Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 35
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Kangerlussuaq er fimmti áfangastaður Flugfélags Íslands á Grænlandi og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2007, að sögn Árna Gunnars- sonar, framkvæmda- stjóra félagsins. Hinir áfangastaðirnir eru Narsarsuaq á Suð- ur-Grænlandi, Ilulissat og Nuuk á vest- urströndinni og Kulusuk á austurströnd- inni. Flogið er allt árið um kring á tvo síðastnefndu staðina en á hina yfir sum- artímann. Árni segir Flugfélag Íslands stöðugt á höttunum eftir nýjum tækifærum og eft- ir að félagið tók Bombardier-vélar sínar í notkun, fyrst tvær Q200 37 sæta og síðan þrjár Q400 72-76 sæta, hafi flug til áfangastaða sem eru lengra í burtu frá Reykjavík orðið að möguleika, eins og til dæmis Kangerlussuaq. Áætlunarflug til nýrra áfangastaða á sér alltaf aðdraganda og segir Árni ákvörðun um að hefja beint flug til Kan- gerlussuaq hafa verið tekna síðasta haust og hófst þá kynning af fullum þunga. Fyrsta ferðin var farin í júní á þessu ári og flaug Flugfélag Íslands tvisvar í viku til Kangerlussuaq út ágúst. Þetta er þolinmæðisverk Árni segir sætanýtingu hafa aukist jafnt og þétt er leið á sumarið og á heildina litið geti félagið verið ánægt með árangurinn af þessu nýja flugi. „Þetta er þolinmæðisverk; Kangerlus- suaq er ekki þekktur sem áfangstaður ferðamanna. Reynslan frá sumrinu er samt það góð að við erum staðráðin í að halda áfram að fljúga þangað næsta sumar. Við förum með væntingar inn í nýtt ár og erum bjartsýn á að þessi nýi áfangastaður eigi eftir að vaxa mikið í náinni framtíð,“ segir Árni. Hann segir Flugfélag Íslands líta á Grænland sem sinn heimamarkað og mikill áhugi sé fyrir því að byggja Ís- land upp sem tengistöð enda sé Græn- land mjög vinsæll áfangastaður, sér í lagi hjá erlendum ferðamönnum. „Í Evr- ópu tengja margir Ísland við Grænland og löndin styðja vel hvort við annað. Þá fer áhugi á Grænlandi ört vaxandi í As- íu.“ Hann segir Íslendinga einnig hafa nýtt sér flugið til Kangerlussuaq og við- brögð þeirra hafi almennt verið mjög já- kvæð. „Það er greinilega vaxandi áhugi á Grænlandi hér heima líka.“ Að áliti Árna er aðdráttarafl Kanger- lussuaq fyrst og fremst fólgið í stórbrot- inni náttúru, kyrrð, víðsýni og nálægð- inni við Grænlandsjökul. „Kangerlussuaq hentar vel fyrir hverskyns ævintýraferðir, til dæmis á hundasleðum, enda hefur ferðaþjónusta á svæðinu, eins og annarsstaðar á Græn- landi, verið í örum vexti. Við erum að tala um 12% vöxt í komum erlendra ferðamanna til Grænlands á milli ára sem er mjög gott. Það er Flugfélagi Ís- lands sönn ánægja að taka þátt í þessari uppbyggingu.“ Förum með væntingar inn í nýtt ár Árni Gunnarsson að skipta, eins og brúin yfir ána fékk að reyna fyrir fjórum árum; hluta hennar skolaði hrein- lega burt í einu hlaupinu. Sumarið var óvenju- hlýtt og fyrir vikið bráðnaði meiri ís en ella, með þeim afleiðingum að yfirborð Qinnguata Kuus- sua og hinnar árinnar á svæðinu, sem ber engu ómerkilegra nafn, Akuliarusiarsuup Kuua, hækkaði verulega. Ármótin eru austur af þorp- inu. Áhrifa loftslagsbreytinga gætir víðar; skammt þar frá er gríðarstór og skraufþurr hola í jörðinni sem einu sinni var blómleg tjörn. Fyllt hefur verið í skarðið á brúnni og í hlíð- inni fyrir ofan er prýðilegt útsýni yfir þorpið og fjörðinn. Ferðalangar frá Íslandi eru settir út á sérlegum útsýnispalli en athygli vekur að rútu- bíllinn bakkar þangað upp. „Ég get ekki snúið við þarna uppi,“ útskýrir bílstjórinn til að fyr- irbyggja allan misskilning um sérvisku. Allir halda sig á pallinum nema Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem tekur skyndilega á rás niður í miðja hlíðina. Hefur lík- ast til séð þar einhvern vinkil. Fóru þær upplýs- ingar framhjá manninum að sauðnaut ganga laus á þessum slóðum? Svartir deplar á hreyfingu Stundu síðar nauðhemlar rútubílstjórinn og bendir okkur á téða skepnu. „Horfið upp, yfir tjörnina, og þá sjáið þið tvo svarta depla á hreyfingu!“ „Ha? Hvar? Hver? Hvað?“ gellur í mann- Aðalgatan í Kangerlussuaq heitir því ágæta nafni Myers Avenue. Þar er kirkjuna og ráðhúsið að finna. Horft yfir Kangerlussuaq, flugvöllinn, ána og þorpið. Lífríkið er fjölbreytilegt í Kangerlussuaq og sauðnaut setja sterkan svip á umhverfið. skapnum. Og mikill er andskotinn (þið afsakið orðbragðið!), þarna eru tvö sauðnaut, ellegar moskusuxar, sannarlega á beit í haustgulri túndrunni. Skömmu síðar kemst hópurinn í meira návígi við þessa sérkennilegu skepnu sem lætur sér þó fátt um finnast. Horfir stundarkorn á okkur í forundran en heldur svo áfram að róta eftir æti. „Sjáiði! Sjáiði! Þau eru þrjú en ekki tvö,“ hljóð- ar kona í hópnum upp yfir sig. „Hvaðan kom það þriðja?“ Ég get ekki á mér setið og held því fram að það hafi fæðst fullskapað meðan við horfðum á hin tvö. Allan þennan tíma. Veit ekki hvort grínið hitti í mark. Hið villta lífríki Kangerlussuaq er sagt mjög litríkt en meðan á skoðunarferðinni stendur kem ég aðeins auga á eina hvíta kanínu og hún vill ekkert við okkur tala. Nema síður sé. Kirkjugarðurinn fyrir ofan þorpið vekur at- hygli, en hann er afar lítill. Á því er eðlileg skýr- ing; garðurinn var ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2008. Fram að því var flogið með alla sem sáluðust í þorpinu á brott. Nú hefur fólk alltént val, ræður hvort það er jarðað í sinni heima- byggð eða flutt annað. Átján holu golfvöllur Ef vel er að gáð er þarna líka átján holu golf- völlur, sá nyrsti á þessari jörð. Tveir meðlimir eru í klúbbnum; „hálfvirkir“, að sögn bílstjór- ans. Meðalhitinn í Kangerlussuaq í september er um þrjár gráður og er nálægt því meðan und- irritaður stingur þar við stafni. Sumarið er þokkalega hlýtt, hiti getur farið upp í hálfa sautjándu gráðu, en veturinn nístingskaldur. Kaldastur er febrúar, en þá er meðalfrostið 21 gráða. Janúar og mars koma þar skammt á eft- ir. Helsta aðdráttarafl Kangerlussuaq er náttúr- an enda stutt í eitt af undrum veraldar, sjálfan Grænlandsjökul. Ævintýrafólk sækir þangað fyrir vikið í ríkum mæli. Heimamenn segja stað- inn þó engu síðri fyrir fólk sem sækist fyrst og fremst eftir kyrrð og ró. Þá fullyrða þeir að hvergi á byggðu bóli séu betri líkur á því að sjá norðurljósin. Í allri sinni dýrð. Um að gera að henda í eins og eina sjálfu innan um hamrana og túndruna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.