Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 45
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ÚTVARP Þættirnir Í ljósi sögunnar í umsjón Veru Illugadóttur njóta vin- sælda í útvarpi en ekki síður á hlaðvarpi RÚV eða Sarpinum. Í þáttunum skoðar Vera samtímann í ljósi sögunnar og kaf- ar ofan í alþjóðleg málefni nútímans, eins og uppgang öfgasamtakanna Ísl- amska ríkisins með því að skoða sögu þeirra og rætur. Þá hefur hún skoðað Is- lam Karimov og valdatíð hans í Úsbek- istan. Þættirnir eru á dagskrá Rásar 1 á föstudagsmorgnum kl. 9.05 og laug- ardagskvöldum kl. 18.10 og svo að- gengilegir í nokkra mánuði á Sarpinum. Nútíminn skoðaður í ljósi sögunnar Ljósmynd/RÚV Þættirnir Næturvaktin eru sýndir á Stöð 2 um þessar mundir en þeir gerast á spítala í San Antonio í Texas. Eins og nafnið gefur til kynna gerast þættirnir að næturlagi og fjalla um uppákomur sem verða á næturvakt á bráðadeild. Eins og sæmir góðu læknadrama verða læknar og annað starfsfólk ástfangið hvert af öðru, stunda kynlíf á vinnutíma þegar færi gefst og eiga í dramatískum samskiptum við sjúklinga og starfsfólk. Margt í þáttunum minnir á Bráðavakt- ina sálugu, eða ER, en þeir þættir eru meðal vinsælustu læknaþátta allra tíma og voru sýndir sleitulaust í fimmtán ár, frá 1994 til 2009. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart að einn af leik- stjórum Næturvaktarinnar er einmitt enginn annar en Eriq La Salle sem fór með hlutverk hins metnaðarfulla en stundum hrokafulla dr. Peter Benton. Þar er sannarlega ekki komið að tómum kofunum því La Salle lék samfellt í átta ár í Bráðavaktinni og átti svo end- urkomu í lokaseríunni nokkrum árum eftir að hann hætti. Margir leikstjórar koma að svona þátt- um og framleiðendur Næturvaktarinnar leita því í viskubrunn fleiri en La Salle. Sjálfur Jason Priestly er einnig meðal leikstjóra, en hans frægðarsól reis hæst þegar hann túlkaði Brandon Walsh í Be- verly Hills 90210. Eriq La Salle sem Peter Benton. Hann hefur einnig leikstýrt þáttum á borð við Law & Order: Special Victims Unit, CSI: NY og Madam Secretary. GAMLAR HETJUR LEIKSTÝRA Bráðavaktarstjarna leik- stýrir Næturvaktinni Jason Priestley sem Brandon Walsh í Beverly Hills 90210 bræddi ófá hjörtu. Hann hefur leik- stýrt meira í seinni tíð samhliða því að leika. NÝR VIÐBURÐAVEFUR Allt það helsta á einum stað - vinsælasti vefur landsins KVIKMYNDIR FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR TÓNLIST LEIKHÚS MYNDLIST SJÓNVARPSDAGSKRÁ AÐRIR VIÐBURÐIR Emmy-verðlaunin verða afhent í 68. sinn á sunnudag, 18. september. Aðal- kynnir á þessari uppskeruhátíð sjón- varpsfólks er grínist- inn og þáttastjórn- andinn Jimmy Kimmel. Hann er í þeirri sérstöku stöðu að vera bæði kynnir og á meðal til- nefndra. Þáttur hans, Jimmy Kimmel Live!, er til- nefndur í flokki spjallþátta. Þar etur hann kappi við ekki minni kempur en John Oliver og James Corden. EMMY Á SUNNUDAG Jimmy Kimmel klár í slaginn Kimmel knúsar Emmy-styttuna. Rauða dreglinum rúllað út fyrir framan Microsoft-leikhúsið í LA.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.