Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 41
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 varps- og sjónvarpsefni. Það er mik- ill misskilningur að börn þurfi læti og hraða til að hafa gaman, þau þurfa ró í hjarta sínu,“ segir Bernd og bætir við að brúðuleikhúsið hafi undanfarin ár verið í sókn þrátt fyrir stafræna byltingu. „Það er svo merkilegt að til dæmis þegar kvikmyndin Titanic kom út, þar sem heilt skip var búið til, látið sökkva og allt svo raunverulegt, var sem tæknilega fullkomnunin væri svo rosaleg að það væri ekkert hægt að gera hér eftir. En þá kom kærleikurinn og til- finningarnar aftur til sögunnar og næsti James Bond eftir Titanic; hann var látinn gráta. Þetta er að mínu mati dæmi um hvernig tækni- legi fullkomnunarheimurinn getur í raun ekki skákað því sem er ofur- mannlegt og einfalt. Fólk vildi ein- faldar mannlegar tilfinningar eftir alla þessa tækni. Það sama á líka við um myndir eins og Hringadróttinssögu. Þar var Gollrir skapaður eftir tækninnar kúnstum og var algjörlega fullkomin vera. En hann var „alveg eins“ og al- vöru, það er að segja, þú gast ekki Laugardaginn 17. september kl. 14 verður Birta Fróðadóttir, sýningar- stjóri Smiður eða ekki um ævi, með leiðsögn um sýninguna en á henni eru verk ömmu hennar og nöfnu, Birtu Fróðadóttur innanhússarkitekts. Heimildamyndin Garn er sýnd um helgina í Bíó Paradís, 17. og 18. sept- ember kl. 18.00. Í Garn er fylgst með alþjóðlegu lista- og handverks- fólki útfæra hið gamalgróna prjón og hekl eftir sínum hætti. Sýningarlok á RÍKI - flóra, fána, fabúla er sunnudaginn 18. sept- ember í Hafnarhúsinu. Af því tilefni verður umræðufundur kl. 13.00 og leiðsögn Markúsar Þórs Andr- éssonar um sýninguna að því loknu. Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona gengur um sýninguna Tímalög í Listasafni Árnesinga sunnu- daginn 18. sept- ember kl. 15 og spjallar við gesti. Á sýn- ingunni má sjá myndir eftir Erlu og Karl Kvaran. Leikverkið Sóley Rós ræsti- tæknir er sýnt í Tjarnarbíói í kvöld, laugardaginn 17. september, en verkið fjallar á grátbroslegan hátt um hvunndagshetju í sam- tímanum. MÆLT MEÐ Aðstandendur sýningarinnar frá vinstri: Magnús Magnússon, Jóhann Friðrik Ágústsson, Hildur M. Jónsdóttir, Bernd Ogrodnik og Ágústa Skúladóttir. Á myndina vantar Ólaf Ágúst Stefánsson. Aðalpersónan, fíllinn, er engin smásmíði og raninn er meira að segja með sér stjórntæki. Á baki hans eru mýsnar sem eru föruneyti hans í sýningunni. snert hann því hann var tölvugerður. Brúður eru takmarkaðar en þær eru samt alvöru – þú getur snert þær.“ Bernd segist afar þakklátur fyrir samstarfið með Þjóðleikhúsinu. Það væri ekki hægt að setja svona sýn- ingu upp hérlendis án slíks sam- starfs og stuðnings en nokkur ár eru frá því að fyrsta sýningin var sett upp í samstarfi við leikhúsið. Þegar sýningum á Íslenska fílnum lýkur taka við þrjú stór verkefni erlendis, meðal annars í einu elsta og falleg- asta brúðuleikhúsi Póllands, í Portú- gal og þá mun Bernd vinna al- þjóðlegt verkefni með fókus á Downs-heilkenni. Í því verki er ekki ætlunin að sýna hvað hægt sé að gera fyrir fólk með Downs-heilkenni heldur hvað við getum lært af þeim einstaklingum og einnig er í undir- búningi sjónvarpsefni. „Við erum heppin að vera þekkt í þessum heimi þannig að við getum bókað okkur langt fram í tímann. Á næstsíðasta ári fórum við til 20 landa í fjórum heimsálfum og kenndum brúðuleikhúsgerð í löndum allt frá Indónesíu til Írans. Það er gefandi að hafa áhrif með brúðulistinni.“ VE R T Leikur? Þetta verður veisla Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.