Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 16
MÓÐURMÁLIÐ
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016
Svanhvít Lilja IngólfsdóttirÁrmann Jakobsson
Á
rmann Jakobsson, prófessor í ís-
lenskum bókmenntum fyrri
alda á Hugvísindasviði við Há-
skóla Íslands, segir þó að engin
hætta sé á að íslenskan deyi al-
veg út. „Mér finnst hættan vera sú að íslensk-
an takmarkist einhvern veginn, þ.e.a.s. að hún
verði aðeins notuð á vissum sviðum mannlífs-
ins. Annars staðar verði hún nánast horfin.“
Íslenskan má ekki einungis vera til
á prentmáli
Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í
fyrsta sinn 12. mars 2009 þegar Alþingi sam-
þykkti tillögur íslenskrar málnefndar að opin-
berri stefnu í málefnum íslenskrar tungu. Í til-
lögum hennar að íslenskri málstefnu segir:
„Framtíðarhorfur tungumáls ráðast fyrst og
fremst af stöðu þess innan málsamfélagsins en
ekki af stærð málsamfélagsins. Ef tungumál er
notað á öllum sviðum er staða þess sterk. Á
hinn bóginn er staða hvaða tungumáls sem er
veik ef það er ekki notað eða jafnvel ekki talið
nothæft nema á sumum sviðum samfélagsins
og það látið víkja fyrir öðrum málum. Staða ís-
lenskrar tungu verður best treyst með því að
nota íslensku sem víðast í íslensku samfélagi
og á sem fjölbreyttastan hátt þannig að engin
svið verði út undan. Þar er mikilvægt að þjóðin
sjálf taki einarða afstöðu með íslenskri tungu.“
Stefnuskrá Málnefndar er endurskoðuð á
fimm ára fresti, þar sem áherslur breytast en
stefnan helst óbreytt.
Málnefndin vill gera sérstakt átak í að ís-
lenskan sé ekki einungis til á prentmáli. Ár-
mann, sem er starfandi í nefndinni, segir að Ís-
lendingar unni prentmáli mjög mikið en að það
sé staðreynd að á næstu áratugum verði þeir
með menningarneyslu sem að hluta til verði á
gömlu miðlunum og að hluta til í gegnum ým-
iss konar öpp. Hópur neytenda fari ekki leng-
ur á bókasöfn heldur vilji fá hlutina inn á sím-
ann sinn. „Við þurfum að vera með eitthvað
handa þessu fólki,“ segir hann og bætir við að
fólk megi ekki venjast allt of mikið á ensku.
„Málnefndin reynir að vekja athygli á svona
málum og efla umræðu. Við erum ekki alltaf
með lausnir.“
Umdæmisvandi er stór ógn
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri
málfræði á Hugvísindasviði við Háskóla Ís-
lands, segist hafa áhyggjur af hinum svokall-
aða umdæmisvanda. „Umdæmisvandi er sem
sé hættan á því að íslenskan missi beinlínis
ákveðin notkunarsvið til enskunnar, ann-
aðhvort vegna þess að málnotendur kjósi
fremur að nota ensku á ákveðnum sviðum eða
þá vegna þess að þeir séu beinlínis neyddir til
þess vegna þess að íslenska sé ekki í boði,“
segir hann. Val þurfi að vera um að nota ís-
lenskuna og að það megi ekki verða þannig að
við getum ekki notað hana. Þó að staðan sé
ágæt eins og er hafi verið miklar breytingar á
samfélaginu síðustu árin sem geti leitt til
hnignunar á ýmsum sviðum íslenskunnar.
Ármann segir að saga íslenskunnar sé mjög
flókin. „Það sem er sérstakt við íslenskuna,
finnst mér, er að 17. aldar íslenska er miklu
ólíkari fornsögunum en 19. aldar íslenska.“ Á
tímabilinu 1750 til 1850 hafi íslenskan breyst
og verið hreinsuð. „Fornmálið verður mikill
áhrifavaldur og smám saman breiðist út ís-
lenska sem er mjög lík fornmálinu að mörgu
leyti, með þeim afleiðingum að upp úr 1850
geta Íslendingar lesið fornsögurnar mjög létti-
lega,“ bendir Ármann á.
Hann telur að sambandi við fornsögurnar
hafi verið komið á aftur og að nútímastafsetn-
ing sé fornstafsetning. „Málbreytingar eftir
1400 eru meira og minna ekki inni í stafsetn-
ingunni. Þannig að hver sem kann íslenska
stafsetningu kann íslenskt 14. aldar mál,“ bæt-
ir hann við.
Stafsetning var ekki samræmd fyrr en á 19.
öld. Ármann segir að m.a. hafi verið ákveðið að
tengja saman 13. aldar íslensku og 19. aldar ís-
lensku. Stafsetningarreglum sé í raun komið á
að ofan og við fáum forníslensku í kaupbæti.
„Þessi tenging er að rofna að einhverju leyti.
Það er hætta á að ný nútímaíslenska verði til
sem sé ekki eins og 1920.“
Börn og gamalmenni skilji hvert
annað
„Það má alltaf velta fyrir sér hreintungustefnu
almennt. En öll svona samræming kemur á
tengslum. Ef íslenskan er íhaldssamt mál þýð-
ir það að börn og gamalmenni skilja hvort ann-
að,“ segir Ármann. „Málþróun er í sjálfu sér
ekkert slæm en hún veldur alltaf óþægindum
af einhverju tagi.“ Þetta þýðir ákveðið sam-
bandsleysi. Hreintungustefnan hefur skapað
samband milli fólks, að hans mati.
Misjafnar skoðanir eru á hreintungustefn-
unni. Í íslenskri tungu hafa málbreytingar ver-
ið stoppaðar og ekki finnst öllum það gott.
Kristján Jóhann Jónsson, dósent í íslenskum
bókmenntum við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands, telur það að vera með gegnheilt
tungumál einungis hugmynd.
„Norðmenn hafa þá hugmynd að það sé mik-
ils virði að varðveita allar mállýskur og öll til-
brigði í málinu. Þannig að þeir hugsa þetta al-
veg fullkomlega þvert á okkur og lifa ágætu
lífi,“ segir hann. Þarna þyrftum við að sjá okk-
ur í samhengi.
„Á milli kynslóða er alltaf eðlileg breyting,
þ.e. atvinnuhættir hverfa og orðaval hverfur
og annað kemur í staðinn. Tungumálið er alltaf
að breytast. Það er alveg öruggt mál. En
hversu mikil breytingin er eða hvort hún skipt-
ir máli er miklu erfiðara að átta sig á,“ segir
Kristján.
Að snappa, fótósjoppa og gúggla
Að sögn Eiríks eru dæmi um veiklun í kerfinu
okkar, en það eru orð eins og töff, næs og kúl
sem venjulega eru notuð óbeygð í íslensku. En
oftast ef tökuorð fá einhverja útbreiðslu falli
þau í flestum tilfellum inn í beygingarkerfið.
„Má þar nefna nafnorðið snapp, það fær ís-
lenskan framburð, rímar við happ. Það fær
hvorugkyn og greini, við tölum um snappið og
það breytir a í ö í fleirtölu eins og hvorugkyns-
orð gera, við tölum um mörg snöpp. Slettur
koma helst inn í máli unglinga. Ef þær sem lifa
laga sig að beygingakerfinu, eins og orðin
snapp, fótósjoppa, gúggla og ótalmargar aðrar
sé ég ekki að þær valdi miklum skaða,“ segir
Eiríkur.
Ferðamannastraumurinn hefur mikil áhrif,
að mati Eiríks. Verslanir og veitingastaðir séu
margir farnir að höfða til ferðamanna með
auglýsingum, matseðlum og ýmsum upplýs-
ingum sem séu á ensku og íslenskunni jafnvel
sleppt. Segir Eiríkur vita til þess af eigin raun
að veitingastaður í miðbænum hafi matseðilinn
aðeins á ensku og allt starfsfólkið tali einungis
ensku.
„Við erum með milljón ferðamenn á hverju
ári. Það þýðir að ansi mörg tungumál eru töluð
hér. Og okkur finnst fólk grandalaust gagn-
vart þessu,“ segir Ármann. „En maður spyr
sig; eru þessir ferðamenn virkilega komnir
hingað og vilja ekki sjá móðurmálið? Af hverju
er fólk að ferðast yfir höfuð ef það fær aðeins
ensku alls staðar?
Þurfum að geta talað við tækin
Framfarir í talgreiningu og talstýringu eru
miklar og von bráðar má búast við að ýmsum
algengum heimilistækjum verði stjórnað með
því að tala við þau. Eiríkur segir þurfa átak á
sviði íslenskrar máltækni til að sporna við
þessari þróun. „Það þarf fé til að útbúa ákveð-
in gögn og vinna ákveðna tæknivinnu. Verði
þetta ekki gert er hætta á að íslenskan missi
stórt notkunarsvið yfir til enskunnar. Fyrsta
skrefið er að málnotendur og stjórnvöld átti
sig á þeim gífurlegu breytingum sem hafa orð-
ið á umhverfi og aðstæðum íslenskunnar á ör-
fáum árum, til hvers þær gætu leitt, og hvern-
ig hægt væri að bregðast við.“
Risarnir vilja íslensk stýrikerfi
Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, þýðandi og ís-
lenskufræðingur, hefur fengist við þýðingar
fyrir stórfyrirtæki á borð við Microsoft,
Google og Samsung. Þeir hafa séð hag sinn í
því að þýða hugbúnað og stýrikerfi sín yfir á ís-
lensku. Svanhvít hefur ekki neina haldbæra
skýringu á því aðra en að Íslendingar séu góð-
ir viðskiptavinir. „Það er mjög dýrt fyrir þá að
þjónusta okkur á þennan hátt,“ segir Svanhvít
og bendir á að þessi fyrirtæki hafi ekki séð sér
hag í að þýða fyrir lönd sem eru mun stærri en
Ísland.
Hún segir að ótrúlega mikið sé þýtt yfir á ís-
lensku miðað við stærð landsins. Apple-fyrir-
tækið hafi aftur á móti ekki séð hag sinn í því
að íslenska stýrikerfið sitt.
Þýðingarvélar koma aldrei
í staðinn fyrir þýðendur
Tæknibreytingar eru hraðar og Íslendingar
þurfa að fylgja þeim eins og aðrir ef þeir ætla
ekki að heltast úr lestinni, að mati Svanhvítar.
Önnur lönd hafi tæknivætt þýðingarkerfin sín
og vélþýðingar séu algengari en áður. Með
þýðingarvél sé hægt að margfalda þann orða-
fjölda sem þýddur var áður með hefðbundnum
hætti. „Þýðingarvélar af þessu tagi eru dýrar.
En þær geta skorið úr um það hvort við fylgj-
um eftir þróuninni eða ekki. Slíkar vélar koma
aldrei í staðinn fyrir þýðendur en flýta mikið
fyrir. Afleiðingarnar verða þær að stóru fyrir-
tækin vilja ekki lengur eiga viðskipti við okkur
því að mannlegu þýðingarnar eru miklu dýrari
en þær vélrænu. Það sem gerist er að öll stýri-
kerfi verða á ensku og við töpum íslenskunni á
þessum vettvangi,“ segir hún.
En allt kostar þetta peninga og Íslendingar
Er íslenskan
að deyja út?
Á tímum alþjóðavæðingar og tæknibyltinga hafa komið upp
vangaveltur um stöðu íslenskrar tungu. Hún er talin vera
undir meiri þrýstingi en oft áður. Tunga sem aðeins rúmlega
300.000 manns tala er líklegri til að eiga undir högg að sækja
og jafnvel hverfa smám saman. En nákvæmlega hvaða ógn
steðjar að íslenskunni? Á óeðlileg þróun sér stað og ef svo er,
hvað er hægt að gera til að sporna við henni?
Bára Huld Beck og Bergþóra Jónsdóttir
Fátt er íslenskara en
sauðkindin nema ef vera
skyldi íslensk tunga.
’Að rita íslenskuer ekki aðeinseitthvað sem rithöf-undar og bók-
menntafræðingar
þurfa að kunna.
’Forsendan fyrirþví að íslenskanlifi góðu lífi er aðforrit og stýrikerfi
séu á íslensku.