Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 53

Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 53
Bókasafnið 40. árg – 2016 53 Dagana 18. til 20. nóvember síðastliðinn var haldin ráðstefna í Árósum sem bar yfi rskriftina CO-CREATING NEW LEARNING ENVIRONMENTS – COLLABORATION ACROSS EXPERTISE. Ráðstefnan var haldin á vegum NUAS (Nordic Association of University Administrators) sem eru samtök norrænna háskóla (www.nuas.org). Háskóli Íslands er eini íslenski háskólinn sem er aðili að samtökunum, en alls tilheyra þeim 62 norrænir háskólar. Til að fá aðild þarf háskóli að bjóða upp á rannsóknartengt nám og útskrifa doktora. Tilgangur NUAS er að efl a faglega hæfni, miðla þekk- ingu, efl a samstarf og tengsl milli starfsmanna á sem fl estum sviðum stjórnsýslunnar. Innan samtakanna starfa nú 13 mismunandi faghópar sem standa reglulega fyrir ráðstefnum og málstofum um tiltekin málefni sem varða starfsemi háskóla. Þar á meðal er bókasafnshópur sem stofnaður var 2013, með tveimur fulltrúum frá hverju Norð- urlandanna og einum héðan. Megin áhersluefni hópsins eru námsumhverfi , rafrænt efni, opinn aðgangur, höfundar- réttarmál, markaðssetning bókasafna, gæðamál og hlutverk háskólabókasafna í framtíðinni. Ráðstefnan í Árósum fj allaði um það sem efst er á baugi í námsumhverfi háskóla. Fjórir faghópar stóðu að ráðstefn- unni; námsráðgjöf, byggingar og umhverfi , upplýsingatækni og bókasöfn. Þetta er í fyrsta sinn að fl eiri en einn hópur innan samtakanna skipuleggur ráðstefnu með þessum hætti en með samstarfi fj ögurra mismunandi faghópa gafst ein- stakt tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, kynna sér nýjungar og leggja grunn að þverfaglegu samstarfi . Þátttak- endur frá Háskóla Íslands voru 14, þar af þrír frá bókasafni Menntavísindasviðs og tveir frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Aðalfyrirlesarar Boðið var upp á fj ölbreytt efni á ráðstefnunni í formi fyrirlestra og fj ölda vinnustofa. Þarna voru saman komnir framúrskarandi fyrirlesarar víða að af Norðurlöndum og aðalfyrirlesarar frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frá Finnlandi komu Olli Niemi og Suvi Nenonen en Kristi Lonka, ein þeirra sem undirbjó fyrirlesturinn forfallaðist. Olli Niemi er aðjúnkt við tækniháskólann í Tampere í bygginga- eða framkvæmdahagfræði (construction econo- mics). Hann er einnig í forsvari fyrir rannsóknir og þróun hjá University Properties of Finland þar sem viðfangsefnin eru rými, svæði, þjónusta við kennslu og námsumhverfi og sjálfbær þróun orkunýtingar. Meðal verkefna sem Olli hefur unnið að eru mótun námsumhverfi s í fi nnskum há- skólum og endurskipulagning háskólasvæða. Suvi Nenonen er doktor í heimspeki og vinnur sem rannsóknarstjóri í Built Enviornment Services Research Group í Aalto-há- skólanum, en hún er einnig aðjúnkt við tækniháskólann í Tampere. Sérsvið Suvi er stjórnun vinnustaða (workplace management) og hefur hún unnið að rannsóknum á þróun vinnu og námsumhverfi s. Þau Olli Niemi og Suvi Nenonen fj ölluðu í fyrirlestri sínum um mikilvægi þess að horfa á háskólasvæði sem heild og að námsumhverfi framtíðarinnar ætti fyrst og fremst að skipuleggja út frá námi en ekki kennslu og miðast við þá þjónustu sem eigi að veita. Þau bentu á niðurstöður rann- sókna sem sýna að formleg kennsla í kennslustund skili nemendum aðeins tíundaparti af því sem þeir læra, 20% komi frá verkefnavinnu en 70% eða stærsti hlutur náms fari fram með óformlegum hætti eins og með samræðum Co-Creating New Learning Environments – Collaboration Across Expertise Gunnhildur Björnsdóttir er BA í bókasafns- og upplýsingafræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar sem forstöðumaður bókasafns Menntavísindasviðs. Ingibjörg Bergmundsdóttir er BA í bókasafns- og upplýsingafræði og M.Sc.Econ frá University of Wales, Aberysthwyth. Hún vinnur á þjónustusviði Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Rósa Bjarnadóttir hefur lokið B.Ed. og MLIS. Hún starfar sem fagstjóri upplýsingaþjónustu og notendafræðslu hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.