Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 47

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 47
Bókasafnið 40. árg – 2016 47 Næsta dag var siglt með ferju frá Gautaborg yfir til Frederikshavn í Danmörku. Siglingin tók góða þrjá tíma og tíminn var notaður vel, haldin var málstofa þar sem nokkrir úr hópi skipuleggjenda ferðarinnar sögðu frá sínum ferli og hugleiðingum um starfið og starfsþróun. Þeir ræddu meðal annars hvort starfsfólk safnanna hefði þekkingu eða „réttan“ undirbúning úr sínu námi til að takast á við ný og stöðugt fjölbreyttari verkefni í bókasöfnunum. Þegar í land kom Danmerkurmegin hjóluðum við beint á bókasafnið í Frederikshavn þar sem við fengum höfðing- legar móttökur og kynningu á safninu og því sem efst er á baugi hjá starfsmönnum safnsins. Nefnum tvö dæmi; virkja sjálfboðaliða til að auka þátttöku íbúanna og sérstök áhersla á þjónustu við börn, og hefur sérfræðingur í málefnum barna verið ráðinn. Í dönskum söfnum eru margháttuð verkefni í gangi til að laða sem flesta að og víða getur almenningur sótt alls kyns þjónustu sem aðrar opinberar stofnanir hafa sinnt fram að þessu. Verkefni tengd fjölmenningu sjást víða og greinilega er mikið lagt upp úr því að bókasafnið sé staður fyrir alla. Bókum fækkar en í staðinn koma leiktæki og fjölbreytt afþreying. Safnið í Frederikshavn er dæmi um „opið“ safn en það eru þau bókasöfn kölluð sem eru opin notendum utan viðverutíma starfsmanna, á kvöldin eða snemma á morgnana. Notendur nota bókasafnsskírteinið sitt eða önnur skilríki til að fara inn og nota safnið að vild, nota vinnuaðstöðu, fá lánað efni og skila efni. Víðast eru aldurs- takmörk á þessum aðgangi og myndavélar vakta söfnin. Þetta fyrirkomulag er útbreitt í Danmörku og ryður sér til rúms víðar á Norðurlöndum. Næstu fjóra dagana í Danmörku, á Jótlandi nánar tiltekið, hjóluðum við mikið á gömlum járnbrautarleiðum, sem hefur verið breytt í afskaplega skemmtilega hjólastíga, og í fallegu landslagi. Sólin skein á okkur þessa daga sem var kærkomið eftir heldur rysjótt veður bæði í Svíþjóð og Noregi. Fjölmörg áhugaverð bókasöfn voru heimsótt en ómögulegt að segja frá öllum svo við stiklum á stóru en verðum að nefna hið rómaða Hjørring bibliotek. Það er hannað af Rosan Bosch, Bosch og Fjord. Hönnunin er mjög frumleg og hvergi hvikað frá upprunalegum hugmyndum. Starfs- menn voru spurðir hvort fastar innréttingar eins og t.d. rauði ormurinn væru íþyngjandi við fyrirkomulag eða endurskipulagningu safnkosts en þeir töldu svo ekki vera. Í Álaborg heimsóttum við m.a. Álaborgarútibú danska bókavarðaskólans (IVA). Þar var haldin málstofa og sögðu þrír kennarar skólans frá rannsóknum sínum og einn nemandi ræddi um framtíðarsýn sína. Umfjöllunarefni voru Meta-evaluation of information searching, Digital literacy og Transmediality. Á eftir bauð skólinn veglegar veitingar og skemmtilegar samræður. Hjólað var í náttstað í svarta myrkri undir styrkri umferðarstjórn okkar góða forystufólks. Við heimsóttum einnig borgarbókasafn Álaborgar. Þar á bæ var aðalverkefnið, sem okkur var kynnt, starfsfólkið sjálft, hvernig unnið er að því að efla það, þekkingu þess og hæfni til miðlunar og ekki síst framkomu og þjónustulund gagn- vart bæði viðskiptavinum og hvert öðru. Í bókasafninu í Aars var okkur mætt með rauðum dregli enda komin inn í Vesthimmerland hérað þar sem Bo Jacob- sen, einn skipuleggjenda, stjórnar fjórum almenningsbóka- söfnum. Í lok dags hjóluðum við undir blöðruhlið í hlað á Aalestrup bókasafni þar sem við gistum. Kvöldmaturinn var í sal yfir bókasafninu og kvöldskemmtun þar sem margir spreyttu sig á dönskum þjóðdönsum. Hópurinn

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.