Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 S em betur fer hefur lýðræðisríkjum fjölgað síðustu öldina, þótt sum þeirra ríkja sem skreyta sig titlinum eigi nokkuð í land. Og hvergi er lýðræðið fullkomið. Ekki heldur í ríkjum sem teljast í fremstu röð. Ekki einu sinni hér. Áunnið munaðarleysi Áður hefur verið fjallað um það, hversu þeir sem búa við lýðræðisskilyrði í gæðaflokki gera stundum lítið með það. Sífellt fleiri ákvörðunum sem áður lutu lýðræðislög- málum er skotið undan. Það er réttlætt og sagt „fag- legra“. Dugi það ekki þá er bætt við „siðlegra“. Þess- um tilbúna faglega og siðlega ramma fylgir oftast fullkomið ábyrgðarleysi. Sé einhverja ábyrgð að finna fellur hún áfram á stjórnmálamanninn sem valdið hef- ur verið flutt frá. Þessi skil á milli valds og ábyrgðar þykja mörgum flott. Og öllum er sama þótt lýðræð- ishallinn vaxi ört. Líka stjórnmálamönnunum. Þeim þykir þægilegast að vera aðeins blaðafulltrúar ákvarð- ana. Þetta er ein af mörgum ástæðum þess, að almenn- ingur, sem í þessu tilviki ber hatt kjósandans, lætur sí- fellt minna með kosti lýðræðisins. Án þess að geta sett puttann á það, hefur hann skynjað að stjórnmálamenn þykjast bara enn hafa það vald sem þeir höfðu áður og stjórnarskráin, í það minnsta andi hennar, ætlaði þeim. Hann fylgist því illa með og er ekkert að leyna því, og lætur hendingu ráða hvort hann kjósi eða ekki. Margir þykjast hafa gildar ástæður. Kosningaréttur- inn hafi fallið hratt í verði. Það fáist lítið fyrir hann. Stjórnmálamenn séu flestir aðeins málpípur embættis- manna, sem fari með hin eiginlegu völd. Og svo sé varla merkjanlegur munur á því litla sem þeir standa fyrir. Það er allt sjónarspil og þykjustuleikur. Enginn myndi slíta skósólum á milli verslana, ef í hillum þeirra allra væru sömu vörur á keimlíku verði og þjónustan jafnþreytuleg. Niðurhal og skattar Píratar stofnuðu flokk um niðurhal. Niðurhal. Meðal þjóðar sem lagði upp úr því að fá sem flest tonn í hali. Slíkt hal þykir nú einn allsherjar þjófnaður, og ná ekki máli sem hal hjá niðurhalinu. Nú hafa fulltrúar niðurhalsins setið á þingi á fjórða ár og sennilega kveikt á því, að það flokkast fleira und- ir þjóðarhag en niðurhal. Niðurhalsflokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðanakönnunum og það hefur ver- ið stöðugt. Það væri þó fljótfærnislegt að gefa sér að það „val“ sýndi að almenningur sé úti að aka. Mun líklegra er að fólk gefi spyrjendum svona svör af öðrum ástæðum. Framganga Pírata á þingi gefur ekki tilefni til stuðnings. Í Bandaríkjunum nefna menn Trump af því að þeir þola ekki Hillary og gagnkvæmt. Vísbendingar um þetta birtast hér á landi þegar geng- ið er á menn. Það er eftirtektarvert að eitt svar, sem birt er, reynist alltaf út í hött hjá öllum þeim sem standa fyrir könnunum. Það er þegar spurt er um það, hvort til standi að kjósa eða ekki. Aðeins brot þeirra sem ekki kjósa viðurkennir það í könnunum. Fróðlegt væri ef þessi fyrirtæki spyrðu fólk um það strax eftir kosningar, hvort það hefði kosið eða ekki. Ekki kæmi á óvart þótt niðurstaðan yrði skrítin. Eftir bestaflokks/samfylkingarskrípaleikinn í borg- arstjórn á kjörtímabilinu 2010-2014 hrundi kosninga- þátttaka í höfuðborginni niður í 60%. Það lýðræðislega áfall kom ekki fram í könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn tók þá afstöðu í byrjun skrípaleiksins að hverfa úr stjórnarandstöðu. Og þar sem flokkurinn var ekki í minnihluta, þýddi sú ákvörðun að hann gufaði upp í höfuðborginni. Þar hefur hann ekki náð vopnum sínum síðan og það veikt trúverðugleika hans á landsvísu. Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hóf skattahækk- unarhernað vorið 2009, og tafði þannig endurreisnina sem sett hafði verið í farveg haustið 2008. Búist var við því að ný ríkisstjórn myndi kúvenda í skattamálum. En embættiskerfið, sem Steingrímsstjórnin hafði raðað í kringum sig, hélt áfram um alla þræði og tryggði að ekkert slíkt gerðist. Nú stendur þjóðin frammi fyrir kosningum, sem hún hvorki bað um né átti von á. Enginn flokkur hefur það nú á stefnuskrá sinni að breyta um stefnu í skattamálum. Nýlega upplýstist óvænt að skattamótunarnefnd á vegum Jóhönnu og Steingríms hafði starfað allt kjör- tímabilið! Sú skilaði af sér nýlega og sást hvaðan nefndin sú fékk umboð. Enginn virðist hafa vakið athygli nefndarinnar á því, að sú stjórn var rassskellt í kosningum og ný tók við. Nefndin má eiga það að hún skilar frá sér tillögum sem nýtast munu þegar stjórn í anda hinnar rassskelltu tekur við. Núverandi ríkisstjórn birti tillögur Steingríms- nefndarinnar án athugasemda á vef forsætisráðuneyt- isins. Búvörur á vörum manna Afstaðan til búvörusamnings er dæmigerð fyrir það í hvaða átt íslensk stjórnmál silast. Fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, skrifar undir þann samning eftir að samninga- viðræður höfðu gengið eðlilega fyrir sig um langa hríð. Viðsemjendur ríkisins gáfu eftir í þeim viðræðum en ríkið lítt. Samt treysta aðeins 7 þingmenn af 19 sér til að staðfesta samning sem formaður flokks þeirra hafði ábyrgst, staðið að með eðlilegum hætti og gætt vel bæði hagsmuna ríkisins og heildarhagsmuna. Skila- boðin til hugsanlegra stuðningsmanna flokksins eru ekki góð. Auðvitað telja margir að eitthvað mætti vera með öðrum hætti en varð. Þar með talið báðir samnings- aðilar. En þetta varð niðurstaðan og báðir samnings- aðilar gátu sæmilega við unað. Engum sanngjörnum manni dettur í hug að skilja íslenskan landbúnað eftir óvarinn á flæðiskeri. Þá færu fyrir lítið eftirsóttustu einkenni hans, svo sem lífræni þátturinn, pestaleysið sem dregur úr lyfjanotkun og fleira í þá veru. Íslendingar hljóta að taka mið af um- hverfinu. Verksmiðujurekinn landbúnaður og rækilega niðurgreiddur í ESB má ekki fá veiðileyfi á íslenskan landbúnað. Það kemur sérkennilega fyrir sjónir þegar hugsjóna- legir tómarúmsmenn að öðru leyti en því að vilja inn í ESB og rjúkandi rústir evrunnar, fordæma íslenskar stuðningsgreiðslur við landbúnað. Sjálfsagt eru þeir jafn-vel lesnir í umfangsmiklum þætti ESB í þessum efnum og í reglum þess um „samninga“ við ný aðild- arríki. Eins og kunnugt er breytti ESB reglum sínum um það verklag fyrir mörgum árum. Tekur sambandið sérstaklega fram að engar samningaviðræður fari fram um aðild. Eingöngu yfirferð þar sem ESB kannar hvort umsóknarríki hafi breytt sínu regluverki til sam- ræmis við reglur sambandsins. Áhugamenn um aðild hafa gegn betri vitund talað um að „kíkja í pakkann,“ þótt ESB biðji um það skriflega og birti opinberlega að forsvarsmenn umsóknarríkja stundi ekki blekkingar- leik gagnvart eigin þjóð. Forseti tekur til máls Í gær bárust fréttir um það, að núverandi forseti gengi mun lengra en nokkur fyrirrennari hans hefur gert í viðtölum við fréttamenn erlendis, er hann lýsir íslensk- um stjórnmálum („up there“ eins og hann segir). For- setinn segir að „vantraust ríki á gömlu flokkunum“ á Íslandi. Og öndvert þeim skipar hann Pírötum í sér- flokk, sem „hugsjónaflokki“. Forsetinn getur þess, að „hugsjónaflokkar“ geti átt í erfiðleikum með að semja við aðra og því spáir hann því að það geti stefnt í stjórn- arkreppu eftir kosningar. Spyrja má, hvort þessi varn- Íslendingar koma breskum spánskt fyrir hugsjónir ’ Forseti Íslands hefur nú upplýst um- heiminn um það, skömmu fyrir kosn- ingar, að það ríki vantraust á gömlu flokkunum „þar uppi.“ Sama má sjálfsagt segja um stóru löndin í Evrópu. Reykjavíkurbréf 16.09.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.