Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 17
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 ’Það skiptir aðmínu mati engumáli hvort mennsegja mig langar eða mér langar, hvort tveggja er íslenska. sem fámenn þjóð eiga oft erfiðara um vik. En Svanhvít segir að með samvinnu sé ýmislegt hægt að gera. Til þess að geta notað vélrænar þýðingar þurfi að vera til staðar mjög stórt gagnasafn af íslensku máli. Aukin samvinna milli stofnana sé eitt af vandamálunum t.d. á milli atvinnulífsins og há- skólanna. Vilji sé fyrir hendi en strandi oftar en ekki á fjármagni. „Það þarf mikla peninga í þetta, bæði til að stækka gagnasöfnin og vél- rænu þýðingartólin,“ segir Svanhvít. Nauðsynlegt að forrit og stýrikerfi séu á íslensku Eitt af því sem þurfi að gera sé að festa ís- lenska orðnotkun í upplýsingatækni betur í sessi til að fólk vilji nota orðin. „Ef hugbún- aðarþýðing er vel unnin tekur fólk ekki eftir því að viðmótið er á íslensku. Íslendingar eru feimnir við að nota íslenskar þýðingar og finnst þær oft skrítnar því íslenskan þykir ekki mjög „töff“ að mati margra. Því þyrfti hug- takalistinn að vera mjög góður og uppfærður reglulega svo fólk vilji nota það. Einhvern tím- ann þurftum við að læra þessi orð á ensku þannig að við hljótum að geta lært þau á ís- lensku,“ segir hún. Hennar skoðun er sú að við þurfum að ein- blína á að þýða sem mest yfir á íslenska tungu. „Forsendan fyrir því að íslenskan lifi góðu lífi er að forrit og stýrikerfi séu á íslensku. Orðin verða að vera til og vera gagnsæ og vel skiljan- leg. Ef þau eru mjög afkáraleg verður það til þess að fólk vill ekki nota þau og grípur þá frekar í enskuna,“ segir hún. Kunna ekki að skrifa ritmál Ármann telur að viss ógn steðji að bókmennta- málinu. Eitt er að allir skilji íslensku, annað er að fólk skilji þegar það les. „Maður verður var við það að fólki finnist skáldsögur, sem einu sinni allir gátu lesið sér til gamans, vera erf- iðar. Og þegar fólki er farið að finnast venjuleg íslenska fyrir 80 árum erfið bendir það til þess að henni sé ógnað. „Ég hef áhyggjur af þessu,“ segir hann. Hann óttast að íslenska bókmenntamálið ein- faldist og dragist saman í eitthvert miklu ein- faldara og blæbrigðaminna mál með færri orð- um. „Fólk talar vissulega íslensku en finnst ritað mál vera framandi,“ segir Ármann. „Íslenskir háskólakennarar verða svolítið varir við þetta. Það er allnokkur fjöldi nemenda sem kann ekki að skrifa ritmál. Fólk notar talmál í rit- máli og það skilur ekki muninn. Drjúgur hluti vinnu okkar fer í þessa hluti. Það segir okkur að það er ónóg ritþjálfun,“ bætir hann við. Því þurfi meiri lestur og ritþjálfun. Hann líkir þessu við að biðja fólk um að spila fullkomlega á píanó ef það spili aðeins tvisvar á ári. Auðvit- að sé ekki hægt að vera með fullkomna færni með svo litla æfingu. Hið sama eigi við um rit- un. Að mati Ármanns leysist þetta ekki fyrr en íslensk ritun verður sjálfstætt fag. „Að rita ís- lensku er ekki eitthvað sem aðeins rithöfundar og bókmenntafræðingar þurfa að kunna. Allir þurfa að kunna þetta, þetta kemur alls staðar að gagni,“ segir hann. Ármann segir það mikilvægt að stjórnvöld taki þátt í að viðhalda íslenskri tungu. „Ég er ekki viss um að íslenskan lifi af án stuðnings stjórnvalda,“ segir hann. Fyrir Íslendinga skipti máli að íslenskan sé lögvernduð. Styrkir til ýmissa sjóða sem ýta undir það að íslenskan haldi velli mega ekki minni vera að mati Ármanns. Textar verði mun aðgengilegri Samfélagsbreytingar eru ansi örar. Mál- nefndin hefur áhyggjur af lítilli notkun ís- lensku á netinu. Það er t.d. mjög auðvelt að ná í enska orðabók á netinu, hún er ókeypis. „Það er fullt af flottum ókeypis enskum orða- bókum,“ bendir Ármann á. Hann segir að bæta þurfi aðgengi fyrir alla að íslenskum orðabók- um á netinu. Fínar netorðabækur séu til en ekki hafi allir aðgang að þeim. Snara.is sé til dæmis ekki ókeypis. Ármann segir að einnig þurfi að gera texta- söfn aðgengilegri fyrir fólk á netinu. Finna megi t.d. Shakespeare á netinu en fátt eitt eftir Jón Sigurðsson. Fara þurfi á bókasafn til að sækja texta eftir hann. „Það er mjög erfitt að nálgast alls konar texta. Nú er samt heilmikið til. Þetta er annars vegar spurning um að meira efni þarf að vera á netinu og það sem er þarf að vera aðgengilegt,“ segir hann. Dugnaður í kennurum Kristján hefur stýrt rannsókn á íslensku- kennslu: Íslenska sem námsgrein og kennslu- tunga. Upplýsingasöfnun er lokið, heimsóttir voru tíu grunnskólar og fimm framhalds- skólar. Rannsakendur fóru af stað með þá hugmynd að íslenskan væri verr á vegi stödd en reyndist vera. „Það er mikill dugnaður í kennurum við að orða á íslensku það efni sem þeir eru með,“ segir hann. „Mér fannst það eiginlega vera jákvæð útkoma og ánægjuleg.“ Aftur á móti er Kristján mjög gagnrýninn á það hve litlu fjármagni er varið í endur- menntun. „Það er til skammar hversu lítið er lagt í endurmenntun kennara. Þeim er ekki gert kleift að vera í takti við tímann. Og það er alveg herfilegt,“ segir hann. Hann segir að rannsóknir á notkun á ensku í háskólum og víðar sýni að nemendur telji ís- lensku vera sitt tungumál. „Þeir jafna þessu ekki saman, þrátt fyrir að telja ensku mjög mikilvægt tungumál. Sem hún auðvitað er,“ segir Kristján. Hann telur því að staðan sé ekkert ofboðslega slæm, þrátt fyrir að hún sé erfið. „Það er mikil ástæða til að rannsaka ís- lensku núna, til að athuga hvernig hún stend- ur,“ segir Kristján. Einnig verður að taka til greina að nem- endahópurinn hefur breyst og breikkað að mati Kristjáns. Fyrir t.d. 20 árum fór ákveðið fólk ekki í bóknám sem gerir það nú. Hann segir að myndin á tungumálinu í háskólanum verði öðruvísi en hún var. Að fólk tali öðruvísi í t.d. Háskóla Íslands en áður. Það sama megi segja um framhaldsskólana. Fleiri fari í fram- haldsskóla, sem hafi í för með sér að öðruvísi íslenska sé töluð. „Tungumálið er mun fjöl- breyttara en við viljum viðurkenna,“ segir hann. „Það er ákveðinn menningarmunur í því sem menn verða að hafa í huga, áður en menn fara að vaða uppi með fordóma og sleggju- dóma um unga fólkið. Því það er oft firnavel talandi.“ Kristján veltir því fyrir sér hvort meiri stéttamunur verði í tungumálinu. Eru Íslend- ingar að stefna inn í slíkt ástand? Eru þeir sem hafa meiri tíma, tekjur og svigrúm til að læra tungumálið að taka yfir tungumálið? Munu sumir tala mál sem dæmist vera annars flokks? „Það er stutt að leita í samfélag þar sem þetta er mjög skýrt. Að möguleikar manna takmarkist við það úr hvaða stétt mál- far þeirra kemur,“ segir hann. En hann bætir við að auðvitað séu þetta aðeins vangaveltur. Að mati Kristjáns skiptir mestu máli að líta á kennslu í íslensku sem eina heild. Lestur og ritun skiptir þar miklu máli en einnig þekking, færni og dómgreind. „Þú þarft ákveðna þekk- ingu á greininni, á bókmenntum, sögu o.s.frv. Þú þarft færni til að beita ritmáli. Og þú þarft dómgreind eða stílskyn, það er þekkingu á málsniðinu til að geta valið orðum þínum rétt snið,“ segir hann. Ekki er heillavænlegt að mati Kristjáns að taka eitthvað eitt út úr, því ekki sé hægt að fá t.d. ritfærni ef þekkingin og dómgreind séu ekki til staðar. Framtíð íslensks tungumáls Þetta snýst um virðingu unga fólksins, að mati Kristjáns. Ef íslenskan heldur ekki í við ensk- una í hinum rafræna veruleika verður hún annars flokks. „Nýjungarnar njóta ákveðinnar virðingar,“ segir Kristján. „Vandvirkni skiptir gríðarlegu máli í íslensku eins og öllu öðru. Við höfum brennt okkur á því að ræða aðeins tungumálið út frá bönnum og það er ekki gott.“ Hann telur það mikilvægt að ungt fólk geri sér grein fyrir því hvers konar tæki tungumálið geti orðið í höndum þess, frekar en hvort það muni misstíga sig ef það opni munn- inn. Morgunblaðið/Eggert Eiríkur Rögnvaldsson Kristján Jóhann Jónsson ’Það er mikilldugnaður íkennurum við aðorða á íslensku það efni sem þeir eru með. Höfundar greinarinnar eru nemar í blaða- og fréttamennsku við HÍ og skrifuðu greinina sem hluta af náminu. Málbreytingar í íslensku máli geta verið alveg eðlilegar þótt mörgum þyki þær ekki sérlega hljómfagrar. Niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem nefnist „Tilbrigði í íslenskri setningagerð“ eru nú komnar út í tveimur bókum og er sú þriðja væntanleg. Þar kemur fram að ýms- ar málbreytingar eru í sókn en fara mishratt. Þágufallssýkin svokallaða er líklega þekktasta málbreytingin undanfarin ár. „Ég hef satt að segja engar áhyggjur af þessum breytingum. Það skiptir að mínu mati engu máli hvort menn segja mig langar eða mér langar, hvort tveggja er ís- lenska,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson og bætir við að svo framarlega sem ekki sé hróflað við kerfinu sé þetta í lagi. „Meðan við höldum áfram að beygja orð skiptir ekki öllu máli hvaða fall er notað eða hvaða beyg- ingarmynd.“ BREYTINGAR Á MÁLINU Hvað með „mér langar“?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.