Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2016 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 8. - 25. SEPTEMBER LJÓSADAGAR AF ÖLLUM LJÓSUM 25- 50% AF ÖLLUM LJÓSAPERUM 25% Ball multi pend 7 kúplar 12 cm. 79.995 kr. 59.995 kr. Sparaðu 20.000 kr. „Ég er að halda upp á þrjátíu ára feril í poppbrans- anum,“ segir tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson. „Fyrsta lag sem ég sendi frá mér sem varð þekkt er lagið „Ég lifi í draumi“ en ég samdi það þegar ég tók þátt í fyrstu undankeppni fyrir Eurovision árið 1986. Það kom mér á kortið og svo fylgdu fleiri lög í kjölfarið þannig að ég ætla að fara yfir ferilinn í tali og tónum,“ segir hann. Eyjólfur hyggst halda nokkra tónleika og verða fyrstu tónleikarnir á Græna hattinum á Akureyri laugardags- kvöld kl. 22 og fleiri munu vonandi fylgja í kjölfarið. „Þetta verður stuð og stemmning. Þetta er svo flottur tónleikastaður og þarna er svo mikil nánd við tónleika- gesti. Ég ákvað bara að bóka þetta og ef það kemur vel út þá ætla ég að ferðast um landið með tónleika,“ segir hann. Hægt er að nálgast miða í Eymundsson á Ak- ureyri. asdis@mbl.is Eyjólfur Kristjánsson ætlar að spila lög frá þrjátíu ára ferli í poppinu en fyrsta lagið sem sló í gegn var „Ég lifi í draumi“. Morgunblaðið/Ómar Þrjátíu ár í poppinu Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson flytur lög sín á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöld. Á forsíðu Morgunblaðsins 17. september árið 1918 voru uppi hugmyndir um að stofna íslenskt flugfélag. Í greininni er farið yfir að flugvélar gætu komið að miklu gagni þar sem samgöngur væru slæmar og flug gæti einnig nýst til póstflutninga. Þá er þess getið að flugvélar væru orðnar mjög öruggar. „Mikil framför væri í því að fá hingað flugvélar. Þær eru nú orðnar svo öruggar, og menn hafa fengið svo mikið vald yfir vélunum, að það er eigi meiri hætta að ferðast í loftinu en það var í bifreiðum, fyrst eftir að þær voru notaðar. Eigi alls fyrir löngu var þess getið að belgísku konungshjónin hafi ferðast í flugvél frá Frakklandi yfir til Englands, til þess að vera viðstödd silfurbrúðkaup brezku konungshjónanna. Sýnir það ljóslega, að þar syðra er það ekki álitið sérlega hættulegt að ferðast í flugvélum, því þjóðirnar ern ekki vanar því að stofna lífi og heilsu yfirdrotnara sinna í hættu. Það er full ástæða til þess að vænta mikils af stofnun flug- félags hér á landi og ættu allir góðir menn að styðja það fyrir- tæki, þegar að því kemur.“ GAMLA FRÉTTIN Íslenzkt flugfélag Strax árið 1918 var farið að huga að flugsamgöngum á Íslandi. Á myndinni má sjá flugvél vísað til á Reykjavíkurflugvelli árið 1976. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Harrison Ford leikari. Casper Christensen grínisti. Gordon Ramsay sjónvarpskokkur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.