Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 55

Bókasafnið - 01.06.2016, Síða 55
Bókasafnið 40. árg – 2016 55 Í kjölfar efnahagsþrenginga á síðustu árum dró verulega úr fjárframlögum til bókasafna og auknar kröfur voru gerðar til að hagræðingar í rekstri. Fækka þurfti starfsfólki á sama tíma og efla átti þjónustu. Með þetta að leiðarljósi fór af stað heildarendurskipulagning á bókasafninu. Sérstök áhersla var lögð á þjónustu við notendur, bæði varðandi framboð á efni og breyttar þarfir hvað snertir aðstöðu til náms og vinnu innan safnsins. Má þar nefna vinnuaðstöðu sem hentar mismunandi þörfum hvers og eins, aðgang allan sólarhringinn og alhliða þjónustuborð. Við upphaf sameiningarinnar var starfsemin mjög dreifð um háskólasvæðið. Hún þótti einhæf og ekki standast nú- tíma kröfur. Með endurskipulagningu var útibúum fækkað og húsnæði endurhannað. Eitt af því sem vakti athygli var að horfið var frá stórum afgreiðsluborðum eins og við eigum að venjast og í staðinn komu margar litlar afgreiðslueiningar þar sem hugmyndin er að starfsfólk og viðskiptavinir mætist á sama plani. Öll þjónusta og starfsemi bókasafnsins var endurskipulögð og þróuð í nánu samstarfi við stjórnsýslu, nemendur og kennara, en mikilvægt þótti að treysta samvinnu og tiltrú á safninu. Ýmsar leiðir voru notaðar til að safna athugasemd- un hagsmunaaðila, til dæmis á vef, með ýmis konar fundum, vinnustofum og með þjónustukönnunum. Mikið er lagt upp úr því að hlusta á athugasemdir og bregðast við þeim. Afraksturinn er endurbætt háskólabókasafn skipulagt í fullu samstarfi við háskólasamfélagið og þá ekki síst nemendur. Bókasafninu er ætlað að vera mikilvægur hlekkur í stoð- þjónustu háskólans og markmiðin eiga að vera í samhengi við stefnu skólans. Í nýrri stefnu fyrir árið 2016 er sérstök áhersla lögð á húsnæðismál þar sem safnið á að verða að- laðandi og þægilegur samverustaður, en einnig á mikilvægi mannauðsins. Í því skyni á að skilgreina þá hæfni og þekk- ingu sem starfsmenn eiga að búa yfir, en aukin sérhæfing og sérhæfðari verkefni eru talin æskileg. Eins og komið hefur fram eru þarfir notandans hafðar í fyrirrúmi. Mikil áhersla er lögð á þjónustu, markaðssetningu og að skapa andrúmsloft í takt við síbreytilega þróun í kennslu, námi og rannsóknum og á nauðsyn þess að efla samvinnu við háskólasamfélagið. Með endurskoðun og hag- ræðingu verður stefnt að því að ná enn betur því þjónustu- stigi sem háskólasamfélagið gerir kröfu til. Niðurlag Okkur sem sóttum ráðstefnuna frá bókasöfnum Háskóla Íslands ber saman um að hún hafi verið einkar áhugaverð og opnað nýja sýn. Það er fróðlegt að heyra hvernig háskólar og háskólabókasöfn í nágrannalöndunum eru að endur- skipuleggja húsnæði og þjónustu með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir nemenda og kennara í breyttu samfélagi og umfjöllunarefnið á brýnt erindi við okkur sem störfum á þessum vettvangi hérlendis. Það vekur athygli hversu mikið er lagt í undirbúningsvinnu og hversu margir koma þar að málum. Þar er miklu til kostað. Samvinna og áherslan á aðkomu nemenda þegar verið er að skipuleggja

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.