Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 28
Guðrún Óla Jónsdóttir, Hrafn- hildur Jóhannesdóttir, Jónína Sif Eyþórsdóttir, María Lea Ævars- dóttir, Kristín Björk Jónsdóttir, María Skúladóttir, Guðný Hrönn, Edda Sif Pálsdóttir, Jón Heiðar Gunnarsson, Stefán Drengsson og Oddur Freyr Þorsteinsson voru ánægð með matinn, sem var frá framandi löndum. Hópurinn, sem stundaðinámið við Háskóla Ís-lands frá 2012 til 2014, gerði sér glaðan dag. „Við erum lítill og náinn hópur sem nær vel saman og höfum náð að halda hópinn. Við hittumst reglulega en það má segja að þetta hafi verið árshátíðin okk- ar,“ segir María. Umræðuefnin voru lífleg og var farið um víð- an völl. „Það eru náttúrulega bara þrír karlmenn í þessum hópi þannig að það fór í að vera dálítið kvennaklósettsumræða, sem var bara spennandi fyrir þá,“ segir María og hlær. Fjölbreytt, einfalt og spennandi Á borðinu mátti finna spennandi rétti frá nokkrum fjarlægum og framandi lönd- um. Djúpsteikt egg voru frá Nígeríu, Nasi Goreng frá Indónesíu, baunaréttur frá Pakistan og Kofta frá Mið-Austurlöndum ásamt flatbrauði og tzatzikisósu. Í eftirmat var klassísk frönsk súkkulaðikaka. „Við vildum hafa þetta fjölbreytt, einfalt og spennandi. Við leituðum að uppskriftum sem innihéldu frekar ódýrt hráefni; hrísgrjón, baunir og egg til að draga niður kostnaðinn fyrir svona stóran hóp. Við skiptum þessu með okkur, ég bjó til tvo rétti og Hrafnhildur tvo og þriðja bakaði kökuna. Hrafnhildur á vinkonur frá Nígeríu og Pakistan en sú frá Nígeríu heldur úti matarbloggi. Eggin voru þaðan en linsubaunarétturinn frá Pakistan,“ segir María. „Kofta-rétturinn var frá gulur, rauður, grænn og salt og Nasi Goreng-rétturinn er frá Indónesíu, en það þýðir í raun bara steikt hrís- grjón. Þetta er ákveðin útfærsla á honum. Mér fannst þetta vera mjög spennandi og skemmtilegt og við vorum mjög ánægðar með útkomuna, en þrjá af þessum fjórum réttum vorum við að gera í fyrsta sinn. Þetta hvetur mann til að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt.“ María og Hrafnhildur báru fram meistaralega rétti frá öllum heimshornum. Heimsreisa á borði Fagnaðarfundir urðu þegar skólafélagar úr meist- aranámi í Blaða- og fréttamennsku hittust yfir góð- um mat um síðustu helgi. Þær María Skúladóttir og Hrafnhildur Jóhannesdóttir tóku sig til og elduðu dýrindis rétti frá öllum heimshornum. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 MATUR 4,5 cl Tanqueray eða Tanqueray nr. 10 gin 3 cl ferskur sítrónusafi 3 cl sykursíróp (aðferð fyrir neðan) 4-5 basilíkulauf ísmolar Allt hráefni er sett í hristara eða stóra krukku. Drykknum er hellt yfir rocks-glas eða viskýglas sem er fullt af klaka. Skreytið með basillaufi. SYKURSÍRÓP Sykursíróp er gert úr jöfnum hlutföllum af vatni og sykri. Vatnið hitað nánast að suðu og sykr- inum þá bætt út í. Hrært í þar til sykurinn leysist upp. Hægt að gera fyrirfram eða daginn áður, en það geymist í lokaðri krukku í nokkrar vikur. Tanqueray Basil Smash 150 g sykur 275 g suðusúkkulaði, skorið í litla bita 175 g ósaltað smjör 2 tsk. vanilludropar 5 egg (aðskilja rauður frá hvítum) 40 g hveiti salt á hnífsoddi flórsykur til skrauts nokkur jarðarber til skrauts Hitið ofn í 160°C. Smyrjið 24 cm form með smjöri. Takið frá 3 msk. af sykri og geymið til hliðar. Takið restina af sykrinum og setjið það í pott með smjörinu og súkku- laðinu. Bræðið yfir miðlungshita þar til bráðið. Takið af hitanum og bætið út í vanilludropunum og lát- ið kólna aðeins. Aðskiljið rauður frá hvítum. Hrærið rauðunum út í súkkulaðið einni í einu. Hrærið því næst hveitinu saman við. Þeytið eggjahvíturnar með smá salti þar til stífar. Bætið þá út í 3 msk. af sykri sem þið tókuð frá og þeytið áfram. Í nokkrum skömmtum, hellið þeyttu hvítunum út í pottinn með súkkulaðinu og hrærið saman þar til þær leysast alveg upp. Hellið þessu í formið og hristið aðeins loftbólur úr deiginu með því að banka forminu létt í borðið. Bakið í 35-45 mínútur (mæli með 40-45 mín.). Takið út og látið kólna á borði áður en kökunni er varlega hvolft úr forminu og á kökudisk. Þegar kakan er köld, stráið flórsykri yfir með sigti. Skerið jarðarber og skreytið. Ber- ið fram með þeyttum rjóma. Frönsk súkku- laðikaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.