Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 13
pottar eru á staðnum sem gestir Hótels Grímsborga hafa aðgang að. Og Ólafur er hvergi nærri hætt- ur; strax í haust hefjast fram- kvæmdir við fleiri gistihús, sem rúma munu á bilinu 130 til 140 her- bergi, auk þess sem veitingaskálinn verður stækkaður. Hann rúmar nú þegar 170 manns í mat. Þá hefur Ólafur vilja til að reisa 80 til 100 manna kapellu í Grímsborgum. Fleiri hús gætu risið síðar en Ólafur á alls 27 lóðir á svæðinu; keypti þær síðustu af hreppnum síðasta vetur. „Einhvern tíma verð- ur maður þó að stoppa,“ segir hann brosandi. Búið að smellganga! Sumarið, sem nú er að líða, hefur verið framúrskarandi gott á Hótel Grímsborgum. Fullbókað var með nokkrum fyrirvara og þegar eru um 50% gistirýmis frátekin sum- arið 2017. Jól og áramót eru líka vinsæll tími og nánast orðið uppselt fyrir næstu jól. „Þetta er búið að smellganga!“ segir Ólafur. „Það hefur verið á bilinu 30 til 40% aukning milli ára frá því við opn- uðum. Sumarið er alltaf mjög gott og ágæt nýting yfir veturinn líka.“ Fallegt er í Grímsborgum og fólk sækir ekki síst í náttúruna og kyrrðina. Þá er stutt í marga helstu ferðamannastaðina á Suður- landi, svo sem Þingvelli, Kerið, Gullfoss og Geysi. Hótelið er í ríf- lega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og aðeins tekur um fimmtán mínútur að aka frá Gríms- borgum á Selfoss, þar sem flesta þjónustu er að finna. „Þeir erlendu gestir sem hingað koma eru upp til hópa ótrúlega hrifnir af náttúrunni og setja hvorki rigningu né rok fyrir sig,“ segir Ólafur. Opið er alla daga ársins og fjöldi starfsfólks um þrjátíu, Íslendingar og útlendingar. Heldur fleira þó á sumrin. Langstærstur hluti gesta er er- lendir ferðamenn en Íslendingar slást gjarnan í hópinn um helgar, sér í lagi á veturna. Þá er hótelið vinsælt meðal stórra fyrirtækja, vegna funda og árshátíða, auk þess sem fjölmörg stórafmæli og brúð- kaup hafa verið haldin í Gríms- borgum. Í hópi brúðhjóna eru fjöl- margir útlendingar og elsta afmælisbarnið var að fagna 95 ára afmæli sínu. Þá má ekki gleyma jólahlaðborðinu og framundan er norðurljósavertíðin sem vindur sí- fellt upp á sig. Þarf að vera betra en gesturinn átti von á Ólafur segir reksturinn útheimta mikla viðveru. „Hér er auðvitað í mörg horn að líta og það hefur ver- ið minn stíll gegnum árin að leggja metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur. Það þýðir ekkert nema að gera þetta af heilum hug og leggja vel í það. Það sem boðið er upp á hér þarf að vera betra en gesturinn átti von á. Gangi það eftir þá farn- ast manni vel – öðruvísi ekki!“ Svo „ætlast“ vitaskuld margir til þess að húsbóndinn sé á svæðinu. Margir þekkja Ólaf frá fyrri tíð og mega til með að heilsa upp á hann þegar þeir heimsækja Grímsborgir. Ekki svo að skilja að Ólafur telji það eftir sér. „Það er alltaf gaman að hitta gamla vini og kunningja.“ Ólafur hefur auðvitað kynnst þúsundum manna gegnum störf sín og vingast við fjölmarga þeirra. Ýmsa þjóðkunna menn ber á góma meðan við sitjum saman og Ólafur var ýmist með þeim í bekk, bjó í sama húsi og þeir eða vann með þeim með einum eða öðrum hætti. Seldist í hvelli Sagan bak við það hvers vegna Ólafur og Kristín enduðu í Gríms- borgum er býsna skondin. Þau áttu lengi sumarbústað skammt þar frá í Grímsnesinu og þegar Ólafur rakst fyrir tilviljun á kunningja sinn sem er fasteignasali fyrir rúm- um áratug fór óvænt ferli í gang. Ólafur var á leiðinni til útlanda ein- um eða tveimur dögum síðar en spurði í hálfkæringi hvort hann gæti selt fyrir sig bústaðinn. Fast- eignasalinn hélt það nú og vildi endilega fá upplýsingar hið snar- asta. Ólafur sagði það útilokað en fasteignasalinn þráaðist við og fékk á endanum vilja sínum framgengt. Strax daginn eftir hringdi hann í Ólaf, kominn með tilboð í bústaðinn og salan gekk hratt fyrir sig. Hjónunum líkaði alltaf vel í Grímsnesinu og fóru fljótlega að svipast um eftir lóð undir nýjan bú- stað. Þegar nýtt sumarhús var risið kunnu þau svo ljómandi vel við sig að þau ákváðu að selja einbýlishús sitt á Arnarnesinu og setjast alfarið að í Grímsborgum. Og fyrst þau voru komin austur hvers vegna ekki að reisa eins og eitt stykki hótel? Stoppar stutt í bænum Ekkert fararsnið er á þeim. „Ekki aldeilis,“ segir Ólafur. „Það er dásamlegt að vera hérna í kyrrð- inni. Núorðið fer ég ekki í bæinn nema af nauðsyn og er iðulega snöggur!“ Beðinn að draga þetta Gríms- borgaævintýri saman segir Ólaf- ur: „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og verið svakalega gaman. Fyrir okkur hjónin bæði. Auðvitað höfum við ekki haft eins mikinn frítíma og við stefndum að, höfum til dæmis bara verið tíu daga í út- löndum á þessu ári, en vonandi kemur að því fyrr en síðar. Þetta ævintýri hefur á hinn bóginn kennt mér að maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Annars koðnar maður fljótt niður.“ Stærsta íbúðin sem hægt er að leigja í Grímsborgum er 200 fermetrar að stærð. Ólafur Laufdal í einni svítunni í Hótel Grísmborgum. Alls er gistirými fyrir um 200 gesti í einu. 25 heitir pottar eru á hótelinu. Í baksýn eru nokkur gistihúsanna. 18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Ólafur Laufdal leggur mikið upp úr lifandi tónlistarflutningi á Hótel Grímsborgum og flest kvöld leika landskunnir tónlistarmenn og syngja fyrir matargesti. Má þar nefna Gunnar Þórðarson, Helgu Möller, Magnús Kjartansson, Eyjólf Kristjánsson og Geir Ólafsson. Í vetur verður svo boðið upp á rokktónleika, þar sem fram koma rokkstjörnur sjötta áratugarins. Ólafur hefur sjálfur valið sex flytj- endur en þeir eru: Garðar Guð- mundsson, Þorvaldur Halldórsson, Helena Eyjólfsdóttir, Þór Nielsen, Bertha Biering og Rúnar Guð- jónsson. Kynnir verður Ómar Ragn- arsson og eflaust þarf ekki að snúa upp á handlegginn á honum svo hann taki líka lagið. Auk þess að til- heyra þessari kynslóð skemmti- krafta var Ómar mikilvirkur texta- höfundur á þessum sokkabandsárum rokksins. Tónlistarstjóri og útsetjari er Birgir Jóhann Birgisson og Kristinn Svavarsson mun leggja hönd á sax. „Ég er mjög spenntur fyrir þess- ari dagskrá,“ segir Ólafur. „Allt þetta fólk var í hópi okkar bestu og vinsælustu söngvara á sinni tíð. Stebbi Hilmars þess tíma eða eigum við að segja Justin Bieber?“ Hann brosir. Öll í fínu formi Ólafur ólst upp við gamla rokkið og segir það löngu orðið sígilt. Sjálfur hafði hann frumkvæði að því að efna til Rokkhátíðar á Broadway 1983 sem varð til þess að treysta böndin milli gömlu rokkaranna sem halda hópinn og hafa komið reglulega fram síðan. Síðast í Salnum í Kópa- vogi snemma á síðasta ári. Þá varð húsfyllir í tvígang. „Rokkhátíðin á Broadway sló rækilega í gegn og gríðarlegur fjöldi sótti sýningarnar. Eins á Hótel Ís- landi síðar. Þetta verður auðvitað ekki eins stórt í sniðum núna en hver veit nema þeim takist að ná upp sömu stemningu? Ég veit ekki annað en þau séu öll í fínu formi,“ segir Ólafur. Fyrstu tónleikarnir verða föstu- daginn 28. október næstkomandi og Ólafur fullyrðir að kvöldin verði að minnsta kosti sex fram eftir vetri. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir vilja gista eða bara snæða kvöldverð og hlusta á góða tónlist. „Þessi dagskrá er hugsuð jafnt fyrir erlenda gesti hótelsins og Íslendinga sem vilja heimsækja okkur af þessu tilefni, hvort sem þeir koma lengri veg eða skemmri. Sjálfsagt höfðar þetta meira til eldra fólksins en við viljum endilega ná til þeirra sem yngri eru líka,“ segir Ólafur og Garðar Guðmundsson, forsprakki hópsins, staðfestir að sungið verði á ensku að mestu. Kannski helst að Þorvaldur og Helena syngi eitthvað saman á hinu ástkæra ylhýra. Garðar er fullur tilhlökkunar. „Ég er búinn að heyra í mörgum, að- allega konum, og allir ætla að mæta!“ – Má ég hafa það eftir þér? „Nei, ertu vitlaus maður! Frúin verður alveg brjáluð!“ Engu er víst logið upp á þessar rokkstjörnur! Sextugsafmæli rokksins Upphaf rokksins á Íslandi er gjarn- an miðað við árið 1957 sem þýðir að sú fróma list á sextugsafmæli á næsta ári. Ekkert hefur enn sem komið er verið skipulagt af því til- efni, að því er Garðar kemst næst, en honum þykir blasa við að gera eitthvað sniðugt. „Það kemur eig- inlega ekkert annað til greina!“ Í því hringir síminn hjá Garðari og hringitónninn sætir ekki tíðindum; Summer Holiday með Cliff Richard. „Það er goðið,“ segir Garðar og biður mig að hafa sig afsakaðan. Ég sný mér þá aftur að Ólafi sem er enginn nýgræðingur þegar kem- ur að því að setja tónlist á svið. Hann hefur staðið að tugum sýninga gegn- um tíðina, auk þess að flytja inn fjöl- marga heimsþekkta tónlistarmenn, svo sem Tom Jones, Tammy Wy- nette og fleiri á sínum tíma. Í ljósi þess að stórstirnið Justin Bieber er nýflogið af landi brott blasir við að spyrja Ólaf hvort hann sakni þeirra athafna. „Ekki get ég sagt það. Þetta var bráðskemmtilegt en oft og tíðum var ekki mikið upp úr þessu að hafa. Fólk var ekki tilbúið að borga eins mikið fyrir miðann þá og nú. Samt var mun meira um komur heims- frægra söngvara hingað til lands á þessum tíma. Lengi á eftir var deyfð yfir þessu en sem betur fer er aftur að færast fjör í leikinn.“ Það má nú segja. Garðar Guðmundsson og Ólafur Laufdal við slaghörpuna í veitingasalnum á Hótel Grímsborgum þar sem rokkað verður af krafti og ástríðu í vetur. Morgunblaðið/RAX Rokkararnir fara á ról Ómar Ragnarsson Helena Eyjólfsdóttir Bertha Biering Þorvaldur Halldórsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.