800 í dagskóla en einnig er boðið
upp á fullorðinsfræðslu og bæði dag- og kvöldskóla á fram-
haldsskólastigi. Auk þess er í boði fjarnám sem er meira
einstaklingsmiðað líkt og í fjarnámi og öldungadeildum á
Íslandi.
Menntaskólanámið tekur þrjú ár og geta nemendur valið
um fjögur svið: félagsfræðisvið 1 og 2, náttúrufræðisvið og
tæknisvið. Einnig er boðið upp á fjórða ár á tæknisviði ef
nemandinn hefur lokið stúdentsprófi á því sviði.
Bókasafnið
Líkt og hjá fleiri skólum kallast bókasafnið „mediatek“,
enda veitir það nemendum og starfsfólki bæði tæknilega
aðstoð og upplýsingaþjónustu. Þangað héldum við til að
kynna okkur starfsemi safnsins. Tveir bókasafns- og upplýs-
ingafræðingar tóku á móti okkur og kynntu okkur áherslur
safnsins sem felast meðal annars í góðu samstarfi við
kennara og nemendur ásamt því að veita annan stuðning.
Starfsmenn bókasafnsins eru mjög metnaðarfullir í störfum
sínum.
Á síðasta námsári skrifa nemendurnir lokaritgerð og
stendur þá til boða hálfrar klukkustundar fundur með
bókasafns- og upplýsingafræðingi. Mikil áhersla er lögð á
að bókasafnið sé aðlaðandi, „góður staður til að vera á“.
Bókaárás og bókmenntaviðburðir
Bókasafns- og upplýsingafræðingar gera svokallaða „bóka-
árás“ þegar þeir fara inn í kennslustundir í nokkrar mínútur
og kynna nýja bók og höfund hennar. Með því er verið að
vekja áhuga nemenda á lestri og góðum bókum. Í tengslum
við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum er
haldið „Nobels Party“. Þá eru veitt verðlaun fyrir lestur sem
flestra bóka. Einnig er haldinn „Dagur bókarinnar“ (World
Book Day) en þá velja nemendur og kennarar uppáhalds-
bók sem er svo merkt með rós.
Bókasafnið hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar, meðal
annars var það valið bókasafn ársins 2010. Nationella
skolbiblioteksgruppen stendur fyrir þessari viðurkenn-
Sagt frá samspili birtu og skugga í almenningsbókasafninu í Malmö