Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 LESBÓK Ásdísi Thoroddsen þekkjavísast flestir fyrir kvik-myndir hennar, leiknar myndir og heimildamyndir, en hún segist alltaf hafa verið bókaormur og það sé því ekkert fjarri henni að skrifa. Utan þjónustusvæðis er fyrsta skáldsaga hennar, en hún segist upphaflega hafa hugsað sér að gera kvikmynd eftir söguefn- inu, „en þetta er mjög viðamikið efni fyrir kvikmynd, hefði eigin- lega þurft að verða mini-sería. Svo er formið líka þannig, þetta er króníka frekar en drama, þó það gerist dramatískir hlutir í bókinni. Þess vegna fannst mér þetta eiga betur við pappírinn en eina kvik- mynd með upphafi og endi og úr- lausn í lokin.“ Í bókinni koma hænur nokkuð við sögu, landnámshænur sem höfuðpersónan, Heiður Gyðudótt- ir, er að smala söguna alla. Ásdís segir og að hugmyndin hafi kvikn- að útfrá hænum að vissu leyti: „Þetta kviknaði þar sem ég sat með ágætum konum og nefndi við þær að ég hefði verið að hugsa um hænurnar. Þá þurfti ég að að segja þeim frá þessu og þær hvöttu mig til þess að skrifa,“ seg- ir Ásdís og bætir við að hún sé þeim þakklát, það hafi verið gam- an að spreyta sig á því að skrifa bók þó það hafi tekið sinn tíma og svo hafi vinnutíminn verið af skornum skammti, hún hafi að- allega unnið að bókinni þegar ann- að fólk svaf á morgnana og klukkutíma og klukkutíma í senn. „Ég var lengi að vinna að sög- unni vegna þess að þetta er form sem er ekki beint í hverri bók. Í sögunni er sjónarhorn margra persóna og svo var ég að bögglast með tímann líka, í hvaða tíð ég ætti að segja söguna, en svo varð þetta ein sveit, einn hringur, eitt ár svo að segja; sveitin aflokuð milli fjalla og líka í formi sög- unnar. Þó að aðalsöguhetjan sé þessi kona sem allt hverfist um þá er það líka sveitin sjálf, ég er í raun dálítið að segja sögu sveit- arinnar um leið og hennar.“ - Fyrsta skáldsagan komin út, ertu komin á bragðið? „Já, ég er komin á bragðið, þennan auðvelda aðgang að sköp- uninni. Sköpunin er ánetjandi, það að búa til kitlar mann undir þindina og vekur svo mikla kæti þó það sé erfitt líka. Það er voða- lega gaman að gera kvikmyndir og gaman að klippa kvikmyndir, en það er samstarf margra og það að þurfa ekki að skaffa milljónir til að búa til er svo frelsandi. Ég er samt ekkert viss um að ég fari á sömu slóðir í efnisvali, held það eiginlega síður. Það er voða gaman að geta henst um heimssöguna og það er gaman að klippa og eiga við tækin þegar þau hlýða manni og koma hugmyndum í myndir en þetta er líka dálítil verkfræði að búa til form og strúktúr. Svo er draumurinn líka sem er andinn og þetta óskilj- anlega, einhversstaðar er það inni í manni sem er miklu klárara en maður sjálfur.“ - Þú nefnir það að þú sért að segja sögu sveitarinnar ekki síður en sögu Heiðar Gyðudóttur, en þetta er líka saga breytinga og í lokin er sveitin mikið breytt. „Hún hefur mjög mikið breyst og það var líka svo margt sem mátti breytast í þessari sveit og víða um sveitir og þá á ég við of- beldið sem viðgengst of víða, of- beldi gagnvart körlum, konum og börnum. Það er of mikið af- skiptaleysi gagnvart því, maður á ekki að kássast upp á annað fólk,“ segir Ásdís og vitnar þar í atvik í bókinni þegar yfirvöld bregðast svo við barnaníði einnar sögu- persónunnar og bera blak af ger- andanum. „Það er þessi þegj- andaháttur sem Heiður er að glíma við og hún veður áfram eins og fíll inn í postulínsbúð inn í þessa þögn og það er einmitt eitt af því sem gerir hana svo óþolandi fyrir þetta samfélag. Samfélagið breytist, því hnignar að því leyti að fólkinu fækkar, en þetta er ekki bara neikvætt, því í bókinni er ein persóna, Guð- mundur gamli á Felli, sem er mjög gefandi maður fyrir sam- félagið, maður sem vill gera svo margt og gerði í ungmennafélags- anda. Mér finnst að það sé margt Andinn og þetta óskiljanlega Ásdís Thoroddsen sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu og segir að formið sé frelsandi að vissu leyti, en hún hefur hingað til fengist við kvikmyndagerð. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt og sér- fræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur ritað nokkrar bækur um heimspeki og ritað fjölda greina um heimspekileg málefni í innlend og erlend tímarit, en sendir nú frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið Smá eyríki. Henry skiptir bókinni upp í fjóra hluta, Siglu, Lissabon frá hafi, Glerblásarann og Spegla. Bókaútgáfan Sæmundur gefur bókina út, sem er innbundin í litlu broti. Eyríki Henrys Henryssonar Í bókinni Lög á bók fer Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabankans, yfir flest það sem gera má ráð fyrir að hver maður glími við á lífsleiðinni þegar lög og regla eru annars vegar. Þannig fjallar Sigríður um lagalega hlið á húsaleigusamningum, sifjamálum, eignakaupum, atvinnumálum, sjúkratrygg- ingum, sakamálum, neytendalánum og höf- undarrétti svo dæmi séu tekin. Þetta er endurskoðuð og mjög aukin útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út 2003. Bók um lög á bók Bandarísku bók- menntaverðlaunin, The National Book Award, verða af- hent eftir rétt rúma tvo mánuði, 16. nóvember næstkomandi. Svo- nefndur langlisti verðlaunanna var kynntur í vikunni. Veitt eru verðlaun fyrir skáldsögur, ljóð, ungmenna- bækur og fræði- bækur. Skáldsögurnar tíu á listanum eru The Throwback Special eftir Chris Bachelder, What Belongs to You eft- ir Garth Green- well, Imagine Me Gone eftir Adam Haslett, News of the World eftir Paulette Jiles, The Association of Small Bombs eftir Karan Mahajan, The Portable Vebl- en eftir Elizabeth McKenzie, Sweet Lamb of Heaven eftir Lydia Millet, Miss Jane eftir Brad Watson, The Underground Rail- road eftir Colson Whitehead og Another Brooklyn eftir Jacqueline Woodson. Fræðibækurnar eru America’s War for the Greater Middle East eftir Andrew J. Bace- vich, The Fire- brand and the First Lady eftir Patricia Bell-Scott, Imbeci- les eftir Adam Co- hen, Strangers in Their Own Land BANDARÍSKU BÓK- MENNTAVERÐLAUNIN Bókmennta- verðlaunalisti Þjóðin sat límd við viðtækin þegar ís- lenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 og stór hluti hennar hélt til Frakklands að upplifa ævintýrið. Víðir Sigurðsson var að störfum í Frakk- landi fyrir Morgunbalðið og mbl.is á meðan íslenska liðið var með í keppn- inni, hélt til í sömu borg og landsliðið, Annecy, og fór þaðan í leikina fimm í St. Étienne, Marseille, París og Nice. Samhliða því sem Víðir skrifaði fyrir blað og net skrifaði hann bók- ina Húh! frá degi til dags og lýsir í henni gangi mála hjá íslenska lið- inu frá óvenjulegu sjónarhorni. Í bókinni segir Víðir ítarlega frá leikj- um liðsins, samskiptum við leikmenn og þjálfara á fréttamanna- fundum og æfingum, fyrir og eftir leiki, ferðalögum liðsins, borg- unum þar sem leikirnir fóru fram, og rekur jafnframt gang mála í keppninni í heild. Bókin er prýdd fjölda mynda Hafliða Breiðfjörð og Skapta Hall- grímssonar. Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út. Húh! á EM Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.