Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 49
Bókasafnið 40. árg – 2016 49
Dagana 27. – 29. ágúst 2015 sótti höfundur árlega ráðstefnu, málstofur og aðalfund ARLIS/Norden (Art Libraries Society á Norðurlöndum)
sem að þessu sinni voru haldin í Umeå í Sví-
þjóð. Þátttakendur ráðstefnunnar voru um 50
og með höfundi frá Íslandi voru þær Auður
Sigurðardóttir frá Þjóðminjasafni Íslands,
Elín Guðjónsdóttir frá Listasafni Íslands,
Guðrún Eggertsdóttir frá Landsbókasafni
Íslands - Háskólabókasafni og Gunn-
hildur Björnsdóttir frá Menntavísindasviði
Háskóla Íslands.
Umeå, sem talin er höfuðborg Norður-Svíþjóðar,
var önnur tveggja menningarborga Evrópu árið 2014
ásamt Riga í Lettlandi og má með sanni segja að borgin
beri þess glögg merki. Hvarvetna má sjá að mikið hefur
verið lagt í hvers kyns menningarstarfsemi, sem sagt alúð
við listsköpun og framþróun í menntamálum. Til dæmis
er listum og menningu gert afar hátt undir höfði í háskól-
anum í Umeå sem er einn fj ögurra stærstu háskóla Sví-
þjóðar. Þar er einnig lögð mikil rækt við menningu Sama,
þessa einu náttúruþjóð Norðurlandanna, og rannsóknir á
þjóðháttum þeirra sem og varðveislu.
Höfundur fékk styrk frá Starfsþróunarsetri BHM í sam-
ræmi við starfsþróunarstefnu og starfsþróunaráætlun Þjóð-
minjasafnsins og má segja að sá styrkur hafi nýst afar vel.
Fyrsti dagur ráðstefnunnar fór fram í Arts Campus, en þar
eru Bildmuseet (listasafn háskólans), ásamt Umeå School
of Architecture, Umeå Institute of Design, Umeå Academy
of Fine Arts og listbókasafni háskólans. Þær byggingar sem
hýsa þessa starfsemi eru nýjar og glæsilegar og voru fl estar
opnaðar fyrir tveimur árum síðan. Formleg dagskrá ráð-
stefnunnar hófst með innskráningu og fundum einstakra
faghópa innan félagsins í kjölfarið. Höfundur hefur umsjón
með íslenska hluta heimasíðu ARLIS/Norden og því hitti
ég kollega mína frá hinum Norðurlöndunum í vefhópnum.
Sömuleiðis hitti ég kollega minn frá Riksantikvarens
bibliotek í Oslo til skrafs og ráðagerða en við höfum um
árabil haft nána samvinnu. Engin var frá þjóðminjasöfnum
hinna Norðurlandanna að þessu sinni en við höfum engu að
síður mikið og gott samstarf.
Að þessum fundum loknum fengu gestir ítarlega og
afar vandaða leiðsögn um Bildmuseet þar sem er
hátt til lofts og vítt til veggja og stendur bygg-
ingin á bökkum hinnar breiðu Ume älv. Þetta
glæsilega safn er teiknað og hannað af Henn-
ing Larsen Architects og fékk heiðursverðlaun
EMYA sem European Museum of the Year
2014. Það er þegar skilgreint sem „ett av världens
vackraste universitetsmuseer.“ Safnið leggur jafna
rækt við að sýna hönnun, arkitektúr og auðvitað list
hvers konar.
Sú sýning sem sýnd var í nánast öllu húsinu er meðal þeirra
allra áhrifamestu sýninga sem höfundur hefur séð. Hún bar
heitið Mien Meo Mieng eða Land afbakananna og er frá
Víetnam. Þarna sýndu 15 víetnamskir listamenn verk sín
á mjög frjóan og fj ölbreyttan hátt, allt frá hefðbundnum
málverkum, höggmyndum og ljósmyndum, til vídeóverka
og innsetninga. Alvarlegur og gagnrýninn tónn, en jafn-
vel kómískur, liggur að baki verkunum sem öll má fl okka
sem samfélagsleg og lýsa samfélagi sem enn er í sárum eftir
óhugnanlegt stríð og ekkert er sem sýnist. Sérlega áhrifaríkt
var eitt vídeóverkið sem sýndi fólk í eðlilegri stærð vera að
borða standandi. Var myndum varpað af hverjum og einum
einstaklingi á spjald í sömu stærð þannig að þarna virtist
vera kominn salur fullur af lifandi fólki. Þetta bar líka með
sér hárfína gagnrýni því í Víetnam þykir það mikill dóna-
skapur að borða standandi og er slíkt oft brottrekstrarsök
á vinnustöðum. Sömuleiðis voru áhugaverðir allir fi ngurnir
sem birtust í ólíkustu myndum um alla sýninguna eins og
þema, líkt og verið væri að „gefa einhverjum fi ngurinn.“
Að lokinni leiðsögn um Bildmuseet og síðan aðrar bygg-
ingar listaháskólans, hófst ársfundur ARLIS/Norden sem
gekk vel fyrir sig. Fyrir Íslands hönd tóku nú sæti í stjór-
ninni þær Gunnhildur Björnsdóttir frá Menntavísindasviði
Háskóla Íslands og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir frá Tækni-
skólanum. Engar nýjungar varðandi hefðbundna starfsemi
voru boðaðar aðrar en þær að það er hugur í fólki að endur-
Árlegur fundur og ráðstefna
ARLIS/Norden
– í Umeå 27. – 29. ágúst 2015
Gróa Finnsdóttir lauk BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands og BA-námi í almennri
bókmenntafræði frá sama skóla. Hún starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur Þjóðminjasafns Íslands.