Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Síða 30
HEILSA ...að jógameistarinn B.S.K. Iyengar er talinn einn fremsti nútíma jóga-kennari í heiminum. Hann stundaði jóga fram á síðasta dag en hann lést árið 2014, 96 ára að aldri. Vissir þú... 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Francois Raoult ætlar að vera með vinnu-stofur í Iyengar-jógahefðinni í jógasalLjósheima nú yfir helgina 16.-18. sept- ember en einnig er hægt að skrá sig í staka tíma. Formaður Ljósheima, Sólbjört Guð- mundsdóttir, segir það mikinn feng að fá Rao- ult til landsins. „Iyengar-jóga er iðkað af fáum ef einhverjum á Íslandi og hvergi er boðið upp á slíkt jóga hérlendis. Við erum því afar heppin að fá Francois Raoult til okkar. Í mars á næsta ári mun hann síðan koma aftur og þá hefst kennaranám sem byggir á Iyengar-jógahefð- inni. Mikið og gott tækifæri fyrir áhugafólk,“ segir Sólbjört. Heppni, gott karma og góð kennsla Hinn franski og magnaði jógakennari Francois Raoult var ungur að aldri þegar hann fann fyrir köllun í jóga. Nítján ára fór hann í pílagríms- ferð til Indlands og heimsótti ýmsa helgistaði. Þar heillaðist hann af jóga. „Ég var afar hepp- inn að hitta alla kennarana mína í gegnum tíð- ina áður en þeir urðu frægir. Það er nefnilega þannig að þegar frægðin tekur yfir er oft erfitt að ná sambandi. Ég fékk því að njóta góðs af því,“ segir Raoult. „Þetta var mitt góða karma og ég fékk góða kennslu.“ Raoult ferðaðist mikið til Indlands á þessum tíma og hefur gert alla tíð síðan. „Indland er landið mitt, í raun jafnvel meira en föðurlandið, Frakkland,“ segir hann. Hann heldur áfram að útskýra fyrir blaðamanni hvernig jógaævintýri hans hófst. Fyrsti kennarinn hans var Jean Claude, sem í dag er vinsæll ashtanga-kennari í Belgíu. Rao- ult var ekki lengi að verða aðstoðarkennari hans en stuttu síðar ákvað Jean Claude að hverfa aftur í landbúnað, en hann var með geitabú í Suður-Frakklandi. „Hann sagði við mig, ég ætla að hverfa á brott. Gjörðu svo vel, þú tekur við öllum nemendum mínum,“ segir Raoult og hlær. Allt í einu var hann með um 120 nemendur í sinni umsjón. Honum var ætlað að stunda og kenna jóga. Sérhæfir sig í Iyengar-hefðinni Nú mörgum árum seinna er Raoult afar þekktur innan jógaheimsins og sérhæfir sig í Iyengar-hefðinni. Hann er með diplómu frá Al- þjóðlega jógaskólanum í París og einnig er hann meðlimur Iyengar-stofnunarinnar í París en þar hitti hann jógameistarann B.K.S. Iyengar sem hann lærði hjá. Iyengar er tegund af jóga sem er lítið þekkt hér á Íslandi og er þróuð af B.K.S. Iyengar og nefnd eftir honum. Iyengar er útgáfa af Hatha-jóga sem leggur ríka áherslu á smáat- riði og nákvæmni í stellingum og einnig öndun og mikilvægi þess að ná góðri stjórn á henni. Styrk, hreyfanleika og stöðugleika er náð í gegnum líkamsstöðurnar eða asanas. Francois Raoult flutti til Bandaríkjanna árið 1985 og hefur búið og starfað í Rochester í New York í 22 ár. Þar stofnaði hann Open Sky Yoga-miðstöðina og kennir hann vinnu- stofur og heldur jóganámskeið víða um heim. Hann flutti aftur til heimalands síns í fyrra en stjórnar miðstöðinni úr fjarlægð. Þegar jóga varð vinsælt „Í dag eru allir að stunda jóga og það ríkir ákveðið stjórnleysi. Hér áður fyrr þótti jóga bara svolítið plebbalegt og fólk hélt að það væru bara hippar sem stunduðu jóga en svo náði það vinsældum í Bandaríkjunum. Þá breyttist jóga og Ameríkaninn gerði það svolít- ið að sínu,“ segir Raoult. „Fyrir vikið missti jóga ákveðinn sjarma vegna þess að það var beygt til, pakkað inn og skorið af því til að henta betur breiðari hópi fólks. Því miður varð jóga að einhvers konar nýrri íþrótt fyrir fólk sem vill æfa líkamsrækt stíft og missa einhver aukakíló hratt. Allt í einu þurftu allir að klæðast sérstökum jógafatnaði og eiga hitt og þetta til að stunda jóga, sem er svolítið heimskulegt, því í Indlandi stunda margir jóga á adamsklæð- unum einum saman,“ segir hann og hlær. „Það sem er mikilvægt í þessu öllu saman er að hlúa að rótinni í jóga og kenna vel grunninn.“ Francois Raoult er afar þekktur innan jógaheimsins og sérhæfir sig í Iyengar-hefðinni. Morgunblaðið/Ófeigur Kennir Iyengar-jóga á Íslandi Jóga hefur verið til í hundruð ára en í raun er stutt síðan það varð að ákveðnu tískufyrir- bæri. Jógakennarinn Francois Raoult er af gamla skólanum og einn af þeim sem hófu að iðka og kenna jóga löngu áður en það varð vinsælt. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Sólbjört Guðmundsdóttir, Francois Raoult og Unnur Einarsdóttir. Þau kynntist þegar Sólbjört og Unnur heimsóttu miðstöð Raoults í New York. Þær fundu það alveg um leið og þær hittu hann að hér væri magnaður Iyengar-jógakennari á ferð og voru staðráðnar í að fá hann hingað til lands. Morgunblaðið/Ófeigur Iyengar er útgáfa af Hatha-jóga sem leggur ríka áherslu á smáatriði og ná- kvæmni í stell- ingum. ’ Hann sagði við mig, ég ætla að hverfa á brott. Gjörðu svo vel, þú tekur við öllum nemendum mínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.