Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 27
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 Hjá okkur færð þú ótrúlegt úrval af hágæða þýsku harðparketi frá Parador, Krono Original og Meister. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Þýskt harðparket GÆÐI ALLA LEIÐ Það eru nokkur atriði sem valda slæmri andremmu eftir hvítlauks- át. Orsökin er þó aðallega ákveðin efnasambönd í hvítlauknum sem stuðla að vexti örvera í munn- inum. Þrátt fyrir burstun og munnskol er erfitt að fjarlægja lyktina en það er vegna þess að þessi efnasambönd ná að finna sér leið inn í blóðrásina. Það er ekki fyrren við náum að svitna frá okk- ur lyktinni sem andfýlan loksins hverfur. En hvítlaukur er bara svo góður og ómissandi að þetta skrítna ferli þykir mörgum líklega alveg þess virði. HVÍTLAUKURINN Bragðgóður en skilur eftir sig slóð. Morgunblaðið/Kristinn Af hverju andfýla? Það eru mörg hráefni sem geta keyrt upp heilsuna og kraftinn í kroppnum. Grænkál er þar mjög ofarlega á lista en einnig er á list- anum að finna túrmerik. Kryddið hefur verið notað með- al manna í yfir 4.000 ár en það hef- ur verið að koma sterkt inn, þar á meðal hjá skapandi matreiðslu- mönnum, því kryddið má nota í allskonar matargerð. Klassískir karríréttir, indversk matargerð yf- ir í búst, sælgæti og allt þar á milli. Í rauninni er túrmerik algjörlega ómissandi í indverska karrírétti og einnig í einhverjar tegundir af sinnepi. Túrmerik er sérstakt í laginu og kemur í allskonar útfærslum. Kryddið kemur frá rót curcuma- plöntunnar og hefur örlítið sterkt piparbragð. Liturinn á túrmerik- kryddinu kemur frá skær-appel- sínugulum berki sem rót plönt- unnar ber með sér. En það er ekki aðeins liturinn sem er heillandi við kryddið heldur ber það ýmsa aðra eiginleika með sér. Í gamla daga var túrmerik not- að við lækningar bæði í Indlandi og Kína. Það er afskaplega bólgu- eyðandi, dregur úr brjóstsviða og meltingartruflunum. Þá er það af- ar gott fyrir blóðrásina og talið er að það geti dregið úr líkum á krabbameini. TÚRMERIK ER MÁLIÐ Hið ómótstæðilega gula krydd Túrmerik hefur ýmsa eiginleika, ekki er það aðeins gott krydd í matargerð heldur hefur það einnig ákveðinn lækningarmátt og t.d. er það bólgueyðandi. Getty Images/iStockphoto Nú er haustið í rauninni skollið á og vinna og skóli tekin við. Þá er eins gott að hugsa vel um líkama og sál og hlúa að huganum. Það er snjallt að borða holla fæðu og ekki verra ef hún hjálpar manni að muna allt sem þarf að muna. Grænblöðungar, feitur lax, ber og ávextir með dökkt hýði eru dæmi um fæðu sem stjanar við minnið. Einnig kaffi, dökkt súkkulaði, jómfrúar-ólífuolía og kaldpressuð kókosolía. Ekki amalegt að geta hámað þetta í sig að vild. ERTU GLEYMIN/N? Súkkulaði, ber og kaffi. Namm. Morgunblaðið/Ómar Matur fyrir minnið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.