Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 19
ár, en þú veist, ég les ekki framtíðina. Ég les spilin eins og tungumál. Þetta er myndrænt tungumál. Tarotið talar í gegnum fígúrur, liti, tölur. Þegar manneskja velur spil þá er eitt- hvað þar og maður getur lesið það. Ég kann að lesa úr Tarotinu, ég þýði það, alveg eins og þegar maður þýðir tungumál í höfðinu á sér. Ég sé myndirnar og svo þýði ég þær fyrir fólk, til að hjálpa því að skilja hvaða tækifæri spilin sýna því. Áður en ég gerði þessa kvikmynd þá las ég í Tarot á hverjum degi, alltaf á sama kaffihúsinu í París og þetta varð frægt, þannig að það mættu á mili 200-300 manns á hverjum degi. Það var auðvitað ómögulegt og þá byrjaði ég að draga nöfn fólks úr hatti, svona eins og í Lottó, og 20-30 manns komust að á degi hverj- um. Ég hef aldrei tekið neitt fyrir þetta, en þegar ég gerði myndina þá bað ég fólk að styrkja hana þegar ég las úr spilunum fyrir það. Hlustaðu nú, ég ætla að segja þér sögu. Einu sinni var risastór vél sem bilaði. Og það var kallað á allskyns sérfræðinga en enginn fannst. Þá kom gamall maður með hamar og sló létt á vélina, einu sinni og hljóðið var svona „tak“. Og þá sagði fólkið: og hvað kostar þessi viðgerð? Þá sagði gamli maðurinn, eina milljón og einn dollara. Allir supu hveljur og sögðu, ha, fyrir eitt lítið „tak“? Og þá svaraði gamli maðurinn, „Nei, þetta „tak“ kostar einn doll- ara, en milljónin er fyrir öll árin sem ég eyddi í að læra að gera það.“ Sjáðu til, Tarotið er eins, það er mjög erfitt að læra að lesa það og það tók mig mörg ár.“ Að sættast við dauðann Jodorowsky segist vera miður sín að komast ekki til Íslands í þetta sinn. „Ég er gríðarlega forvitinn um Ísland. En þú skilur, ég var svo gríðarlega þreyttur eftir þessa síðustu mynd. Ég tek mikið af lyfjum og ég er með ofnæmi og er gigtveikur og hef ekki verið nógu sterkur fyrir. En mér líður betur. Ég kem bara í annað sinn. Mig langar að kynnast Íslandi, þetta er mjög dularfullt land fyrir mér og ég hef aldrei komið þangað. En mikið er ég glaður að þið getið horft á myndirnar mínar.“ Hann segist þó vera nokkuð hress. „Ég er áttatíu og sjö ára og hálfs. Eiginlega allir á mínum aldri eru dauðir. Ég er rosalega gamall,“ segir hann og hlær dátt. „En margir halda að ég sé sextugur, en nei, ég er er næstum níræður. Ég reyki ekki, ég drekk aldrei. Allir vinir mínir dóu. Þeir urðu bara sextugir. Það er vegna þess að þeir reyktu of mikið og drukku of mikið. Og tóku of mikið af eiturlyfjum.“ En þú, hvað vilt þú lifa lengi? „Ég verð að lifa þangað til að ég er orðinn 120 ára af því að ég á eftir að gera svo margt og búa til svo margar kvikmyndir. Ég á líka yndislega konu og mig langar ekki að deyja á undan henni.“ Nú ert þú svo djúpt andlega þenkjandi, hvernig tilfinning er það að færast nær dauð- anum? Ertu að undirbúa sálu þína fyrir dauð- ann? „Ég þarf ekki að undirbúa neitt. Lífið snýst um það að læra að deyja. Og sætta sig við það að maður mun deyja. Ef þú sættir þig ekki við það þá fyllist þú örvæntingu. Sjáðu til, í kvik- myndinni Endless Poetry hittir mitt unga sjálf mitt gamla sjálf og ungi ég spyr gamla mig hvernig það sé að verða gamall. Að verða gam- all þýðir að maður tapar fólki, maður tapar frægð, maður tapar kynlífi en maður verður maður sjálfur. Og svo deyr maður og verður að eintómu tæru ljósi. Ef ég fyllist örvæntingu þá mun ég ekki skilja það. Á hverju kvöldi þegar ég fer að sofa veit ég ekkert af mér þangað til ég vakna. Maður fer eitthvað og veit ekkert hvert maður er að fara, en það er ekkert mál. Dauðinn er alveg eins, þetta er ekkert mál. Ég mun ekki finna fyrir neinu. Ef ég finn fyrir ein- hverju, þá vakna ég. Að fyllast örvæntingu er vandamál sem tengist egóinu. Ég vil enga ör- væntingu. Ekkert er okkar eigið. Líkami minn er ekki minn. Alheimurinn lánar mér líkama. Þegar maður hefur hafið andlega vakningu þá tengist maður. Maður er ekki lengur einn. Hið innra tengist því ytra og tímanum og þú ert bara dropi í hafinu. Og svo verður þú að haf- inu. Og það er ekki mikilvægt að vera þetta haf. Þegar þú uppgötvar þetta þá hættir þú að fyllast örvæntingu. En þú munt skilja þetta þegar þú verður gömul. Það er ekki hægt að finna það sem er ógerlegt að finna. Ef það er eitthvað, þá muntu öðlast það, ef það er ekk- ert, þá muntu ekki vita það. Ég er núna að nálgast dauðann og það eina sem ég hugsa um er að skemmta mér við það að klára það sem ég þarf að klára og það sem ég klára ekki það verður bara óklárað,“ segir hann og skellihlær. „Á hverjum degi hugsa ég: en stórkostlegt! Einn dagur í viðbót! Frá- bært.“ AFP „Með þessari mynd langar mig að sýna áhorfandanum tilfinningar svo að þeir geti líka fundið tilfinn- ingar innan í sjálfum sér," segir Jodorowsky um mynd sína Endless Poetry. Leikstjórinn lék sjálfur í myndinni El Topo og sonur hans Brontis Jodorowsky einnig. Brontis Jodorowsky verður með Masterclass laugardaginn 1. október í Bíó Paradís kl. 15.30- 17.00 og situr fyrir svörum 30. september. Nánari upplýsingar auk sýningartíma á Dance of Reality og Endless Poetry má finna á www.riff.is 18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 The Severed Heads (1957) Fando y Lis (1968) El Topo (1970) The Holy Mountain (1973) Tusk (1980) Santa Sangre (1989) The Rainbow Thief (1990) The Dance of Reality (2013) KVIKMYNDIR JODOROWSKYS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.