Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016
EINKALÍF Theresa May fæddist 1. október
árið 1956 í strandbænum Eastbourne í Sus-
sex og er hún einkabarn foreldra sinna. Faðir
hennar var prestur og síðar sóknarprestur í
Wheatley í Oxford-skíri þar sem hún ólst
upp og nam við lítið þekkta ríkis- og einka-
skóla þar sem barn. Hún útskrifaðist með
BA-gráðu í landafræði frá Oxford-háskóla ár-
ið 1977. Á námsárum sínum í Oxford kynnt-
ist hún manni sínum, Philip May, sem starfar
innan bankageirans. Sögusagnir herma að
Benazir Bhutto, síðar forsætisráðherra Pak-
istans, hafi leitt þau saman á sínum tíma.
Theresa og Philip giftu sig árið 1980 og eru
þau barnlaus, en hún hefur talað um það op-
inberlega að þau hjón geti ekki átt börn sam-
an. Þau eru þess í stað dugleg að sinna
áhugamálum sínum og stunda göngur og
einnig er krikket í miklu uppáhaldi hjá stjórn-
málamanninum knáa.
Theresa og Philip May eru afar glæsileg hjón og hafa þau verið
saman frá því þau námu við Oxford-háskóla.
AFP
Æsku- og
námsárin
THERESA MAY varð ein valdamesta kona heims er hún tók við embætti for-
sætisráðherra Bretlands 13. júlí síðastliðinn. Hún er formaður Íhaldsflokks-
ins og hefur starfað sem þingmaður frá árinu 1997 og varð innanríkisráðherra
eftir að Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í kosningunum árið 2010.
May er afar farsæll stjórnmálamaður og nýtur trausts. Sjaldan hefur nokk-
ur setið eins lengi og hún í embætti innanríkisráðherra, eða í sex ár, síðan
James Chuter Ede fyrir 60 árum. Það þykir sérstaklega mikið afrek í ljósi
þess að starfið er eitt það erfiðasta í ríkisstjórn Bretlands. Einnig kom hún
nokkuð heil út úr Brexit-umræðunni og nýtur almennt virðingar fólks.
Theresa May er önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra í
Bretlandi á eftir járnfrúnni sjálfri, Margret Thatc-
her.
Skelegg í samningaviðræðum
May var fylgjandi áframhaldandi setu Bretlands í
Evrópusambandinu og kaus með aðild í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni. Hún var þó gallhörð á því að nið-
urstöður kosninganna ættu að standa þegar umræðan
var komin út í það að halda aðra kosningu. May hefur
mikla reynslu og þekkingu sem stjórnmálamaður.
Hún er þekkt fyrir að vera afdráttarlaus og skelegg í
samningaviðræðum, ötul í starfi og sannkallaður leið-
togi. Náinn samstarfsmaður hennar sagði í samtali
við fréttastofu AFP að hún væri ávallt farin á fætur
langt á undan öllum öðrum og vissi „fimm sinnum
meira en aðrir í herberginu“.
Mun vanda vel til verka
Annar samstarfsmaður hennar talaði um að hún væri
„djöfulli erfið kona“ en May svaraði því að það væri
akkúrat sá eiginleiki sem hún vildi hafa og myndi
koma sér vel í komandi verkefni. Forsætisráðherrann
hefur lýst því yfir að hún muni ekki taka neinar
skyndiákvarðanir í tengslum við útgöngu Bretlands
úr Evrópusambandinu og muni vanda vel til verka,
enda sé langt og strangt verkefni fyrir höndum.
STÍLLINN Theresa May hefur ásamt fleir-
um gagnrýnt fjölmiðla fyrir að einblína
um of á fata- og skóval hennar fremur en
afrek og fyrir hvað hún stendur sem
stjórnmálamaður, vandamál sem þekkist
víða enn þann dag í dag og þar á meðal
hér á landi. Umfjöllunin hefur þó verið já-
kvæð hvað tískuvit varðar, en hún þykir
hafa fallegan smekk og lumar á sérlega
skemmtilegu skósafni. Til að mynda var
skrifuð heil grein í glanstímaritið Glam-
our um áhuga May á skóm, sér í lagi skóm
með hlébarðamunstri. Það er kannski
ágætt fyrir blaðamenn að finna einhvern
milliveg, því líkt og Sophia Chabbott,
blaðamaður Glamour skrifaði, þá hefur
„smá stíll aldrei skaðað neinn“.
Fataumfjöllun
fjölmiðla
Theresa May er afskaplega svöl kona og samkvæm sjálfri sér ef marka má
skrif um hana. Líklega mun hún láta til sín taka í stjórnmálum í Bretlandi.
AFP
ÁHRIFAKONA Theresa May hefur vakið at-
hygli fyrir að vinna sína vinnu vel og hefur hún
afrekað ýmislegt sem vert er að nefna. Til að
mynda tók hún slaginn við stéttarfélag lög-
reglumanna og greiddi úr flæku ýmissa hneyksl-
ismála innan geirans, sem gekk vel. Stuðnings-
menn hennar telja það til afreka að henni hafi
tekist að bola harðlínuklerkinum Abu Qatada úr
landi. May er jafnréttissinnuð og var tilnefnd sem
ein af mest hvetjandi konum samfélagsins árið
2006. Einnig var hún valin önnur valdamesta
kona Bretlands á eftir Elísabetu drottningu árið
2013 í þættinum „Woman’s Hour“ í útvarpi
BBC.
Í maí 2012 tjáði May sig opinberlega um skoð-
un sína á samkynhneigðu hjónabandi en hún er
hlynnt því. Hún er í raun fyrsti þekkti stjórn-
málamaðurinn innan Íhaldsflokksins til að sýna
málefninu stuðning. „Ég trúi því að ef tveir ein-
staklingar eiga í ástarsambandi, elska hvor ann-
an og vilja bindast hvor öðrum þá eigi þeir rétt á
að gifta sig og hjónaband á að vera fyrir alla.“
Skál fyrir því.
May og Obama takast í hendur eftir G20 fundinn
sem haldinn var í Kína þann 4. september sl.
AFP
Afrek og afstaða
Reynslubolti
í brúnni
hjá Bretum
Theresa May er
þekkt fyrir frá-
bæra leiðtoga-
hæfileika en einn-
ig frábært skóval.
AFP
’ Theresa May er önnur kon-an til þess að gegna embættiforsætisráðherra í Bretlandi.
Theresu May hefur
gjarnan verið líkt við An-
gelu Merkel, „gallharður
stjórnmálamaður sem
kemur hlutunum mis-
kunnarlaust í verk.“
AFP
May stýrir ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráð-
herrann, Boris Johnson, er fremst á myndinni.
AFP
info@blacksand.is
Íslensk hönnun
innblásin af
náttúru Íslands
púðaver, slæður,
fatnaður,
sendum frítt
um allt land.
Nánari upplýsingar
á blacksand.is
Pantanasími
896 8771