Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 15
skyldu er myndað teymi á vegum Rauða kross- ins til að annast um hennar mál. Við sjáum líka um að innrétta íbúðir og búa til tengslanet á Íslandi. Hælisleitendur eru þeir sem koma hingað til lands á eigin vegum og sækja strax um hæli til lögreglu. Þeim er úthlutaður tals- maður, sem er lögfræðingur á vegum Rauða krossins en við höfum það hlutverk að sinna talsmannaþjónustu fyrir þá sem sækja um hæli. Það tengist þó ekki bara lögfræðiþjón- ustu því fólk þarf aðstoð við ýmislegt. Við reynum að gera því dvölina bærilega á meðan það bíður eftir að umsókn þess fái efnislega meðferð, en auðvitað eru hendur okkar bundn- ar að einhverju leyti. Þetta er mjög viðkvæmur hópur, oft fólk sem er í sárri neyð og hefur hrakist um langan veg og er í fullkominni óvissu um eigin framtíð. Það þarf að finna fólki eitthvað að gera, því það getur ekki unnið og hlúa þarf sérstaklega vel að börnunum,“ segir Kristín og bendir á að þessi hópur fái ekki íbúð heldur er honum útvegaður samastaður hjá sveitarfélögunum eða Útlendingastofnun. „Þetta er vandmeðfarið, það þarf að stytta bið- tíma fólks eins og kostur er og um leið gæta þess að meðferð hælisumsókna fari mann- úðlega fram. Helsta áskorunin fyrir okkur sem samfélag eru húsnæðismál eins og sakir standa. Þau eru á hendi Útlendingastofnunar sem er ekki í öfundsverðu hlutverki að keppa við ferðamannabransann á húsnæðismarkaði. Engu að síður ætti að vera mögulegt að gera betur. Við vitum að fólki á flótta í heiminum fjölgar dag frá degi og þess vegna koma fleiri og fleiri til Íslands eins og annarra landa – en hlutfallslega taka Íslendingar aðeins á móti brotabroti af þeim fjölda sem þekkist á megin- landinu.“ Ráðum við fleiri flóttamenn Kristín segir það mat Rauða krossins að vel sé hægt að taka við fleiri flóttamönnum en nú er gert. „Rauði krossinn er mannúðarhreyfing og þeir sem þurfa á hjálp að halda eiga að okkar mati að fá þá hjálp sem þeir þurfa. Það er alveg sama hvort fólk er hér í tvo mánuði, sex mánuði eða tvö ár, það á að koma fram við fólk af virðingu og reyna að skilja aðstæður þess og hjálpa því eins og þörf krefur. Við getum hlúð að fólki á flótta og samkvæmt viðhorfskönnun Amnesty á Íslandi er ljóst að langflestir Íslendingar eru á sama máli. Flóttafólk er einfaldlega venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum sem er að leita að öruggu og friðsamlegu umhverfi fyrir sig og börnin sín. Við höfum hér allt til alls og við á Vesturlöndum höfum aldrei verið jafn vel stödd og jafn vel aflögufær og nú. Evrópa gæti staðið sig betur og Ísland þar með talið,“ segir Kristín. „Vissulega væri best fyrir alla ef þessi tími myndi styttast sem fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu sinna mála,“ segir hún. „Kerfin eru því miður miklu hægari en straumur fólksins. Allir sem koma að þessum málum, ráðuneyti, Útlend- ingastofnun og fleiri eru samtaka um að gera kerfið betra og afkastameira þannig að hægt sé að tilkynna fólki um málalyktir sem fyrst. Það felst í því vanvirðing við fólk og örlög þess að láta það bíða í óvissu svo vikum, mánuðum og jafnvel árum skiptir, eins og dæmi hafa verið um hér á landi í gegnum tíðina.“ Fólk kemur laskað á sálinni Kristín segir að fólkið sem komi hingað sé oftast að flýja hrikalegt ástand. „Það er kannski búið að missa alla ættingja, húsin sín, allt lífið í raun. Það er oft mjög laskað á sálinni, komið yfir hafið til Ís- lands,“ segir Kristín sem hefur heyrt marg- víslegar harmsögur hælisleitenda. „Þetta eru þannig sögur margar hverjar að það er ekki hægt að hafa þær eftir,“ segir hún og blaðamaður spyr hvort ekki sé erfitt að hlusta á þessar sögur. „Það tekur auðvitað á alla en okkar starfsfólk og sjálf- boðaliðar verða líka að læra að brynja sig.“ Krist- ín segir að ekki síst geti verið erfitt að upplifa þær tilfinningar sem Rauða kross-fólkið verður vitni að, þegar fólki er gert ljóst að það verði sent aftur heim í þær hræðilegu aðstæður sem það flúði í upphafi. „Þetta getur tekið verulega á.“ Heimurinn á fleygiferð Hugarfar almennings skiptir miklu máli þegar berjast á við fordóma og ótta við breytingar á samfélaginu, að mati Kristínar. „Við erum á fleygiferð, allur heimurinn, og við þurfum að ræða þá stöðu og það sem hún hefur í för með sér.“ Kristín segir mikilvægt að muna að við viljum að vel sé tekið á móti þeim Íslendingum sem flytja eitthvað annað. Þess vegna sé eðlilegt að við tökum vel á móti þeim sem hingað vilja koma. Um leið þurfum við líka að gera okkur grein fyrir því hvaða leiðir við viljum fara til þess að þeim sem ætla að setjast hér að geti liðið vel. Það þarf t.d. að leggja mikla áherslu á að auka íslensku- nám þeirra sem setjast hér að. „Að kunna tungu- málið skiptir öllu máli. Svo þarf að skoða styrk- leika þeirra sem koma hingað í leit að vernd. Þeir tala kannski ekki íslensku eða dönsku en kannski einhver fimm önnur tungumál og þá þekkingu er hægt að nýta öllum til góðs. Það þarf að fókusera á styrkleikana þegar við metum fólk. Allir sem hingað koma vilja leggja sitt af mörkum og bíða eftir tækifæri til að sanna sig.“ Alltaf viljað bæta samfélagið „Orðsporið er það dýrmætasta sem Rauði kross- inn á,“ segir Kristín og hún segist finna fyrir miklum velvilja alls staðar í garð hreyfingarinnar. Ég spyr hvort hún hafi alltaf verið hugsjóna- manneskja: „Ja, ég veit ekki, ég hef a.m.k. alltaf viljað reyna að bæta samfélagið og leysa illt með góðu. Ég vil virkja fólk með mér og tel að við eig- um almennt ekki að láta okkur standa á sama um hlutskipti náungans. Hver hefur sitt fram að færa, allir hafa einhverja kosti og maður þarf að fókusera á þá. Það eru allir jafn merkilegir.“ Morgunblaðið/Ásdís ’Ég þekki eina konu sem er91 árs og býr ein og hún áheimsóknarvin sem er 85 árasem heimsækir hana einu sinni í viku. Þá borða þær saman rauðgraut með rjóma og spjalla saman. Það er dásamlegt. „Ég vil virkja fólk með mér og tel að við eigum almennt ekki að láta okkur standa á sama um hlutskipti náung- ans,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. 18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.