Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 14
K
ristín er greinilega þessa rögg-
sama týpa sem kallar ekki allt
ömmu sína. Hefur góða nærveru,
er ófeimin og hefur gaman af því
að vinna með fólki. Þetta eru
sennilega allt góðir kostir fyrir stjórnanda í
mannúðarsamtökum en Kristín hefur nú starf-
að sem framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands
í níu mánuði, eða eina meðgöngu eins og hún
orðar það, og líkar stórvel. Þar á bæ eru verk-
efnin næg og það þarf að halda vel á spöðunum,
ekki síst í fjármálum, en Kristín segir að horft
sé í hverja krónu.
Stjóri ellefu viðskiptaráða
Kristín er gift Kristjáni Kristjánssyni fjöl-
miðlamanni og eiga þau fjögur börn á aldrinum
12 til 24 ára. Þau búa öll enn heima og ein kær-
asta að auki þannig að það er líf og fjör á heim-
ilinu og nóg að gera, bæði heima og í vinnu.
Kristín er með próf í þjóðhagfræði frá
Þýskalandi og bjó þar og í London um skeið en
eftir heimkomuna sótti hún um vinnu hjá Þýsk-
íslenska viðskiptaráðinu sem var þá nýstofnað.
Kristín fékk vinnuna og fann sig vel þar. „Mér
fannst það algjör draumur að vera í að byggja
eitthvað upp og tengjast Þýskalandi þar sem ég
var búin að vera lengi og þekkti vel. Svo smám
saman hlóðust fleiri ráð á verkefnalistann og
ýmist tók ég við tilbúnum tvíhliða ráðum eða
vann að því með fólki að stofna ný ráð. Og þeg-
ar ég hætti voru þau orðin ellefu,“ segir hún og
brosir.
Hún var þá orðin framkvæmdastjóri flestra
millilanda-viðskiptaráða landsins en á milli 800-
900 fyrirtæki eru félagar í þessum ráðum.
„Þetta er vinna þar sem kannski er ekki hægt
að mæla hvort árangur næst. Þetta snýst fyrst
og fremst um að leiða saman fólk og mynda
tengsl sem geta nýst í viðskiptum. Þó að tölvu-
póstur og slíkt sé dásamlegt fyrirbæri þá þarf
að mynda traust maður á mann ef vel á að
vera,“ segir hún.
Sjálfboðaliðar eru grunnurinn
Í þeirri vinnu öðlaðist Kristín dýrmæta reynslu
af uppbyggingarstarfi og stjórnunarstarfi. „Ég
vann mjög þétt með stjórnum ráðanna; var með
120 manns í þeim. Þó ég væri ein á skrifstof-
unni og í raun bæði sendill og framkvæmda-
stjóri, þá vann ég í reynd mjög mikið með öðru
fólki. Í svona ráðum skiptir mjög miklu máli að
stjórnirnar funkeri, þær eru ólaunaðar og fólk-
ið í þeim þarf að hafa gaman af því að hittast og
búa eitthvað til. Furðulegt nokk, þá er margt
sameiginlegt með Rauða krossinum og þessum
frjálsu félagasamtökum. Sjálfboðliðar koma
saman í stjórnum eða verkefnum af því þeir
hafa áhuga á að búa eitthvað til sem getur
gagnast fyrirtækjunum sem eru félagar í ráð-
unum. Sama með Rauða krossinn, hann er
sjálfboðaliðahreyfing og sjálfboðaliðar eru
grunnurinn að öllu starfinu. Þeir gefa tíma sinn
en starfsfólkið er hér til að styðja við vinnu
þeirra. Sjálfboðaliðarnir eru 4.500, svo erum við
með bakhjarla sem kallast mannvinir. Þeir eru
um 11 þúsund og eru líka mjög mikilvægir,
enda það fólk sem styður við starfið með fjár-
framlagi. Án þess væri allt miklu erfiðara. Síð-
an eru um 20 þúsund skráðir meðlimir í félag-
inu. Í heild eru þetta því yfir 35 þúsund manns
sem tengjast Rauða krossinum á Íslandi beint
og óbeint í gegnum starfið um allt land,“ út-
skýrir Kristín.
Gefandi að hjálpa öðrum
Fyrstu kynni Kristínar af Rauða krossinum
voru þegar hún var 16 ára en þá starfaði hún á
sumardvalarheimili fyrir börn á Silungapolli.
Löngu síðar gerðist Kristín sjálfboðaliði í
Konukoti og þaðan lá leiðin í formann
Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. „Það var
mjög gefandi að vera í Konukoti sem er athvarf
fyrir heimilislausar konur. Svo leiddi eitt af
öðru og ég bauð mig fram í embætti formanns
Reykjavíkurdeildar,“ segir hún. Kristín sótti
svo um starf framkvæmdastjóra þegar það var
auglýst í fyrra og hreppti starfið en umsækj-
endur voru sjötíu talsins.
Blaðamaður forvitnast um ástæður þess að
bjóða sig fram í sjálfboðavinnu í Konukoti.
„Mig langaði að nota þessar fágætu frístundir
sem ég átti til að gefa af mér meira en ég hafði
gert. Í fyrsta lagi til að gefa af tíma mínum til
hóps sem ég hafði aldrei áður komið nálægt. Í
öðru lagi vildi ég vera fyrirmynd heima en ég
stimplaði mig út tvisvar í mánuði til að fara að
elda fyrir konur sem eiga ekki heimili og eiga
ekki neitt. Þriðja ástæðan er sú að maður fær
svo mikið kikk út úr því að gera góðverk. Það er
ekki þannig að maður sé að skreyta sig með því
að vera sjálfboðaliði en það er einhver ótrúleg
vellíðan sem fylgir því að hjálpa þeim sem eru
hjálpar þurfi,“ segir Kristín sem naut þessara
kvöldi í Konukoti. „Þarna mætti maður og
slökkti á símanum og milli kl. 17 og 23 var mað-
ur í sérstöku andrúmslofti. Þetta var ákveðin
afkúplun og slökun úr daglega stressinu,“ segir
Kristín.
Tekur árið að komast inn í starfið
Kristín segist vera búin að nota árið til þess að
koma sér inn í það viðamikla og flókna starf
sem hún nú gegnir sem framkvæmdastjóri.
„Það er heilmikið sem ég þarf að setja mig inn í
en það er svo margt fólk sem kemur að Rauða
krossinum, bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar,
sem hægt er að læra af. Stundum er maður of
ákafur og vill setja sig hratt inn í mál og keyra
þau áfram en ég sá fljótt að ég yrði að gefa mér
árið og rúmlega það til að komast inn í allt.
Rauði krossinn er eins og stórt skip sem siglir
áfram á hverju sem dynur, allt er í föstum
skorðum, hvort sem það er reksturinn, fjár-
málin eða skipulagið. Þó að það bætist við ný
verkefni er unnið hér eftir hugsjónum, sjö
grundvallarhugsjónum. Við getum alltaf leitað
inn í stefnu Rauða krossins og alheimshreyf-
ingarinnar til að máta hvar við erum stödd,“
segir hún.
Kristín segist hafa byrjað á starfsmanna-
málum. „Ég ákvað strax þegar ég byrjaði hérna
að þjappa starfsfólkinu vel saman. Við erum
með starfsemi hér í Reykjavík og á 42 stöðum
öðrum og það er mikilvægt að við róum öll í
eina átt. Ég vil búa til góða stemningu svo það
sé gaman að vinna því ánægt starfsfólk gefur
þúsundfalt meira tilbaka en óánægt. Ég hef
lagt mikla áherslu á að fara um landið og kynn-
ast fólkinu sem rekur deildirnar og er í nán-
ustum tengslum við sjálfboðaliðana. Ég er núna
búin að fara tvo hringi um landið og fór strax að
mæta á alla aðalfundi sem ég komst á og hef
fundið að fólki finnst það skipta máli. Við erum
öll að sinna mikilvægum störfum og það er
heildin sem skapar ölfuga hreyfingu, ekki ein-
hver einstaklingur.“
Búið að bæta við sjö starfsmönnum
Fjármagn til starfsins kemur úr ýmsum áttum
að sögn Kristínar. „Það eru nokkrir tekju-
póstar. Við erum með samning við ríkið í
ákveðnum verkefnum svo sem við móttöku
flóttamanna og réttargæslu hælisleitanda. Við
tókum við því verkefni fyrir tveimur árum og
það hefur stækkað mjög hratt eins og allir vita.
Bara síðan ég tók við höfum við bætt við 7
manns, aðallega lögfræðingum sem gæta hags-
muna flóttamanna á ýmsum stigum. Rauði
krossinn gegnir einnig mikilvægu stoðhlutverki
við móttöku kvótaflóttafólks allt frá komu
fyrsta hóps flóttafólks frá Ungverjalandi árið
1956. Við njótum einnig þeirrar gæfu að utan-
ríkisráðuneytið styður við alþjóðleg verkefni
okkar, sem lúta oftar en ekki að bættri stöðu
fólks á flótta eða fólks sem býr við erfiðar að-
stæður vegna vopnaðra átaka, fátæktar eða í
kjölfar náttúruhamfara. Þó er rétt að taka fram
að stór hluti fjármagns sem fer í rekstur al-
þjóðlegra verkefna er frá félaginu sjálfu. Fata-
söfnun Rauða krossins er mjög mikilvægt verk-
efni, það gefur okkur miklar tekjur og einnig
eigum við Íslandsspil ásamt Landsbjörg og
SÁÁ,“ segir hún. „Síðan eru það mannvinir sem
skila miklu. Þeir eru ómetanlegir.“
Kristín segir það keppikefli að fara vel með
fjármuni í rekstri Rauða krossins. „Við leggjum
mikla áherslu á það og t.d. eru öll húsgögn hér
keypt í IKEA,“ segir hún og hlær. „Það skiptir
máli að allt sé uppi á borðum og í fyrra var gerð
úttekt á rekstrinum. Við fengum mjög góða ein-
kunn þegar meta átti hvernig við förum með fé.
Við þurfum auðvitað að hafa allar klær úti til að
afla fjár; að semja við fyrirtæki og vera frjó í
hugsun að nýta fleiri pósta,“ segir hún en 70-
80% af fénu fara í innlend verkefni.
Heimsóknarvinir og símavinir
Störf Rauða krossins eru fjölmörg en Kristín
segir að móttaka hælisleitenda og flóttamanna
sé í dag eitt stærsta verkefnið. „Sjálfboðaliðar
Rauða krossins eru að vinna þar gífurlega mik-
ið starf í góðri samvinnu við sveitarfélög, ráðu-
neyti og félagsþjónustuna en þetta er verkefni
sem margir koma að. Það eru mörg verkefni
sem fara lægra, t.d. verkefni sem við köllum
Heimsóknarvinir. Þar heimsækja sjáfboðaliðar
fólk sem vantar félagsskap af einhverjum
ástæðum. Þessu sinna nokkur hundruð manns
um land allt. Svo eru ökuvinir í sumum bæjum
þar sem fólk rúntar um saman og spjallar. Ég
þekki eina konu sem er 91 árs og býr ein og hún
á heimsóknarvin sem er 85 ára sem heimsækir
hana einu sinni í viku. Þá borða þær saman
rauðgraut með rjóma og spjalla saman. Það er
dásamlegt,“ segir Kristín. „Sumir eru einangr-
aðir og erfitt að heimsækja þá, en þá taka við
sjálfboðaliðar sem við köllum símavini. Viðkom-
andi fær þá símtal tvisvar í viku frá sjálf-
boðaliða og þau spjalla í hálftíma um alla heima
og geima. Við reynum að raða fólki saman sem
er kannski með sömu áhugamál þannig að sam-
talið gangi vel. Þessi aðferð hefur gengið ákaf-
lega vel og ætlum við að þróa hana áfram. Með
þessu getum við haft allt landið undir.“
Annað verkefni sem Kristín nefnir heitir
Heilahristingur en þá er krökkum hjálpað við
heimanám. „Það gengur mjög vel. Oft eru sjálf-
boðaliðarnir eldri kennarar sem hjálpa krökk-
um að læra, bæði íslenskum krökkum og
krökkum af erlendum uppruna, sem eru ekki
með íslensku sem fyrsta mál. Það er mikil þörf
þar,“ segir hún. „Síðan er fólk út um allt land að
prjóna flíkur fyrir verkefni sem heitir „Föt sem
framlag“ og beinist að ungbörnum í Hvíta-
Rússlandi. Konurnar, því þetta eru eiginlega
allt eldri konur, mynda hópa og koma saman og
prjóna þannig að þeim er þetta félagsskapur
um leið og verkefnið er gott. Við vinnum þetta
verkefni í samstarfi við Rauða krossinn í Hvíta-
Rússlandi og vitum að það skiptir viðtakendur
miklu máli.“
Að gera þeim dvölina bærilega
Með fjölgun þess fólks sem leitar til Íslands frá
stríðshrjáðum og fátækum löndum síðustu ár-
in, hefur vinna Rauða krossins á Íslandi aukist
og breyst. Kristín segir að í tilviki kvótaflótta-
manna fari ákveðið ferli í gang til að styðja
þær fjölskyldur sem setjast hér að til lengri
eða skemmri tíma. „Í kringum hverja fjöl-
Ótrúleg vellíðan
að hjálpa
Kristín S. Hjálmtýsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi um
síðustu áramót. Hún segir mikilvægt að starfsmenn og sjálfboðaliðar séu ánægðir því
ánægt starfsfólk skili þúsundfalt tilbaka. Kristín þekkir sjálfboðaliðastarfið af eigin
raun en hún eldaði ofan í heimilislausar konur í Konukoti. Eitt stærsta verkefni Rauða
krossins um þessar mundir er að hlúa að flóttamönnum og hælisleitendum en Kristín
segir Íslendinga vel geta hjálpað fleiri flóttamönnum en nú er gert.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016