Bókasafnið - 01.06.2016, Side 43
Bókasafnið 40. árg – 2016 43
Next Library ráðstefnan er haldin annað hvert ár í Árósum í Danmörku. Dagana 12.-15. september síðastliðna var ráðstefnan haldin í nýjum höfuð-
stöðvum almenningsbókasafnsins í Árósum, Dokk1. Þegar
kemur að ráðstefnum er varða almenningsbókasöfn er Next
Library ráðstefnan ein sú besta sem undirritaðar hafa farið
á. Ráðstefnan er byggð upp á nýtískulegan máta hvað varðar
umgjörð og þátttöku þeirra sem hana sækja enda hæfi lega
stór í sniðum og hnitmiðuð. Fyrirlestrarnir eru áhugaverðir,
koma beint að efninu og höfða til okkar Íslendinga þar
sem við berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd. Að-
standendur ráðstefnunnar vinna við almenningsbókasafnið
í Árósum og eru einstaklega hugmyndarík þegar kemur
að skemmtilegum viðburðum og það skilar sér í þessari
ráðstefnu. Meðal þess sem okkur þótti athyglisvert á ráð-
stefnunni síðastliðið haust var erindi Juliu Bergmann frá
Þýskalandi en hún er meðlimur Library Avengers sem eru
sjálfstætt starfandi hagsmunasamtök sem berjast fyrir fram-
gangi bókasafna. Library Avengers eru með Facebooksíðu
þar sem hægt er að fræðast meira um þau. Hún er sjálfstætt
starfandi leiðbeinandi í upplýsingalæsi og tækninýjungum.
Í erindi hennar kom fram að það er ekki nóg að byggja fl ott
hús og setja af stað ný verkefni ef starfsfólk er tregt til að taka
þátt í að aðlagast nýjum tímum og nýrri hugsun í þjónustu
almenningsbókasafna við notendur. Bergmann lagði áherslu á
að starfsfólk bókasafna þurfi að komast inn í 21. öldina og að
það þurfi mikla hugarfarsbreytingu með áherslu á að það og
rýmið sem unnið er með þróist saman til nýrra tíma.
Hönnun og nýting rýmis er einmitt eitt helsta umræðuefnið
í bókasafnsheiminum í dag. Nýtt húsnæði skiptir ekki
höfuðmáli heldur hvernig núverandi húsnæði er nýtt til að
þjóna því samfélagi sem safnið er í. Oft þarf ekki nema litlar
breytingar, eins og að grisja safnkost og nota plássið sem
losnar í aðra þjónustu sem hægt er að bjóða notendum í nær-
samfélagi safnsins upp á. Til dæmis er þá hægt að samnýta
húsnæði með borgaralegri þjónustu, bjóða frumkvöðlum
afnot af húsnæðinu á meðan þeir eru að koma sér á framfæri
eða nýta það undir fj ölbreytta viðburði á vegum safnanna.
Annað sem okkur þótti fróðlegt var það sem Deborah Jacobs,
forstöðumaður Global Libraries Initiative hjá stofnun Bill og
Melindu Gates, sagði meðal annars um almenningsbókasöfn.
Að hennar mati eiga þau að vera öfl ugt hreyfi afl í samfé-
laginu með því að vera virkir þátttakendur í nærumhverfi
sínu. Deborah ræddi einnig um nauðsyn á breyttum
áherslum við mælingu á notkun bókasafna. Nú er nær
eingöngu stuðst við útlánatölur og/eða gestafj ölda en nauð-
synlegt er að hennar mati að mæla hvaða áhrif safnið hefur
á samfélagið sem það er í, til dæmis með tilliti til notkunar
og upplifunar safngesta á húsnæði og dagskrá sem safnið
býður upp á. Má þar með nefna hversu lengi gestir staldra við
á safninu og hvað þeir eru að gera þar annað en að fá lánuð
gögn.
Þar sem hönnun og nýting rýmis er eins og áður segir ofar-
lega á baugi í dag, verðum við að nefna húsnæðið sem Next
Library ráðstefnan var haldin í eða Dokk1. Dokk 1 er ætlað
sem fj ölnota staður fyrir íbúa Árósa og nágrennis, opinn,
aðgengilegur og hagnýtur. Húsnæðið er hugsað sem griða-
staður fyrir gesti í leit að þekkingu, innblæstri og persónu-
legum þroska og sem opið og aðgengilegt námsumhverfi
sem styður lýðræði og samfélagið. Dokk1 er stærsta al-
menningabókasafn Evrópu og nær yfi r 28.000 m2. Fyrir utan
bókasafnið eru í húsinu bæjarskrifstofur, kaffi hús, hópvinnu-
herbergi, fundarsalir, kennslustofur, leiksvæði og margt fl eira
en bókasafnið er svo að segja allt um kring. Að meðaltali hafa
komið 4500 gestir á dag frá opnun Dokk1 síðastliðið sumar
en þó hafa mest komið 18 þúsund manns yfi r eina helgi.
Undirritaðar komu í Dokk1 bæði um helgi sem og virka daga
og var alla dagana mjög margt fólk í safninu. Þó var munur
á því hverskonar notendahópar voru að nýta sér húsnæðið.
Um helgina var meira um fj ölskyldufólk og börn að leik.
Það var sérstök sjón að sjá krakka renna sér á hjólabrettum
niður rampinn í miðju húsinu og unga feður á röltinu með
barnavagna um safnið. Sá hópur er sá sem minnst notar söfn
á Íslandi en í Dokk1 voru þeir duglegir að láta sjá sig með
börnin sín og dunda sér með þeim og rölta um. Á virku dög-
unum var mikið um skólafólk og mæður með lítil börn ásamt
leikskólahópum og eldri borgurum en síðasttaldi hópurinn er
duglegur að koma og fá sér göngutúr á gríðarstórri verönd-
inni sem umlykur húsið. Á veröndinni eru einnig bekkir
og aðstaða til að borða nesti og gríðarstór leiktæki sem eru
vinsæl hjá yngri kynslóðinni að leika sér í.
Ef almenningsbókasöfn ætla sér að vera þetta nauðsynlega
hreyfi afl í samfélaginu þurfa þau að aðlagast breyttum
kröfum notenda sinna og við sem þar vinnum að vera tilbúin
í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að halda velli.
Ráðstefna eins og Next Library er vel til þess fallin að fylgjast
með því nýjasta og ferskasta sem er að gerast í bókasafns-
heiminum og til hvatningar að hugsa út fyrir kassann sem við
erum mörg hver svo föst í. Við mælum eindregið með því að
fólk drífi sig á næsta ári eða kíki við í Dokk1 ef það á leið um
Árósa.
Ný hugsun eða dauði?
– Next Library og Dokk1 í Árósum
Sigríður Júlía Sighvatsdóttir er BA í bókasafns-og upplýsingafræði og er með viðbótardiplóma í safnafræði og
í upplýsingafræði. Hún starfar hjá Bókasafni Kópavogs og 365 miðlum.
Sigrún Guðnadóttir er BA í Bókasafns-og upplýsingafræði og MA í Hagnýtri menningarmiðlun.
Hún starfar sem útibústjóri hjá Bókasafni Kópavogs, Lindasafni.