Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Konur hafa aldrei náð því að vera jafnmargar körlum á Alþingi. Þærhafa aldrei verið helmingur þingheims, þær hafa ekki einu sinni náðþví að vera 30 af 63 þingmönnum. Konur hafa alltaf verið í minnihluta á þingi. Karlar eru enn ráðandi á þingi og takmarkið um jafnan hlut kynjanna á löggjafarsamkundunni virðist ekki í augsýn. Stór hluti þeirra kvenna sem nú sitja á þingi heldur ekki áfram að loknum kosningum. Ýmist er það af eig- in hvötum eða vegna þess að þær hlutu ekki náð fyrir augum þeirra sem kusu í prófkjörum. Miðað við stöðuna núna er ekki beinlínis útlit fyrir fjölgun kvenna á þingi í kosningunum 2016. Stundum (reyndar mjög oft) er mikilvægara að leggja við hlustir en að leggja orð í belg. Við ættum að prófa að hlusta á þær þingkonur sem hafa horfið úr pólitík eða eru á leið- inni út. Þær segja einum rómi, óháð flokkslínum, að pólitíkin sé enn karlaleikur. Þetta hefur margoft og ítrekað komið fram í viðtölum við konur sem hafa lagt stjórnmál fyrir sig en horfið af þeim vettvangi. Engum blöðum er um það að fletta að fjölbreyttur þingheimur leggur fremur grunn að velsæld þjóðfélagsins en einsleitur hópur. Þeir sem sjá sér einhverra hluta vegna hag í að gera lítið úr þessum einfalda boðskap ýja jafnan að því að verið sé að gera lítið úr konum með því að vera sífellt að telja þær. Og bæta svo við að fólk eigi að vera á þingi út á eigin verð- leika en ekki vegna kyns. Sá málflutningur gerir þó ekkert annað en að varpa enn skýrara ljósi á vandann: Ef þarf að útskýra eða afsaka það að konur eigi líka að vera á þingi til jafns við karla – þá er á sama tíma verið að segja að það þurfi ekkert að skýra veru karla á þingi. Þeir eru normið, þeir hafa alltaf ver- ið þarna, þeirra þingsetu þarf ekki að skýra út eða afsaka. En ef konur ætla sér stærri hlut þá er kallað hátt og skýrt eftir skýringum á því. Og síðan gert lítið úr því að verið sé að horfa í hlutföll karla og kvenna. Þingsetu kvenna þarf að útskýra, hana þarf að afsaka og styðja með rann- sóknum og rökum. Karlarnir virðast bara fá að eiga sín sæti skýringalaust. Þegar umræðan er svona skökk og skrýtin er ekki hægt annað en að dást að þeim konum sem þó gefa kost á sér til setu í karlaklúbbnum Alþingi. Hlutfall kvenna á Alþingi 1900 2016 Heimild: Datamarket og Alþingisvefurinn. 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% ? Af hverju allir þessir karlar? ’Við þurfum að hlustaá þær þingkonur semhafa horfið úr pólitík eðaeru á leiðinni út. Þær segja einum rómi, óháð flokkslínum, að pólitíkin sé enn karlaleikur. Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Kristín Hafsteinsdóttir Nei, ég fór þegar ég var yngri en ekkert núna. SPURNING DAGSINS Ferðu í réttir þetta haustið? Stefán Gunnar Þorsteinsson Ég hef aldrei farið en langar alveg ógeðslega mikið að fara. Það væri mjög gaman. Morgunblaðið/Ásdís Birgitta Sveinbjörnsdóttir Nei, ég fer ekki í réttir. Ég hef farið en kemst ekki núna. Einar Helgason Ég ætla ekki í réttir og hef aldrei farið. Ég hef aldrei farið út fyrir Reykjavík þannig séð. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Manstu eftir fyrstu bíóferð þinni? Ég held að ég muni óljóst eftir fyrstu tveimur bíóferðunum. Ég bjó í Bandaríkjunum sem barn og báðar minn- ingarnar eru þaðan. Annars vegar tel ég mig muna eftir því að hafa verið á fyrstu Batman-myndinni eftir Tim Burton og svo á Refnum og hundinum, sem meikar reyndar ekki alveg sens því hún var frumsýnd fjórum árum áður en ég fæddist. Mamma eða pabbi þyrftu helst að staðfesta þetta. En ást mín á poppi með bráðnu smjöri á eflaust rætur að rekja til þessara tveggja ferða. Er von á mörgum erlendum gestum á RIFF í ár? Gestirnir setja alltaf mikinn svip á hátíðina. Það eru leikstjórar, framleiðendur og leikarar, en líka áhorfendur. Það er t.d. kvikmyndaklúbbur í New York sem heitir Talk Cinema sem hefur komið á RIFF í áraraðir. En eðli málsins samkvæmt melda áhorfendurnir sig síður og hverfa bara inn í huggulegt myrkur bíósalarins. Þótt það sé auðvitað gaman að hitta fræga leikstjóra eins og David Cronenberg eða Susanne Bier, sem hafa bæði komið, hef ég í gegnum tíðina oft átt skemmtilegustu samtölin við alls kyns óþekkta leikstjóra sem eru kannski að fylgja eftir fyrstu eða annarri mynd sinni og brenna fyrir list sinni og finnst bara æðislegt að geta starfað í faginu. Er ekkert erfitt að vera í bíó marga daga í röð? Það getur vissulega verið það, næstum eins og að ferðast: erfitt en skemmtilegt og á endanum ótrúlega gefandi. Reyndar finnst mér oft þægilegt, ef ég er kannski búinn að fara á þrjátíu myndir á nokkrum dögum, að leyfa mér að dotta í bíósalnum síðasta dag- inn. Það er ótrúlega kósý, svolítið eins og að sofna í lest. Í fyrra lékstu í mynd á RIFF. Hvað gerist í ár? Ég tók upp á því að leika meðan ég var við nám í Montréal og það leið ekki á löngu þar til ég hafði leikið í stuttmynd sem var gerð þar í borg. Þegar leikstjórinn, Alexander Carson, réðst svo í að gera fyrstu mynd sína í fullri lengd hafði hann sam- band við mig og bað mig um að koma til Toronto í mánuð til að leika í þessu verki, O Brazen Age. Leikhópurinn og tökuliðið bjó saman og borðaði saman og djammaði saman viku eftir viku meðan við gerðum myndina. Það var ótrúlega skemmtilegt og ég væri meira en til í að leika aftur. Heyrið þið það, leikstjórar!? Hverju ertu sjálfur spenntastur fyrir á hátíðinni? Ég er eiginlega alltaf spenntastur fyrir keppnisflokknum. Það eru oft svolítið óhefðbundin og ögrandi verk. Þar sem ég er dæmdur til eilífrar jaðarvistar líður mér best með þannig verkum. Annars er ég sérstaklega spenntur fyrir nýju myndunum hans Alejandro Jodorowsky í ár. Holy Mountain er einhver albesta kvikmynd sögunnar og ég er mjög forvitinn að sjá og heyra hvaða súrrealísku snilld hann er að kokka upp núna fjörutíu árum síðar. Er einhver stjarna að koma á hátíðina sem þú munt kikna í hnjánum yfir? Mér finnst alveg einstaklega ókúl að kikna í hnjánum í návist frægs fólks því það gefur til kynna að stjörnur séu á einhvern hátt betri en við hin, sem þær eru auðvitað ekki þótt margir þekki nöfnin þeirra. Að því sögðu þá höfðu kvikmyndirnar Pi og Requiem for a Dream djúpstæð áhrif á mig þegar ég var unglingur og Darren Aronofsky er því í mikl- um metum hjá mér. Og eins og hjá mörgum af minni kynslóð er ásjóna Chloë Sevigny að eilífu brennd í vitund mína og ég hugsa að það verði svolítið skrítið að berja hana augum utan tjaldsins. ATLI BOLLASON SITUR FYRIR SVÖRUM Meira en til í að leika aftur Atli Bollason hefur sinnt ótal störfum fyrir RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík, allt frá árinu 2005 og tekur ýmsa leikstjóra tali á hátíðinni í ár. Þess utan sýslar hann við myndbandagerð, ljósagang, textasmíðar, menningarrýni og fleira.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.