Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 40
LESBÓK Fjaðrafok í Tjarnarbíó er aðeins sýnt þessa helgi, 17.-18. september,en verkið, sem er blanda af loftfimleikum og samtímadansi, er stílað inn á yngstu áhorfendurna og fjölskyldur þeirra. Sýning fyrir þau yngstu 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Brúðan hefur alla tíð verið mik-ilvægt tjáningartæki og viðeigum öll rætur í því að hafa verið brúðuleikarar. Sem börn vor- um við brúðuleikarar þegar við lék- um okkur með bangsa eða barbí- dúkku og ímynduðum okkur að þau væru lifandi og sömu töfrar gerast í brúðuleiklist; þú gleymir þeim sem stjórnar mjög fljótlega og brúðurnar lifna við,“ segir brúðulistamaðurinn Bernd Ogrodnik. Nýtt verk eftir hann, Íslenski fíllinn, verður frum- sýnt á Brúðuloftinu í Þjóðleikhúsinu í dag, laugardaginn 17. september, en Brúðuloftið er samstarfsverkefni Brúðuheima og leikhússins. Bernd hefur skilið eftir sig ótrú- legt starf innan brúðuleiklistarinnar en það var fyrst fyrir um 28 árum sem Íslendingar kynntust honum þegar hann gerði brúðuna Pappírs- Pésa. Í dag er hann heimsfrægur fyrir sína list og ferðast árið um kring til að setja upp sýningar um allan heim, kenna og halda fyrir- lestra og er bókaður 16 mánuði fram í tímann. „Við erum afskaplega spennt fyrir þessari sýningu eftir langa undir- búningsvinnu. Fyrir um tveimur ár- um kviknaði hugmyndin að handrit- inu sem við Hildur M. Jónsdóttir, eiginkona mín og framkvæmdastjóri Brúðuheima, skrifuðum saman. Það er langt og flókið tæknilegt ferli að setja upp brúðuleiksýningu og til dæmis tók marga mánuði að smíða leikmyndina. Æfingar geta svo ekki hafist fyrr en búið er að smíða leik- arana líka.“ Íslenski fíllinn fjallar um mun- aðarlausan fílsunga í Afríku sem leggur af stað í erfitt ferðalag til Ís- lands vegna þurrka sem geisa í Afr- íku. Sagan er skemmtileg og skond- in og sniðin að þörfum yngstu kynslóðanna en undirtónninn er þó alvarlegur. „Þetta er í raun flóttamannasaga og dæmisaga um leið en ég skrifa þessa sögu svolítið áður en þessi stóru flóttamannavandamál verða svo ofarlega á baugi í umræðunni. Litli fílsunginn missir foreldra sína og þegar það hættir að rigna gerir vatnsskorturinn lífið erfitt. Litli fíll- inn er tilneyddur til að yfirgefa heimili sitt og leita að betri stað og kría nokkur segir honum frá Íslandi; paradís með nóg af vatni. Á leið sinni til Íslands hittir fíllinn alls konar dýr. Sum hjálpa en önnur ekki, svip- að og gengur og gerist á flótta fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín og ferðast yfir hálfan hnöttinn. Þetta er skemmtileg saga en um alvarlegt mál,“ segir Bernd og bætir við að gjöf leikhússins sé að geta nálgast slík málefni á nýjan hátt. Brúður með óvæntar hliðar Breytingar á handriti eru ekki óal- gengar þegar æfingar á stökum verkum hefjast í leikhúsi. Leikarar sýna kannski á sér óvæntar hliðar sem leikstjórinn vill að fái að njóta sín og breytir handritinu til að það sem leikarinn hefur upp á að bjóða skili sér betur. Það sama getur gerst í brúðuleikhúsinu því þegar brúðan er mætt er hún kannski svo skemmtileg eða sérstök að leikstjór- inn vill að hún fái að gera og segja meira. Það er þó ögn flóknari út- færsla að breyta því hvað brúða er látin segja og gera því það getur kallað á að gera þurfi tæknilegar breytingar á brúðunum sjálfum. Það kom ekki veg fyrir að Bernd og Hildur breyttu handritinu nokkrum sinnum á æfingaferlinu. „Í verkinu eru til dæmis tvær mýs sem eru afskaplega skemmtilegar og verða föruneyti fíls- ins. Þær eru svolítið eins og hobbitarnir tveir sem fylgja Fróða í Hringadrótt- inssögu; – alltaf til í ævintýri. Þegar mýsnar mættu á sviðið sá ég strax að þær þyrftu að fá stærra hlutverk en við gerðum ráð fyrir upphaflega.“ Flókin vinna að baki Fyrsta skrefið í að setja upp brúðu- leiksýningu er að búa til grófa prufu- útgáfu af leikmyndinni úr pappa og er það til þess að Bernd geti ákveðið í hvaða stærðarhlutföllum brúð- urnar eiga að vera og þá þarf að mæla hversu langir strengirnir eiga að vera í strengjabrúðunum. „Þetta eru miklar tæknilegar pæl- ingar og útfærslur sem þarf að fara yfir áður en maður byrjar að búa til sjálfar brúðurnar. Fíllinn varð fyrst til en hann er gríðarmikil smíði enda á sviðinu allan tímann. Ég vildi að raninn yrði rosalega flottur og það fór mikill tíma í að ná honum eins og ég vildi. Raninn er líka með sér stjórntæki og alla sýninguna er ran- inn á hreyfingu – líka þegar hinar persónurnar koma inn á sviðið. Fíll- inn tjáir sínar tilfinningar mikið með rananum og það tók marga daga að ná þeirri list vel. Ég er orðinn mjög góð- ur í að hreyfa ran- ann,“ segir Bernd og hlær. Hver var mesta áskorunin í að koma þessari sýningu á koppinn? „Ég hugsa að hljóðmyndahönnuðurinn minn og upptökustjórinn, Magnús Magn- ússon, hafi fengið það verkefni en það eru leikarar Þjóðleikhússins sem ljá brúðunum raddir. Þótt það sjáist bara einn maður á sviðinu, ég, þá er fólkið á bak við þessa sýningu ótrúlegt. Þannig er það líka mikil áskorun að lýsa sviðið þannig að allt njóti sín í þessu litla rými en Ólafur Ágúst Stefánsson er maðurinn á bak við það. Ágústa Skúladóttir leikstjóri er svo snilling- urinn sem pússar þetta allt saman svo vel verði en það er mikil fagmennska og kærleikur innan þessa hóps sem er líka aðalatriðið í verkinu.“ Um búningagerð sá Ólöf Haralds- dóttir, tæknimaður er Jóhann Frið- rik Ágústsson en þeir leikarar sem ljá raddir sínar eru Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem talar fyrir fílinn, Ólafur Egill Egilsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Tinna Lind Gunn- arsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Edda Arnljótsdóttir. Börn þurfa ekki læti Bernd segir að fátt hafi kennt sér jafnmikið á ferli sínum og að standa fyrir framan leikskólabörn með brúð- urnar sínar. „Þau eru svo hreinskilin og svo ótrúlega klár og kunna ekkert annað en að vera alvöru. Þau hafa kennt mér að ég þarf að skapa mjög skýrt tungumál með myndum sem hjálpa þeim að komast í gegnum svona sýn- ingu. Innihaldið getur kannski stund- um farið aðeins fyrir ofan garð og neðan hjá þeim en þau ná samt alltaf skilaboðunum. Þá hefur mér líka alltaf þótt ákaf- lega mikilvægt að brúðuleikhúsið bjóði upp á smá mótvægi við þann hraða og læti sem nútíminn færir; bæði í daglegu lífi, umferðinni og út- Brúðuleikhúsmeistarinn að störfum. Bernd er eftirsóttur um allan heim með sýningar sínar, kennslu og fyrirlestra. Morgunblaðið/Eggert Höfum öll verið brúðuleikarar Bernd Ogrodnik er heimsþekktur fyrir sína ótrúlegu brúðuleikhúslist og er bókaður 16 mánuði fram í tímann um allan heim með sýningar sínar, kennslu og fyrirlestra. Nýtt verk eftir hann, Íslenski fíllinn, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Tæknilegi full-komnunarheim-urinn getur í raunekki skákað því sem er ofurmannlegt og einfalt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.