Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 HÖNNUN Þau Alexander sem vinnur í fjár-málageiranum og Ester semer með BA-gráðu í félagsfræði og er heimavinnandi sem stendur hafa haft í nægu að snúst þar sem þau tóku íbúð sína algerlega í gegn. Parið keypti íbúðina, sem er frá árinu 1980, í upprunalegri mynd og hentu nánast öllu út og byrjuðu nokk- urnveginn á núllpunkti. Meðal annars skiptu þau um stiga, gólfefni og endurgerðu eldhús og baðherbergi frá grunni. „Ég var með ákveðnar hugmyndir í kollinum þegar við fórum af stað en fann fljótt að það þýddi ekki að festa sig of mikið við þær. Sumu fylgdi ég eftir en margt þróaðist í allt aðra átt. Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að innrétta heila íbúð, mér fannst boltinn fyrst fara að rúlla þegar ég fann mér útgangspunkt til að vinna út frá en ég byrjaði á að velja gólfefni og síðan kom eitt af öðru,“ svarar Ester og bætir við að henni finnist mjög mikilvægt að skápapláss sé nóg enda eldhúsinnréttingin teikn- uð með það í huga og það sama gildir um fataskápana. Ester segir stílinn á heimilinu nokkuð skandinavískan, einfaldan, bjartan og mínimalískan. „Ég legg mikið upp úr því að hafa hreint í kringum mig og einfaldleik- inn hjálpar til við það. Ég vel að hafa húsgögnin hvít en brýt þau upp með gráum tónum. Hvítur og grár er gott „combo“. Það er þó örlítið meiri lita- gleði í barnaherbergjunum þar sem bleikt og gulllitað kemur sterkt inn,“ segir Ester sem hefur jafnframt ein- staklega gaman af því að dúllast í her- bergjum dætra sinna. „Þar er enda- laust hægt að breyta og bæta og ég hreinlega elska allt dúlleríið sem fylgir því að eiga þrjár prinsessur.“ Aðspurð hvar parið versli helst inn á heimilið segir Ester þau versla mik- ið í IKEA og er stór hluti húsgagn- anna þaðan. „Við eigum marga fal- lega skrautmuni úr Epal og Líf og list og svo er Söstrene Grene alltaf í miklu uppáhaldi sem og Ilva og Hús- gagnahöllin.“ Ester hefur jafnframt gaman af því að skoða Pinterest og hefur fengið margar góðar hugmyndir þaðan í leit að innblæstri. „Það var einstaklega hjálplegt að notast við Pinterest þegar kom að því að gera upp íbúðina. Það er líka auðvelt að eyða heilu kvöldunum í að skoða fallegar myndir á Instagram.“ Ester Bergmann er jafnframt dugleg að birta fallegar myndir af heimili sínu á In- stagram undir nafninu Esterbergmann88. Falleg uppröðun á hvítum kommóðum í svefnherbergi parsins. SKANDINAVÍSKUR STÍLL Á SELTJARNARNESI Einfalt, bjart og mínimalískt Ester Bergmann Halldórsdóttir og Alexander Hjálmarsson hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum við að gera upp glæsilega íbúð sína á Sel- tjarnarnesi. Þar hafa þau komið sér vel fyrir ásamt dætrum sínum þremur. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Á heimilinu fá skandinavískar hönnunarvörur að njóta sín.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.