Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 29
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ½ laukur 2 cm engiferrót 2 hvítlauksrif 1 lítið búnt fersk steinselja 1 búnt fersk mynta 600 g nauta- eða lambahakk 1 ½ tsk. sjávarsalt 1 msk. cumin (ath. ekki kúmen) 1 tsk. kóríanderkrydd ½ tsk. kanill ½ tsk. negull hnífsoddur rauðar piparflögur Látið grillpinna í vatn í um 20-30 mínútur til að koma í veg fyrir að þeir brenni. Setjið lauk, engi- fer og hvítlauk saman í mat- vinnsluvél eða saxið smátt. Blandið því næst öllum hráefn- unum vel saman í skál. Mótið hakkið í bollur eða hafið þær ör- lítið ílangar á grillpinnunum. Setjið í ísskáp í um 20 mínútur. Penslið grillteina með smá olíu og grillið bollurnar í 3-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær hafa eldast alveg í gegn og eru með fallega dökkum röndum á ein- staka stöðum. (Í tilfelli matar- boðsins var kjötið eldað í ofni því ekkert var grillveðrið.) Borið fram með flatbrauði og tzatziki- sósu. TZATZIKI-SÓSA 1 agúrka 1 ½ tsk. sjávarsalt 2 sítrónur ½ hvítlauksrif 350 g grísk jógúrt lítið búnt ferskt dill lítið búnt fersk mynta 2 msk. ólífuolía ½ tsk. pipar Rífið agúrkuna í gegnum stóru götin á rifjárni eða saxið smátt. Setjið í skál og blandið ½ tsk. af salti saman við. Látið bíða í ca. 15 mínútur. Fínrífið 1 msk. af sí- trónuberki og setjið í skál. Kreistið safann úr hálfri sítrónu í skálina. Fínrífið hvítlaukinn og bætið saman við sítrónusafann og börk- inn. Saxið dill og myntu smátt og bætið út í skálina. Bætið grískri jógúrt, olíu, 1 tsk. af salti og ½ tsk. af pipar saman við. Kreistið safann úr agúrkunni og bætið henni saman við jógúrt- blönduna. Geymið í kæli þar til maturinn er tilbúinn. Frá grgs.is Kofta frá Mið-Austurlöndum 1 heill soðinn kjúklingur 1 rauðlaukur 4 hvítlauksgeirar 2 rauðir chili 1 tsk. sambal oelek 1 egg 3 bollar Jasmin-hrísgrjón 3-10 msk. (eftir smekk) ket- jap manis – sæt sojasósa (fæst í asískum verslunum) Byrjið á að sjóða kjúkling- inn og kælið. Rífið niður og geymið. Sjóðið einnig hrís- grjónin skv. leiðbeiningum og kælið. Þegar búið er að kæla hrísgrjón og kjúkling má fara að matreiða rétt- inn. Hitið olíu á Wok- pönnu eða í potti. Hrærið út eggið og steikið á pönn- unni. Bætið því næst rauð- lauknum, hvítlauknum og chili á pönnuna. Hrærið þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið því næst rifna kjúklingnum á pönn- una og sambal oelek. Hrærið. Soðnu hrísgrjónin koma síðast á pönnuna og öllu er varlega hrært sam- an. Í lokin er ketjap manis bætt við. Það er smekks- atriði hversu mikið af soja- sósunni er notað – en byrj- ið á ca. 3 msk. og bætið svo við ef ykkur finnst of dauft. Gott eitt og sér eða bor- ið fram með t.d. naan- brauði eða jafnvel hvít- lauksbrauði. Nasi Goreng frá Indónesíu 1 bolli gular linsubaunir 1 stór eða 2 litlir rauðir laukar, skornir smátt 1 msk. engifer, fínt skorið eða rifið 3 hvítlauksrif, rifin 1 meðalstór tómatur, skorinn smátt lúka skorið kóríander ½ tsk. salt (gott að smakka til og bæta við ef þarf) ¼ tsk. ferskur rauður chili, smátt skorinn 1 tsk. túrmerik ½ tsk. Garam Masala ¼ tsk. mulin svört piparkorn Skolaðu baunirnar og láttu vatn renna í gegn þrisvar. Láttu þær svo liggja í vatninu í korter. Á meðan er hægt að undirbúa hin hráefnin. Settu 2 ½ bolla af vatni í pott og bættu baunum út í (sem þú hefur sigtað frá vatninu sem þær lágu í). Bíddu eftir að suðan komi upp og bættu þá út í hvítlauknum og ½ tsk. túrmerik. Saltaðu eftir smekk. Hafðu pottinn á hita þar til baun- irnar eru eldaðar í gegn. Í djúpri pönnu eða potti, settu smá olíu (t.d. kókósolíu) og hitaðu á miðl- ungshita. Steiktu laukinn þar til hann er gullinbrúnn og bættu þá út í engiferinu. Hrærðu annað slagið og bættu við smá vatni ef þér finnst þetta vera að brenna. Þegar laukur og engifer er orðið að nokk- urs konar mauki, bættu þá tóm- atinum út í. Síðan máttu setja af- ganginn af kryddunum og hræra vel. Bættu þá baununum út í og eldaðu í fimm mínútur í viðbót. Þegar allt er tilbúið skaltu strá yfir kóríander. Gott er að bera þetta fram með hrísgrjónum. Baunaréttur frá Pakistan Skosk egg frá Nígeríu 300 g pylsuhakk* 5 harðsoðin egg 1 egg (hrátt) 2 bollar hveiti 2 bollar rasp olía til djúpsteikingar ½ tsk. salt smá pipar 3 bollar vatn *Pylsuhakkið var keypt í Pylsumeist- aranum í Laugalæk og kryddað með ferskri steinselju, salti, pipar, þurrk- uðu basil, óreganó og chiliflögum. Kryddaðu pylsuhakkið. Sjóddu eggin í ca. 10 mínútur og láttu svo standa um stund í köldu vatni. Hrærðu hráa egginu í skál og geymdu til hliðar. Taktu skurn af eggjum. Taktu hakkið og settu ut- an um hvert harðsoðið egg. Dýfðu í hráa eggið, svo í raspið og að lok- um í hveitið. Láttu standa í korter og rúllaðu þeim aftur í raspið. Djúpsteiktu í heitri olíu yfir með- alhita þannig að kjötið eldast, eða í ca. 3-4 mínútur. Veiddu upp úr, láttu kólna smávegis og skerðu svo langsum í tvennt. Frá www.afrolems.com. 300 g hveiti ½ tsk. sjávarsalt 50 g smjör 185 g mjólk ½ tsk. olía Blandið smjöri og mjólk saman og hitið þar til smjörið er næstum bráðið. Bætið hveiti, salti, smjöri og mjólk saman við. Hnoðið saman. Geymið í skál með plastfilmu yfir í um 30 mínútur. Skiptið deiginu í 5-6 hluta og fletjið út, not- ið hveiti eftir þörfum. Gott að hafa brauðin í þynnri kantinum og ílöng. Steikið á olíu- smurðri pönnu eða grillið. Vefjið elduðu brauðunum í viska- stykki og geymið þar til þær eru bornar fram. Frá grgs.is Flatbrauð án gers

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.