Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 47
HARPA, 19. – 20. SEPTEMBER NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á WWW.BRANDING.ENERGY Helstu sérfræðingar heims á sviði orku annars vegar og vörumerkjastjórnunar hins vegar ræða þróun orku markaða og hvaða hlutverki vörumerki gegna í breyttum heimi. Taktu þátt í umræðunni og kynntu þér í leiðinni stöðu Íslands sem orkuvörumerkis. UMSAGNIR UM CHARGE, FYRSTU RÁÐSTEFNU SINNAR TEGUNDAR Í HEIMINUM: KEVIN LANE KELLER PRÓFESSOR Í VÖRUMERKJASTJÓRNUN "The challenge in energy is to get people more involved and more engaged and that is going to take some differ- ent kind of marketing" ÞÓRARINN ÆVARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI IKEA „Góð vörumerki standa með neytendum og einfalda líf þeirra, enda er það grunnmarkmið IKEA að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Þetta á ekki síst við um orkunotkun, og IKEA er þegar brautryðjandi í LED lýsingu og hleðslurafhlöðum á viðráðanlegu verði fyrir alla. Straumar og stefnur í orku verða ræddar á CHARGE og því tekur IKEA þátt í því samtali.“ SKÚLI MOGENSEN FORSTJÓRI WOW AIR „Gæta þarf að því að eyðileggja ekki ímynd Íslands með skammtímahugsun. Hægt er að virkja hreina ímynd Íslands og íslenskrar orku án þess að ganga frekar á auðlindir landsins. Ein leið til þess er að hlúa að vörumerkinu Íslandi og CHARGE er frábær vettvangur til að hefja umræðuna.” HÖRÐUR ARNARSON FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR „Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli hagsmuni af því að tengja vörumerki sín við sjálfbæra nýtingu auðlinda – tenging við hreina og endurnýjanlega íslenska orku getur styrkt fyrirtæki í markaðssetningu og gefur ráðstefnan færi á að kynna sér tækifæri í þessum efnum.“ BIRNA EINARSDÓTTIR BANKASTJÓRI ÍSLANDSBANKA „CHARGE er gríðarlega mikilvægur vettvangur í orkuheiminn og frábært að Ísland sé gestgjafi fyrir þennan merkilega viðburð.“ ORRI HAUKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SÍMANS „Fimm milljónir nýrra tækja tengjast internetinu á hverjum degi. Öll nýta þau orku. Vegir orku og fjarskipta liggja æ víðar saman. Því er mikilvægt fyrir fjarskiptafélag eins og Símann að vera virkur þátttakandi í orkutækni og leggja CHARGE lið til að skilja þarfir neytenda í framtíðinni.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.