Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 37
aðarorð forsetans ýti undir að kjósendur yfirgefi Pírata til að forða stjórnarkreppu og halli sér að „hugsjóna- lausu“ flokkunum, sem búa við vantraust, að mati for- setans. Segja má, að ígildi stjórnarkreppu hafi ríkt síð- an boðað var til kosninga til að þóknast tunnuslögurum á Austurvelli. Leiðtogar stjórnarandstöðu hafa lýst því yfir að eftir að ríkisstjórnin nefndi kjördaginn hafi 38 manna þing- meirihluti ekki lengur haft forræði mála á Alþingi. Það er skrítin sýn á lýðræðið, en hefur gengið eftir. En það er huggun þessum lýðræðisharmi gegn að málið er ekki mikið betra annars staðar og sums staðar verra. Þegar horft er til erlendra fjölmiðla mætti ætla að helsta viðfangsefni stjórnmála snúist um salerni og hvort þau skuli verða eins fyrir alla eða eitt fyrir hvert kyn, sem hefur fjölgað úr tveimur í tuttugu og eitt, samkvæmt viðurkenndum fræðum. Ef marka má um- ræðurnar getur fjöldi kynja í þessu sambandi orðið óendanlegur, því að einstaklingar eigi rétt á að nýta það salerni sem „kynveruleiki þeirra“ segir til um. Mörg ríkisþing í Bandaríkjunum engjast vegna þessa álitamáls um þessar mundir. Enn mikilfenglegri mál En fleira nemur mikla athygli fjölmiðla. Tveimur dög- um áður en Hillary Clinton féll í yfirlið 11. september vegna lungnabólgu, eftir því sem best er vitað, hélt hún ræðu yfir velmegandi fólki í New York. Fullyrti hún að helmingur stuðningsmanna Donalds Trumps ætti heima „í hryllingskörfu“ (basket of deplorables). Var þessum orðum vel fagnað á samkundunni. Utan hennar mæltist lýsingin ekki eins vel fyrir. Sumir stuðningsmanna frú Hillary sögðu að Trump sjálfur væri vissulega orðlagður fyrir stóryrði og skæt- ing. Því væri sanngjarnt að víkja slíku að honum, en taktísk mistök að hnjóða í kjósendur hans, jafnvel milljónir þeirra eða fleiri. Hillary dró í land og varla þó. Hún sagðist ekki hafa átt að tala með svo almennum hætti og hún sæi eftir að hafa notað orðið „helmingur“. Þar með stóð auðvitað eftir að þótt frambjóðandinn léti sem hún bæðist afsök- unar, þá var því haldið opnu að „hryllingurinn í körf- unni“ kynni að ná til enn fleiri kjósenda Trumps. Nú er svo komið að Donald Trump er jafn Hillary að fylgi. En fyrir rúmri viku töldu fréttaskýrendur úr báðum herbúðum að hún væri nánast búin að vinna. Trump gætti sín vel fyrst eftir að Hillary féll saman 11. september. Það þótti ólíkt honum og vísbending um að hann léti að stjórn ráðgjafa sinna. En nú gerir hann út á það, að sýna hve vel hann sé á sig kominn og birtir mælingar úr læknisskoðun til að sanna það. Þannig heldur hann veiklunarmáli Hillary vakandi og gefur sjónvarpsstöðvum tilefni til að endursýna slá- andi myndbandið um kippi hennar og fall. Trump fór í skemmtiþátt og leyfði þáttarstjórnanda að læsa krumlu sinni í appelsínugult hárið til að sann- reyna að það væri ekta. Fróðir menn segja að þetta virki. Auðvitað er æskilegt að fólk sem vill fá að gegna valdaembætti á veraldarvísu hafi til þess burði. Mætti þó ætla að andlegir kraftar og manngildi skiptu nokkru máli. Vandinn er að auki sá, að læknisskoðanir, sem geta sýnt að eitthvað bjáti á, sanna ekki að ekkert bjáti á. Knattspyrnumenn eru keyptir fyrir ógnarfé. Fyrirvari er settur um að þeir standist stranga læknis- skoðun. Þetta eru íþróttamenn í blóma lífsins. Það breytir þó ekki því, að fyrir hefur komið að þessir ungu menn hafa orðið bráðkvaddir á leikvangi. Winston Churchill var kannski sá eini sem fær var um að snúa Bretum á sigurbraut í seinni heimsstyrj- öld. En er víst að hann hefði staðist nútíma læknis- skoðun? Myndi hann þykja kjörtækur nú, ef birt væri greinargerð um áfengismagn sem hann sötraði á hverjum degi og vindlarnir sem hann reykti? Í vikunni kom fram að Trump hvorki reykti né drykki. Varasamt er að nefna Hitler illmennið til sögu, sem örugglega á heima í hryllingskörfu. Hann var grænmetisæta og bindindismaður. En varla jafnaði það stjórnmálalega annmarka hans. Gagnsæi og mælikvarðar nútíma stjórnmála eru álíka gagnleg tæki og siðareglur sem hinir og aðrir sið- leysingjar setja sér. Svo eru það hugsjónirnar Forsetinn okkar telur að Píratar skeri sig frá öðrum, því þar fari „hugsjónafólk.“ Forsetinn telur einnig að þær hugsjónir geti orðið vandamál. Og vissulega eru dæmi um slíkt. En hvað sem því líður væri æskilegt að fá upplýst í tæka tíð fyrir kjördag hverjar helstu hug- sjónir Pírata séu. Þeir hafa átt fulltrúa á Alþingi í rúm 3 ár, og farið með hugsjónir flokksins sem ríkisleynd- armál. Flokkur sem sagði það hlutverk sitt að upplýsa um ríkisleyndarmál. Þessi umræða kemur á óvart. Menn héldu að hug- sjónaleysi væri helsta einkenni nútíma stjórnmála. Jafnvel hættumerki. Horfum á fyrirheitna ríki sumra, ESB. Forsvarsmenn 28 ríkja mæta reglubundið til sameiginlegra leiðtogafunda. Þeir koma úr „ólíkum“ flokkum beggja vegna miðjunnar. En á þessum fund- um verður aldrei vart við ágreining af hugsjóna- ástæðum. Sífellt er verið að kjósa í einstökum ríkjum. Framgangan á leiðtogafundum er alltaf jafneinsleit og fyrr. Kosningar breyta engu. Það er sérkennilegt og áhyggjuefni. Kunnuglegt Forseti Íslands hefur nú upplýst umheiminn um það, skömmu fyrir kosningar, að það ríki vantraust á gömlu flokkunum „þar uppi.“ Sama má sjálfsagt segja um stóru löndin í Evrópu. Flokkar þeirra Merkel og Hol- lande eru í andbyr. Þeir eru raunar ekki sömu megin miðlínu stjórnmála. Annar hægra megin og hinn vinstra megin. En það breytir engu. Ekki er vitað um neinn skoðanamun leiðtoganna í Evrópumálum, inn- flytjendamálum, skattamálum eða öðrum málum. Ekki frekar en hér uppi, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn treystir Bjartri framtíð betur fyrir innflytj- endalöggjöf en sjálfum sér. Nýir flokkar eins og AfD, (Önnur leið fyrir Þýska- land) og Þjóðfylking Marine Le Pen sækja að „gömlu flokkunum“, valdaflokkum í Evrópu. Þessir tveir flokkar eru örugglega meiri „hugsjóna- flokkar“ en Píratar, þótt þær hugsjónir falli ekki endi- lega í kram fréttaskýrenda. Í þessum tveimur löndum ríkir líka mikið „vantraust á gömlu flokkunum.“ Samkvæmt því mætti ætla að víðar sé von á stjórn- málalegri upplausn en hér á norðurhjara. Kannski hafa þeir orð á því þar. Hver veit? Morgunblaðið/RAX Fjallsárlón í Öræfum. 18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.