Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 26
Getty Images/iStockphoto  Vertu hagsýn(n) og sniðug(ur) í matarinnkaupum. Til að ná því er snjallt að ákveða máltíðir fyrir vikuna. Gera matarinnkaupalista og fara eftir honum til fulls. Forðastu að grípa hitt og þetta sem er ekki á listanum í einhverri hvatvísi eða græðgi. Með þessu móti eru minni líkur á að eitthvað sé gripið sem er ekki nauðsynlegt í ísskápinn.  Kauptu grænmeti eða ávexti sem eru ekki í sínu staðlaða formi og líta jafnvel undarlega út. Smakkast nákvæmlega eins og annað græn- meti eða ávextir en er síður aðlaðandi fyrir kaupandann. Sýndu ráðdeild og kauptu það sem fer annars í ruslið.  Kauptu akkúrat það sem þig vantar. Ef þú ætlar að elda eftir uppskrift sem segir tvær gulrætur, reyndu að komast hjá því að kaupa heilan poka og reyndu frekar að kaupa þær í stykkjatali. Þannig kemstu hjá því að sitja uppi með heilan poka af gulrót- um sem gætu mögulega farið til spillis. Getty Images/iStockphoto  Á veit- ingastaðnum: Ekki leifa matnum á disknum. Fáðu frekar box og taktu matinn með þér heim. Það eru góðar líkur á því að þú nartir í hann seinna um kvöldið eða daginn eftir.  Í vinnunni: Slepptu því að taka bakka. Nældu þér í disk og fáðu þér lítið í einu. Ef þig langar í meira skaltu fá þér ábót í stað þess að henda matnum ef það verður afgangur. Hefurðu annars ekki heyrt um að þú átt ekki að borða meira en þú getur borið?  Á meðal vina: Fræddu vini þína og vandamenn um matarsóun. Það þarf ekkert að vera langur fyrirlestur, bara pota því inn á góðan hátt. Um leið og örlítil meðvitund um matarsóun er komin inn fyrir varirnar fer fólk frek- ar að velta því fyrir sér. Mat- máls- tími MATUR Besta leiðin við að afþíða mat er að setja hann í kalt vatn og láta liggjaþar. Maturinn þarf að vera í poka og má vatnið ekki komast að matn-um. Þetta er mun betri leið en að afþíða matinn inni í ísskáp og alls ekki gott að afþíða mat í örbylgjuofni. Hér ræður þolinmæði ríkjum. Listin við að afþíða 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Matarsóun er víðtækt vandamál, þá sérstaklega hjá vestrænum þjóðum. Í dag fer um einn þriðji af framleiddum mat í heiminum til spillis á ári hverju, eða um það bil 1,3 milljón tonn af mat. Þetta er svo mikið magn af mat að hægt væri að fæða allan heiminn og rúmlega það með sóuninni einni og sér. Í rauninni væri hægt að fæða allt sveltandi fólk í heiminum með aðeins ¼ hluta af þessu magni. En því miður er heimurinn ekki á þeim bux- unum, ekki enn að minnsta kosti. Hins vegar getum við gert ýmislegt til að laga vandamálið og í því felst að byrja á okkur sjálfum. Svolítið hefur verið rætt um matarsóun hér á landi en góð vísa er aldrei of oft kveðin og mikilvægt að minna á reglulega. Hér koma nokkrir góðir punktar sem geta hjálpað okkur að stíga í rétta átt og vera meðvituð um matarsóun. Matarsóun er mikil sóun Hvernig getum við komið í veg fyrir að henda eins miklum mat og við gerum í raun og veru? Alls konar ráð eru á hverju strái, málið er bara að tileinka sér þau og auðvitað byrjum við á okkur sjálfum. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is  Mundu bara eitt, FIFÚ eða fyrst inn, fyrst út. Það skiptir miklu máli eftir innkaup að raða rétt í ísskápinn og aðra skápa. Sú vara sem var keypt fyrir lengri tíma síðan fer fremst í röðina en hinar fara aftast í röðina. Þannig er kom- ið í veg fyrir að vörur renni út.  Notaðu allt saman. Ekki af- hýða gúrkuna, ekki taka kart- öfluhýðið af og brokkólístöngl- arnir eru mjög bragðgóðir líka! Snjallt að skera þá bara í þunnar sneiðar. Þá fer matur síður til spillis, auk þess eru hýði og stilkar eru stútfull af næringarefnum.  Haltu bókhald utan um vörur sem þú hendir í ruslið. Ertu að henda banana í hverri viku? Eða alltaf smá brauði? Þá er spurning um að endurhugsa innkaupalist- ann eða læra að frysta mat. Morgunblaðið/Kristinn Heim- ilið Mat- vöru- búðin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.