Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Egill Helgason fjölmiðlamaður auglýsir eftir frakka sínum á fés- bókinni í vikunni. Frakkinn fannst en Egill man bara ekkert hvar. „Þetta eru frekar pínleg minn- isglöp. Snemma í vor var ég í upp- töku einhvers staðar í bænum og gleymdi frakkanum mínum, dökkgráum ull- arfrakka. Nokkru seinna hringdi í mig kona og sagði að frakkinn væri á ákveðnum stað í bænum. Ég var á leið til útlanda og gat ekki sinnt þessu. Nú er ég búinn að gleyma hvaðan konan hringdi – og þ.a.l. hvar frakkinn er. En það væri gott að fá hann fyrir veturinn.“ Svo er alltaf hægt að kvarta smá yfir vandamálum, stórum og smáum, en Sara Dögg Svan- hildardóttir grunnskólakenn- ari, sem er í 15. sæti fyrir Við- reisn í Suðvestur- kjördæmi, var spæld að ná ekki miðum á Adele. „Ég og Adele erum báðar í Bost- on. Hún á tónleikunum sínum en ég ekki. Bara ef fjandans netið í háloftunum hefði verið aðeins öfl- ugra og ráðið við vísagreiðsluna þá væri ég þar.“ Jón Óskar myndlistarmaður er tortrygginn út í tæknina og tel- ur jafnvel að ein- hver sé að reyna að stöðva hann í að birta mikil- vægar upplýsingar. „Nú er ég snöggreiður og vænisjúkur; gmail- inn er frosinn akkúrat þegar Jakob Bjarnar Grétarsson rannsóknar- blaðamaður átti von á upplýs- ingum frá mér, listmálaranum. Mikilvægar upplýsingar sem skipta mig öllu og geta komið 365 loksins á kortið sem menningarmiðli. Eru þetta einhverjir helvítis njósnarar? Hvað vilja þeir? Er til einhver rannsóknanefnd myndlistar sem lagar tölvuna?“ Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir notar fésbókina til að auglýsa eftir iðnaðarmanni. „Kæru FB vinir. Þekkið þið ekki einhvern snilling sem getur lagað hjá okkur eins og eitt stykki þak- rennu? Held hún sé heil en skökk … eða eitthvað.“ Rithöfundurinn Gerður Kristný virðist vera mjög nor- ræn ef marka má nýjustu fés- bókarfærslu hennar. „Ég var gómuð á mynd í Bókasafni Norræna hússins í sænskum kjól, íslenskri lopapeysu og danskri regnkápu að kynna mér norrænt tískublað.“ AF NETINU Margir virðast þrá að fá aðlifa eftir reglustriku.Miðstýrð hugsun Evr- ópusambandsins svarar þessu ákalli fullkomlega því samkvæmt þeirri hugsun er öllu „mér finnst“ og „mig langar“ og „væri þetta ekki skynsamlegt og eftirsókn- arvert“ vikið til hliðar fyrir einni reglu sem öllum beri að hlýða. Og til að enginn þurfi að velkjast í vafa um hvaða regla eigi við hverju sinni, þá eru kvaddir til sérstakir „fagmenn“ til að segja okkur hvernig eigi að reka þjóðfélagið upp á punkt og prik. Nú berast þær fréttir að reglu- meistarar í Brüssel hafi fundið það út að óheimilt sé að banna innflutn- ing á hráum eggjum til Íslands og viti menn, fram spretta ein- staklingar sem taka þessu fagnandi og krefjast úrbóta þegar í stað! Virðist þá engu máli skipta þótt ekki finnist salmonellulbakteríur í einu einasta eggi í íslenskri búð- arhillu en eru hins vegar morandi í þeim ríkjum sem hingað vilja selja egg. Vissulega mun vera hægt að sjóða salmonelluna til dauðs og öðrum bakteríusjúkdómum er hægt að halda niðri með lyfjagjöf. Enda er það óspart gert þar sem plágur geisa. Staðreyndin er náttúrlega sú, og það segja okkur sérfræðingar af allt annarri tegund en fyrrnefndir reglugerðafræðingar, að ástæðan fyrir því að matareitranir eru ekki eins tíðar hér á landi og annars staðar, sé sú, að við búum yfir bú- stofnum sem eru sjúkdómafrírri. Þar af leiðandi er matvaran heil- næmari og veldur síður kvillum. Er þá hættulegt að borða í út- löndum? Svona spyrja reglumeist- arar gjarnan, gagnrýnendum sínum til háðungar, eða hvort hættulegt sé að flytja inn matvöru að utan? Svar- ið hygg ég vera á þá lund að allt sé þetta spurning um líkindi, því meiri innflutningur, þeim mun meiri líkur á smiti. Auðvitað hafa þjóðirnar lif- að af sjúkdóma í matvöru, en þá með tilheyrandi kveisum eða þá lyfjagjöf. Spurningin er hins vegar hvort okkur finnist ekki rétt að reyna að varðveita þá auðlind sem heilnæm matvara óneitanlega er; og hvort okkur finnist ekki eftirsóknarvert að setja ofan í börnin okkar fæðu sem heilnæmust er, hvort okkur langi ekki til að hafa það þannig? Eða langar okkur kannski til að vera vél; hætta að hafa skoðun, láta slíkt reglusmiðum eftir? Þessa dagana hafa forystumenn allra launaþegahreyfinganna og atvinnurekendasamtaka, einka- rekinna og opinberra, ferðast víða um lönd til að sannfærast um að rétt sé að útrýma kjarabaráttunni og vélvæða allar ákvarðanir um laun. Vinnuheiti þessara áforma er SALEK. Þegar SALEK verði að raunveruleika, er vonast til að öll verkföll verði úr sögunni enda verði nú allt ákveðið af fagmönn- um á miðstýrðu borði. Talsmenn atvinnurekenda, með úttroðin prí- vatveskin sín, eru spenntir og fjár- málaráðherra telur að hér með verði vandi allra fjármálaráðherra úr sögunni – engin verkföll framar enda allur mannskapurinn hlekkj- aður og blóðlaus í þokkabót eins og vélar náttúrlega eru. Svo fýsandi eru opinberir starfs- menn að fá aðgang að vélrænum kauphækkunum, að þeir bjóðast til að semja niður lífeyrisréttindi – að vísu ekki sín eigin – heldur þeirra sem á eftir koma. Þetta var reynt á níunda áratug síðustu aldar en var afstýrt á síð- ustu stundu. Fyrir vikið tókst að stórbæta lífeyriskjörin og ýmis önnur réttindi. Það kostaði bar- áttu, marga fundi með miklu af „mér finnst“ og „mig langar“. Þannig var kúrsinum breytt, með svita og ólgandi blóði. Það hefði vél aldrei gert. En viljum við vera vél? Viljum við vera vél? Getty Images/iStockphoto Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is ’Nú berast þær fréttirað reglumeistarar íBrüssel hafi fundið það útað óheimilt sé að banna innflutning á hráum eggjum til Íslands og viti menn, fram spretta ein- staklingar sem taka þessu fagnandi og krefjast úr- bóta þegar í stað! N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf. Lóðin er 131,5 fm eignarlóð á horni Grettisgötu og Vitastígs SPENNANDI EIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ Í MIÐBÆNUM. OPIÐ HÚS N.K. SUNNUDAG Þ. 18. SEPTEMBER KL. 17-17:30. EINBÝLISHÚS Á EIGNARLÓÐ VIÐ GRETTISGÖTU 47. 64.900.000 kr. 115,2 m2 Vilborg Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali vilborg@domusnova.is S: 6918660 VETTVANGUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.