Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 21
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Í tilefni sýning- arinnar Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag í Norræna húsinu hafa Norræna húsið og End- urrmenntun efnt til námskeiðs sem Sigga Heimis iðnhönnuður stýrir. Á námskeiðinu skyggnast nemendur inn í heim skandinavískrar hönnunar undir leiðsögn Siggu sem starfaði meðal annars hjá IKEA og Fritz Hansen. Námskeiðið er mánudaginn 26. september frá klukkan 19:00 til 22:00 og mánudaginn 10. október á sama tíma. SKOÐA SKANDINAVÍSKA HÖNNUN Sigga Heimis Hönnun með Siggu Heimis Katrín Ísfeld innanhúss-arkitekt hefur orðið þessvör að mínimalískur stíll inni á heimilum sé á undanhaldi og afslappaðri og litríkari stíll að koma sterkur inn. „Það má segja að að- altrendið þessa stundina sé breiðari litaflóra. Það hentar mér mjög vel þar sem ég hef alla tíð unnið mikið með liti. Svo eru plöntur, borð- lampar, fallegir skrautmunir og speglar að koma inn á heimilin í auknum mæli. Heimilin eru loksins að verða afslappaðri og fjölbreytt- ari.“ Kúnst að nota nokkra liti saman í einu rými „Litaflóran sem er í tísku núna er afskaplega áhugaverð, mikið af djúpum sterkum litum á móti ljós- ari gráum og sandlitum. Þar má nefna grænbláan og dökkvínrauðan sem dæmi,“ útskýrir Katrín sem segir einnig bleik-appelsínugula liti vera að ná auknum vinsældum á meðan hvíti liturinn fær smá hvíld. „Í stað þess hvíta kemur ljósgrár og sandlitir sem eru svo flottir á móti þessum djúpu dökku tónum.“ Katrín segir þó að það sé mikil kúnst að nota nokkra liti saman í einu rými. „Það krefst þess að þeir séu settir skemmtilega og vandlega saman, það er krefjandi að nota marga ólíka liti svo útkoman verði flott,“ segir Katrín sem tekur því fagnandi að íslensk heimili séu að verða miklu litríkari en áður fyrr. Dugleg að vinna með liti á eigin heimili Katrín kveðst vera dugleg að mála og vinna með liti heima hjá sér. „Það er ekkert skemmtilegra en að gera tilraunir á sínu eigin heimili.“ Í stað þess að skipta út húsgögnum þegar hún vill breyta til þá kýs hún frekar að mála og punta heimilið með fjölbreyttum og flottum hlut- um. „Ég er dálítið púðasjúk og er alltaf að freistast í þeim efnum. Ég er einnig veik fyrir alls konar fal- legum hlutum eins og vösum og ljósum. Ég er ekki mikið í að skipta út húsgögnum því ég vil eiga frekar góð og klassísk húsgögn sem lifa og eldast vel,“ segir Katrín og bendir á að svo sé alltaf hægt að fríska upp á stóla og sófa með því að láta bólstra þá. „Já, ég er nýbú- in að láta bólstra „rokkara“-stól með brjálæðislega flottu áklæði, það er algjört listaverk. Þessi stóll er æði á móti svarta klassíska leð- ursófanum mínum. Þetta þarf allt að spila vel saman þannig að allir hlutir nái að njóta sín vel, það er ekki nóg að vera frakkur og frum- legur og setja fullt af ólíkum hlut- um saman. Það þarf að finna ákveðið jafnvægi.“ Djúpir litir koma sterkir inn Morgunblaðið/Ófeigur Dökkblár veggur skapar hlýlegt yf- irbragð í vinnuherbergi. Innanhússarkitektinn Katrín Ísfeld segir liti vinsæla í innanhússtískunni um þessar mundir. Katrín kveðst vera dugleg að mála og vinna með liti bæði í verkefnum og heima hjá sér og tekur því fagnandi að íslensk heimili séu að verða miklu litríkari en áður fyrr Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Katrín Ísfeld innan- hússarkitekt segir afslappaðri og litrík- ari stíl vera að koma sterkan inn. Fáðu Opn heyrnartæki til prufu í 7 daga. Tímapantanir í síma 568 6880. www.heyrnartaekni.is Fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Nýtt heyrnartæki. Sannað að auðveldi heilanum að heyra. meðBrainHearing™ tækni Heilinn vinnur á ótrúlegum hraða við að greina úr hljóðum. Nú getur þú fengið heyrnartæki sem heldur í við hann! Nýju Opn heyrnartækin frá Oticon búa yfir BrainHearing™ tækni sem vinnur úr hljóði á ofurhraða. Rannsóknir hafa sýnt að með Opn heyrnartækjum batnar talskilningur um 30%*, áreynsla við hlustun minnkar um 20%* og þú manst um 20% meira af samtölum þínum**. Opn heyrnartækin létta á álagi við að heyra og auðvelda þér að fylgja samræðum í krefjandi hljóðumhverfi. * Borið saman við Alta2 Pro heyrnartæki. | ** Ávinningur einstaklinga getur verið breytilegur og er háður tæki sem hefur verið notað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.