Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Upptökurnar sýna að HillaryClinton gat varla staðið ífæturna. Lífverðir og að- stoðarmenn styðja Clinton og hjálpa henni að skjögra inn í svarta smá- rútu. Á augabragði hafa fleiri líf- verðir bæst við hópinn, næstum eins og til að byrgja myndavélunum sýn á forsetaefni demókrata. Þetta var á sunnudaginn, 11. sept- ember, og Clinton var stödd í New York á minningarathöfn um hryðju- verkin sem höfðu skekið alla heims- byggðina fimmtán árum áður. Alltaf sitjandi? Netheimar fóru strax að loga. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem eitthvað virtist ama að Clinton. Gagnrýn- endur hennar (og samsæriskenn- ingasmiðir) höfðu bent á að hún sæ- ist mun sjaldnar opinberlega en keppinauturinn, og þegar hún stigi fram í sviðsljósið virtist hún iðulega þurfa að sitja eða styðja sig við hand- rið. Sumum hefur þótt eins og móti fyrir einhvers konar lækningatæki í gegnum aðra buxnaskálmina. Alla vikuna veltu andstæðingar Clinton sér upp úr veikindum henn- ar. Hægrisinnaði stjórnmálafrétta- vefurinn PJ Media tók saman langan lista yfir veikindi forseta- frambjóðandans og ýmis atvik sem bentu til slæmrar heilsu: Árið 1998 fékk hún alvarlegan blóðtappa í annan fótinn; 2005 féll hún í yfirlið vegna magaveiki, 2009 þurfti hún að fara í aðgerð vegna brákaðs olnboga og seinna sama ár fékk hún annan blóðtappa; 2012 fékk hún magavírus, féll í yfirlið, fékk högg á höfuðið og heilahristing; sama ár kom þriðji blóðtappinn; árið 2013 sást Clinton með sérstaka linsu í gleraugunum sínum, að því er virð- ist til að laga það að sjá tvöfalt. Varn- armálaráðuneytið staðfesti að linsan væri vegna afleiðinga heilahristings- ins frá árinu áður; árið 2015 var upp- lýst að hún þjáðist af vanvirkum skjaldkirtli; undanfarin tvö ár hefur Hillary í þrígang fengið mikil hósta- köst á sviði. Lætur lungnabólgu ekki stoppa sig Og veikindin þann 11. september? Lungnabólga var það víst, þó að starfsmenn Clinton hefðu í fyrstu sagt fjölmiðlum að hiti og ofþreyta hefðu verið ástæða aðsvifsins. Svo kom í ljós að hún hafði raunar verið greind með lungnabólgu tveimur dögum áður, en vinnusemi og þrjóska hefði orðið ofan á svo Clin- ton mætti á athöfnina í New York og reyndi að harka af sér. Ekki minnkaði umræðan við þetta: er ekki lungnabólga háalvar- leg veikindi fyrir 68 ára konu? spurði efasemdafólkið. Af hverju var hún ekki lögð inn á spítala frekar en að vera ekið á heimili dóttur sinnar? Var það út af heilahristingnum hér um árið að Clinton átti erfitt með að muna ýmis mikilvæg atriði, stór og smá, þegar rannsakað var hvernig hún hafði geymt háleynileg gögn á eigin netþjóni? Sjónvarpslæknir rekinn Það eru fleiri en samsæris- kenningasmiðir sem hafa áhyggjur af heilsu Clinton. Sjónvarpslækn- irinn Drew Pinsky missti vinnuna hjá CNN seint í ágúst eftir að hafa tjáð sig um heilsu Clinton í morgun- útvarpsþætti sem var sendur út um miðjan mánuðinn. Pinsky hafði, ásamt kollega sínum, farið yfir þau heilsufarsgögn sem Clinton hefur birt og þótti honum bæði tilefni til að hafa áhyggjur af heilsu hennar og ekki síður þeim lyfjum sem henni höfðu verið gefin. Læknaskýrsl- urnar sýndu að Clinton höfðu verið gefnar úreltar lyfjategundir sem gætu haft óæskilegar aukaverkanir. „Að okkar mati er hún að fá lækn- ismeðferð sem hefði verið veitt á 6. áratugnum,“ sagði hann. Einfaldar óákveðnum valið Munu áhyggjur af heilsu Clinton fjara út? Var þetta stormur í vatns- glasi? Er nokkuð óeðlilegt að veikj- ast endrum og sinnum? Myndi ekki eitthvað láta undan hjá flestum sem þyrftu að standa í þeirri þrotlausu baráttu sem bandarísku forseta- kosningarnar eru? Ein besta greiningin á áhrifum heilsufarsumræðunnar kemur frá Scott Adams, höfundi teiknimynda- sagnanna um Dilbert. Hann spáir því að ímynd Hillary hafi skaðast of mikið: hún hrundi niður á versta stað, á versta tíma, svo að stór hluti kjósenda tengir mögulega heilsu- bresti hennar við það hvort hún geti stýrt landinu á erfiðum tímum. Vangaveltur um heilsu Clinton eru líka einfalt smáatriði sem óákveðnir kjósendur geta látið ráða vali sínu, frekar en að þurfa að setja sig inn í stefnu forsetaframbjóðendanna í flóknum pólitískum hitamálum. Fréttaskýrandinn Ben Swann tek- ur í svipaðan streng, nema hvað hann segir að mesti skaðinn sé vegna þess að Clinton og fólkið í kringum hana hafi ítrekað vísað vangaveltum um heilsu hennar á bug og kallað þær „ruglaðar samsæriskenningar“. Nú þegar stoðum virðist hafa verið rennt undir samsæriskenningarnar um heilsuna, ætli sé þá kannski fótur fyrir öllum hinum samsæriskenning- unum líka? Veik á versta stað á versta tíma Veikindi Clinton um síðustu helgi gætu fælt frá óákveðna kjósendur og gefið alls kyns samsæriskenningum byr undir báða vængi. AFP Veikindi Hillary Clinton gætu kostað hana atkvæði óákveðinna kjósenda og eflt samsæriskenningasmiði. ’ Er Gary Johnson hraustasti forsetaframbjóðandi allra tíma? Fyrirsögn greinar í Men‘s Health um forsetaefni Libertaríanista, en hann hefur m.a. klifið Everest ERLENT ÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is BANDARÍKIN PITTSBURGH Uber hóf að bjóða upp á leigubílaferðir með sjálfakandi bílum eftir tveggja ára prófanir.Til að byrja með verða tveir tæknimenn í hverjum bíl til að grípa inn í ef þurfa þykir. ENGLAND LONDON Englandsbanki kynnti nýjan fimm punda seðil sem skartar ásjónu Winston Churchill. Seðillinn er gerður úr plastefni, þolir þvott og á að gera peningafölsurum lífið leitt. NOREGUR BRYNE Dómstóll úrskurðaði að norsk hárgreiðslukona skylldi greiða jafnvirði 140.000 íslenskra króna í sekt fyrir að eita að þjónn usta múslimska konu með -shíjab læðu. ÞÝSKALAND BAUTZEN Til átaka kom milli hælisleitenda og þjóðernissinnaðra öfgamanna í þýska smábænum Bautzen. Um 1,1 milljón flótta- og farandfólks hefur flust til Þýskalands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.