Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 42
42 Bókasafnið 40. árg – 2016
safnsins, fulltrúa stjórnenda og kennslugagnasafns, tveimur
kennurum og tveimur fulltrúum nemenda, fjallar um mál-
efni safnsins og tekur þátt í stefnumótun. Safnið býr við
þrengsli og nauðsynlegt er talið að það fái aukið húsrými.
Megináhersla forstöðumanns safnsins er að aðstoða nem-
endur og kennara í heimildaleit og gera þau upplýsingalæs.
Kennslu í upplýsingalæsi er fléttað inn í námsgreinar
skólans í samræmi við sérstaka námsskrá. Þarna sem annars
staðar var tekið vel á móti hópnum.
Að lokinni heimsókninni fékk forstöðumaður safnsins
manninn sinn sem er sagnfræðingur til að leiðsegja hópnum
um Friðriksborgarhöllina sem er í nágrenni skólans en hana
lét Kristján IV byggja í endurreisnarstíl í byrjun 17. aldar.
Í höllinni, sem frá árinu 1878 hefur hýst hluta Þjóðminja-
safns Danmerkur, stóð yfir sérsýning á viðhafnarklæðnaði
Margrétar Þórhildar Danadrottningar í tilefni af 75 ára
afmæli hennar. Umhverfis höllina eru miklir og fagrir garðar
í frönskum stíl.
Svarti demanturinn og Árnasafn í Kaupmannahöfn
Að morgni fimmtudagsins 21. maí safnaðist hópurinn
saman fyrir framan Konunglega bókasafnið, Svarta dem-
antinn. Þar tók á móti okkur Grethe Jacobsen og sagði
okkur frá byggingunni, starfseminni og þeim skyldum sem
hvíla á safninu. Hún var bókasafns- upplýsingafræðingur í
Svarta demantinum og er nú komin á eftirlaun en tekur á
móti hópum og leiðir þá um húsið. Viðbyggingin við gamla
bókasafnið er einstaklega vel heppnuð og fór Grethe vel yfir
hvernig arkitektarnir hafa hugsað flæðið í húsinu.
Ýmsar sýningar voru á safninu þegar við vorum þar, meðal
annars sýning um 100 ára kosningarétt kvenna og ljós-
myndasýning frá hernámsárunum. Þar sem hér voru bóka-
safns- og upplýsingafræðingar á ferð sýndi Grethe okkur
geymsluna, þar sem öll skylduskil eru geymd.
Það kom fram hjá Grethe að eins og allsstaðar annars staðar
hjá bókasöfnum hefur fjöldi og viðvera safngesta aukist
meðan útlánum fækkar.
Eftir frískandi gönguferð frá Svarta demantinum út á Ama-
ger heimsóttum við Árnasafn í Kaupmannahöfn.
Árnasafn í Kaupmannahöfn
Den Arnamagnæanske Samling eða Árnasafn er stofnun
innan Nordisk Forskningsinstitut sem aftur er hluti Kaup-
mannahafnarháskóla. Safnið er í björtu húsnæði við Njáls-
götu á Amager eins og aðrar stofnanir hugvísindasviðs
skólans.
Rannsóknasvið Árnasafns er handritarannsóknir og norræn
málvísindi og þá helst fornnorrænu tungumálin. Nám-
skeið eru haldin reglulega um norræna tungu á miðöldum,
forníslensku, nútímaíslensku og færeysku. Mikilvægasti
hluti Árnasafns er handritasafn Árna Magnússonar sem eru
um það bil 3000 handrit. Rúmur helmingur safnsins hefur
verið fluttur til Árnastofnunar á Íslandi. Handritasafn Árna
Magnússonar var sett á varðveisluskrá UNESCO árið 2009.
Ragnheiður Mósesdóttir er bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur Árnasafns. Hún sýndi okkur handritageymslu
safnsins, verkstæði forvarða, ljósmyndastofu og lessal. Við-
komandi starfsmenn sögðu okkur frá starfi sínu og sýndu
okkur hvernig þeir sinna því.
Einhver þekktasti starfsmaður Árnasafns á síðari tímum er
Jón Helgason og er minningu hans haldi á lofti í safninu,
meðal annars má sjá skrifborð hans og fleiri gripi á lessal.
Síðasti dagurinn – almenningsbókasafnið
í Kaupmannahöfn
Síðasta safnið sem hópurinn heimsótti var Köbenhavns
Hovedbibliotek. Safnið er á hliðargötu við Strikið í húsi
sem lætur ekki mikið yfir sér að utan en er gamalt versl-
unarhúsnæði sem opnast með stórum stigum milli fjögurra
hæða þegar komið er inn. Þar tók á móti okkur einn af
bókasafns- og upplýsingafræðingum safnsins, Lise Johann-
sen og sagði okkur frá breytingum og þróun síðustu ára og
hvað framundan er.
Víkka sjóndeildarhringinn
Helsta markmið ferðarinnar var að víkka faglegan sjón-
deildarhring og kynnast starfsháttum skólasafna utan
landsteinanna. Á flestum framhaldsskólasöfnum landsins
vinna aðeins einn eða mjög fáir bókasafns- og upplýsinga-
fræðingar og því æskilegt fyrir félaga í SBF að vera í góðu
sambandi við starfsfélaga á öðrum bókasöfnum í framhalds-
skólum, bæði innanlands sem utan. Nauðsynlegt er fyrir
einyrkja á safni að fá tækifæri til að fylgjast með nýjungum
og þróun innan fagsins með því að heimsækja önnur söfn.
Heimsóknir til erlendra kollega eru einnig liður í því að
rjúfa þá einangrun sem hætta er á að skapist í fámennu og
dreifbýlu landi þar sem fáir sérfræðingar eru í hverri grein.
Verkefnið stuðlar að faglegri og persónulegri starfsþróun,
eykur nýbreytni í starfi og gefur víðari sýn á evrópska vísu.
Segja má að markmið ferðarinnar hafi náðst til fulls.
Í öllum söfnunum sem SBF heimsótti var hópnum tekið
með kostum og kynjum og dagskráin einstaklega vel und-
irbúin. Skólarnir sem heimsóttir voru eru allir með náms-
brautir til þriggja ára með möguleika á lengri námstíma ef á
þarf að halda. Bókasöfnin virtust alls staðar vera mikilvægur
hlekkur í skólastarfinu en sérstaklega var áberandi í Dan-
mörku hve náið samstarf var á milli framhaldsskólasafna og
almenningssafna.
Reglulegur þáttur í starfi SBF er auk samráðsfunda að fara í
kynnis- og fræðsluferðir innanlands sem utan og stefnan er
að það verði áfram fastur þáttur í starfseminni.
Skrifborð Jóns Helgasonar