Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 50

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 50
50 Bókasafnið 40. árg – 2016 vekja tímaritið ARLIS/Norden-Info á heimasíðu félagsins og mun verða unnið að því. Fyrir móttöku og kvöldverð í veitingahúsi Arts Campus hófst síðan kynning á því mest framúrstefnulega fyrirbæri innan fræðanna sem ég allavega hef kynnst og er glöggt dæmi um þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru innan há- skólans. Þar var um að ræða kynningu á nýjum leitarmögu- leikum á bókasöfnum framtíðarinnar sem fela í sér beitingu líkama og raddar við leit að bókum eða öðrum gögnum. Í þessu framtíðarbókasafni stígur gesturinn inn á miðju hringlaga gólfs (sem einna helst minnti á „diskó“dansgólfin á 8. áratugnum!) sem jafnframt er snertiskjár. Þar segir gesturinn það sem hann vantar, til dæmis allt um landnám Íslands, og um leið fara að flögra í kringum hann tákn sem segja nánar til um þetta efni (til dæmis um skip landnáms- manna, um byggingar þeirra, klæðnað og svo framvegis). Eftir að hafa ákveðið hvaða efnissvið gesturinn hefur frekar áhuga á þá hreyfir hann hendur – eða fætur – yfir tákninu og „fleygir“ því upp á vegg þar sem viðkomandi bækur eða önnur rit birtast og einnig staðsetning þeirra. Þetta var hin mesta skemmtun en einhvern veginn talsvert langt í burtu frá okkar veruleika sem stendur. Það mátti einnig hafa ánægju af því að sjá hve ungu mennirnir – og konurnar – sem unnu við þróun þessa fyrirbæris höfðu gaman af þessu og mátti líkja þeim við börn með nýjasta leikfangið sitt. Þessum fyrsta degi ráðstefnunnar lauk svo með leiðsögn um Sliperiet, húsakynni listaháskólans (Art Campus) þar sem aðstaða öll er hin glæsilegasta, og að lokum var snætt á veitingahúsinu Hansson & Hammar sem einnig tilheyrir Art Campus. Ráðstefna föstudagsins 28. ágúst fór fram á háskólasvæðinu í Umeå, en háskólinn þar er einn sá vinsælasti í Svíþjóð og vel efnum búinn. Byrjað var á leiðsögn um skólann þar sem námsumhverfinu (Learning space) var sérstaklega gaumur gefinn. Sérstaka athygli vöktu mörg opin rými sem minntu helst á landslag, með hæðum og hólum, þar sem fólk fékk þó að vera út af fyrir sig til dæmis í sérdeilis skemmtilegum básum. Af reynslunni var okkur sagt að lítið þýddi að vera með boð og bönn eða strangar reglur, því öll „námssvæði“ (e. learning spaces) ættu að „bjóða, hvetja, leyfa“ (e. invite... encourage... permit.) Því var mjög notalegt að sjá ánægða stúdenta maula nestið sitt hér og hvar þar sem færi gafst – og ekki vildu heimamenn meina að neitt skemmdist við það... Fyrir hádegi var síðan komið að aðalfyrirlesara ráð- stefnunnar, hinum indverskættaða hönnunardoktorsnema Aditya Pawar. Fyrirlestur hans nefndist Open-collaborative libraries: libraries as generative community centres. Doktors- verkefni Pawars fjallar um félagslega nýsköpun og hönnun, sérstaklega hjá opinberum stofnunum eins og bókasöfnum. Benti hann í því sambandi á breytt hlutverk bókasafna, þar sem flestir hefðu í dag mun betra og almennara aðgengi að upplýsingum en áður var. Því væri hið félagslega og menn- ingarlega hlutverk bókasafnanna mun stærra núna þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.