Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 57

Bókasafnið - 01.06.2016, Qupperneq 57
Bókasafnið 40. árg – 2016 57 Fallin er frá Helga Jónsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, fv. forstöðumað- ur Bókasafns Menntaskólans í Kópavogi. Helga varð bráðkvödd að heimili sínu í Reykjavík þann 17. janúar 2016. Hún fæddist í Reykjavík 20. maí 1939, ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla sína tíð. Foreldrar Helgu voru þau Jón Björnsson Jónsson, 1899-1983, fulltrúi í Reykjavík og kona hans Sólveig Daníelsdóttir, 1898-1980, húsfreyja í Reykjavík. Eiginmaður Helgu var Tómas Tómasson, auglýsingateiknari í Reykjavík, f. 1939. Hann lést árið 2012. Sonur þeirra er Jón Bertel Tómasson f. 1960. Kona hans er Martina Tómasson f. 1969. Börn þeirra eru Solveig Helga f. 2003 og Magnús Karl f. 2008. Árið 1978 lauk Helga stúdentsprófi frá máladeild Öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð og B.A. - prófi í bókasafns- og upplýsingafræði og almennri bók- menntafræði frá Háskóla Íslands í júní 1990. Sama ár var hún ráðin forstöðumaður bókasafns Menntaskólans í Kópavogi og starfaði þar til hún lét af störfum árið 2008. Hún sinnti starfi sínu af alúð, dugnaði og samviskusemi. Helga gekk til liðs við Samstarfshóp bókasafns- og upplýsingafræðinga í framhaldsskólum þegar hún réðst til Bókasafns Menntaskólans í Kópavogi og tók þátt í störfum hópsins og var dugleg að mæta á fundi allt þar til hún lét af störfum. Helga var hógvær einstaklingur en dagsins önn á einyrkjasafni bauð ekki upp á mikinn tíma fyrir náin kynni en við fundum að hún var gagnfróð kona og víðlesin og miðlaði þekkingu sinni af hógværð og yfirvegun. Helga var dul á eigin hagi en smám saman kynntumst við skemmtilegri konu með góða kímnigáfu sem kom vel í ljós þegar hópurinn brá undir sig betri fætinum og fór í fræðslu- og kynnisferð til Skotlands árið 2007. Þar gáfust meiri tækifæri til nánari kynna og samræðna sem voru einkar ánægjuleg og hver sem kynntist Helgu er ríkari eftir. Í ljós kom að Helga hafði búið eitt ár í Glasgow þannig að hún var þar að koma á fornar slóðir sem góðar minningar voru bundnar við. Gaman var að hitta Helgu á förnum vegi og spjalla við hana. Barnabörnin voru henni mjög kær og miklir gleðigjafar. Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum kveður Helgu með virðingu og þakklæti og sendir syni hennar og hans fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur sem og öðrum ættingjum hennar og vinum. Minning Helga Jónsdóttir 1939-2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.