Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Hagræðingin núllast út Í upphafi árs var fjárhagsáætlunskóla- og frístundasviðs Reykja-víkurborgar skert um 670 millj- ónir króna og yfirmönnum á sviðinu gert að hagræða sem nemur þeirri upphæð. Áður hafði komið inn flatur niðurskurður að fjárhæð 125 millj- ónir króna en hann var hluti af að- gerðum frá árinu á undan og því ekki rétt að telja hann með í heildar- upphæð hagræðingarkröfunnar fyr- ir árið 2016. Lagt var upp með að þessar 670 milljónir króna yrðu að meirihluta teknar af miðlægri stjórnsýslu frek- ar en að starfsstöðvarnar sjálfar, þ.e. grunnskólar, leikskólar og frí- stundaheimili, þyrftu að skera niður hjá sér. Utan við þessar 670 milljónir króna sem hagræða átti um á sviðinu var farið af stað með svokölluð um- bótaverkefni í skólastarfi að andvirði 200 milljónir króna, sem ekki er hag- ræðing heldur tilfærsla á fjár- munum innan sviðsins. Segja má að með nýrri aðgerð- aráætlun í skólamálum borgarinnar sem lögð var fram í borgarráði á fimmtudag hafi áðurnefndri 670 milljóna króna hagræðingu verið snúið við og gott betur. Borgin leggur fram 83% aukningarinnar Samþykkt var að veita alls 919 millj- ónum króna til skóla- og frí- stundasviðs, en þar af koma 152 milljónir króna frá foreldrum barna í leik- og grunnskólum borgarinnar í formi hækkunar á fæðisgjaldi. Sú fjárhæð sem eftir stendur, 767 milljónir króna, er aukafjárveiting úr borgarsjóði um- fram það sem áætl- að hafði verið á sviðið í upphafi árs. En hvaðan koma þessir peningar? „Þetta aukna fé til málaflokksins kemur til vegna þess að tekjur borg- arinnar hafa reynst hærri en reiknað var með, það sést á sex mánaða upp- gjöri borgarsjóðs. Útsvarstekjur hafa hækkað en einnig bætast við ýmsar tekjur af sölu eigna, sölu byggingarréttar og fleiru. Hagræð- ingaraðgerðir borgarinnar í heild eru að skila árangri miðað við það sem við sjáum á þessu uppgjöri. Við erum að ná tökum á þessum hallarekstri sem var staðreynd í fyrra. Ef það hefði ekki verið þá hefðum við ekki haft neina stöðu til að fara út með neinar fjárveitingar til skólamála á þessum tímapunkti,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Minnihlutinn tók þátt í að semja hagræðingartillögur Minnihlutinn hefur sagt að hagræð- ingaráform ykkar hafi verið óraun- hæf til að byrja með, ertu ósammála því? „Ég held að menn verði að hafa í huga samhengi hlutanna í þessu eins og öðru. Þessar hagræðing- araðgerðir sem við samþykktum koma langflestar út úr vinnu sem unnin var af þverpólitískum hópi. Minnihlutinn átti sína fulltrúa í þeim hópi og tók þátt í að búa þessar til- lögur til. Í grunninn eru þetta skyn- samlegar breytingar sem munu skila okkur því að við nýtum fjármunina betur. Þetta eru hlutir eins og hag- kvæmari innkaup, sparnaður í orku, sameiningarhugmyndir og fleira. Þetta þýðir að við höfum meira svig- rúm fyrir innra starfið sem er okkar markmið.“ Heildarrekstrarkostnaður skóla- og frístundasviðs eru 44,5 milljarðar króna. Aukið fé borgar og foreldra að andvirði 919 milljónir króna nem- ur því rétt um tveimur prósentum af heildinni. Breytir þetta einhverju þegar upp er staðið? „Þetta breytir heilmiklu eins og við heyrum á viðbrögðum stjórn- enda á skóla- og frístundasviði. Þetta er meira fé en væntingar stóðu til að gætu fengist inn í þennan málaflokk og við höfum strax fengið mjög jákvæð viðbrögð. Við lögðum okkur fram um að hlusta á sjónarmið frá þeim sem starfa í leikskólum og grunnskólum um hvar væri brýnast að grípa inn í.“ Skúli segir að margar af þeim hugmyndum í þeirri aðgerðaáætlun sem kynnt var í vikunni hafi verið lengi í umræðunni, en nú hafi ein- faldlega skapast fjárhagslegt svig- rúm til að hrinda þeim í framkvæmd. „Þetta þýðir í raun að við erum að vega upp alla hagræðingu ársins og gott betur. Við erum ekkert að breyta hlutum sem við höfum þegar samþykkt, það bara heldur sér. En þær aðgerðir sem koma til fram- kvæmda nú nýtast okkur fram á næsta ár. Margt í skólaflokknum er ekki hægt að setja í gang fyrr en á hausti því það er ekki hægt að breyta plönum á miðju skólaári,“ bendir Skúli á. Mest sett í sérkennslu Þær aðgerðir sem ráðist er í nú snúa einkum að grunnskólum og leik- skólum en að sögn Skúla stendur til að frístundaheimilin komist betur á dagskrá á næsta ári, þá verði sett aukin áhersla á þeirra starf. Stærstur hluti þess fjár sem nú er bætt við hjá skóla- og frístundasviði fer í sérkennslu, en þar hafði jafn- framt einna mest verið skorið niður. Alls er 110 milljónum bætt við fram- lög vegna sérkennslu í leikskólum og 138 milljónum króna vegna sér- kennslu í grunnskólum. Þá er einnig bætt við fé til að bæta leik- og grunnskólum upp kostnað vegna langtímaveikinda starfsfólks, alls bætast við 150 milljónir hjá leik- skólum og 123 milljónir króna vegna grunnskóla. Þá felur aðgerðaráætlunin í sér að unnin verða ný úthlutunarlíkön fyrir leikskóla, grunnskóla og frí- stundamiðstöðvar þar sem m.a. á að byggja á ábendingum stjórnenda um úrbætur á þeim. Blessuð börnin þurfa sem betur fer ekki að velta sér mikið upp úr hagræðingu og rekstrarfé heldur fá að leika sér áhyggjulaus. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur var gert að spara 670 milljónir króna á árinu og var fjárhagsáætlun skert um þá upphæð. Í vikunni ákvað borgarstjórn að veita 919 milljónir til leik- og grunnskóla en af þeirri upphæð koma 767 milljónir króna frá borginni. Foreldrar greiða 152 milljónirnar sem eftir standa í formi hækkunar á fæðisgjöldum. Viðsnúningur í skólamálum Aðgerðir haust 2016 Hagræðingar- krafa 2016 M. kr. Skóla- og frístundasvið 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 767 milljónir 152 milljónir 670 milljónir Framlag foreldra með hækkun fæðisgjalds Skúli Helgason Skóla- og frístundasviði var gert að hagræða um 1,5% á árinu. Nú hefur verið bætt við fjármagni sem nemur um 2% af heildarrekstrarfé sviðsins. INNLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.